Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 34
Stafræn Gleym Mér Ei Ég á það til að gleyma hlutum hér og þar og þá gæti Tiles bjargað lífi mínu. Lítil plata sem þú smellir í veskið, á lykla- kippuna eða hvað annað sem þú átt það til að gleyma. Og svo þegar þú gleymir því þá man Tile appið í snjall- símanum þínum hvar þú varst með það á þér síð- ast. (TheTileApp.com) Sigma 35mm linsa Sigma er ekki stærsta merkið í linsubransanum en hefur verið að gera gríðarlega góða hluti und- anfarið. Þessi 35mm 1.4 linsa er næst á innkaupalistanum, það er al- veg ljóst. Þrívíddar prentari MakerBot eru komnir með 3D prentara fyrir græjufíkla sem eiga ekki tugi milljóna. Þessa snilld er hægt að fá á svipuðu verði og gott sjónvarp. Vantar þig eitthvað úr plasti? Sækir bara uppskrift á net- inu og prentar út heima. Verður ekki mikið svalara. Nýi Nike Driverinn Þessi ófreskja frá Nike er líklega eitthvað það fallegasta sem ég hef séð, ef Tiger Wo- ods er undanskilinn. Hreinlega verð að fá þennan. Nokkuð viss um að ég slæ tölu- vert lengra með honum. Lyklaborð úr gleri Er ekki 2007 að koma aftur? Það er eitt- hvað ótrúlega svalt við þetta. Lyklaborð smíðað úr þunnu gleri sem rétt þarf að snerta, líkt og snertiskjá á iPad. Líka hægt að fá mús í sama stíl. Lögfræðingar munu líklega panta upp lagerinn af þessu. Þráðlausir hátalarar Þráðlaust hátalarakerfi frá Sonos sem teng- ist beint í iPadinn eða snjallsímann. Virkar sérstaklega vel með Spotify. Getur tengt marga hátalara saman til að troðfylla íbúð- ina af unaðstónum. Mig langar í... DANÍEL RÚNARSSON, LJÓS- MYNDARI OG FRUMKVÖÐULL, ER MIKIÐ GEFINN FYRIR TÆKNI. HANN ER ALLTAF AÐ TAKA MYNDIR EN HEFUR Í SUMAR EIN- BEITT SÉR AÐ FYRIRTÆKI SEM HANN STOFNAÐI ÁSAMT FÉ- LÖGUM SÍNUM OG HEITIR GOLFPRO ASSISTANT. ÞEIR KOM- UST INN Í STARTUP REYKJAVIK HJÁ KLAK INNOVIT. ÞVÍ LÝKUR Í LOK ÁGÚST OG ÞVÍ ER PRESSAN ORÐIN ÞÓNOKKUR. Teikniborð Ég eyði töluverðum tíma við mynd- vinnslu og þá er músin besti vinur manns. En hún á stóran frænda sem virkar betur og það er teikni- borðið. Hefur lengi langað til að eignast svona græju og þá er Wa- com Bamboo efst á óskalistanum. *Græjur og tækniHið kunna dagblað Washington Post komið í eigu Jeffs Bezos forstjóra Amazon »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.