Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 42
*Fjármál heimilannaValgerður þarf að eiga til chili, hvítlauk, engifer og smjör og þá má alltaf elda góðan mat Valgerður Guðjónsdóttir er ekki þekkt fyrir að sitja með hendur í skauti. Þessi fyrrverandi fram- haldsskólakennari vinnur nú að mastersritgerð númer tvö, sýnir ferðamönnum landið, sest stund- um í bílstjórasætið í strætó og fer fyrir fríðum flokki lesbía á mót- orhjólum á Gay Pride göngu helg- arinnar. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum tvær frekar hagsýnar húsmæður, ég og konan mín, Kristín Sævarsdóttir. Hvað áttu alltaf til í eldhúsinu? Chili, hvítlauk, engifer og smjör. Ef það er til er alltaf hægt að búa til góðan mat. Ekki má gleyma hafra- grautnum sem er borðaður mjög oft á morgnana. Hvar kaupirðu helst inn? Bónus, Krónunni og Nettó. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Lakkrísinn er nú alltaf hættulega freistandi. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Tek oftast með mér nesti í vinn- una sem er yfirleitt afgangur af matnum frá kvöldinu áður. Einnig tek ég stundum strætó. Hvað vantar helst á heimilið? Safapressu til að búa til grænan engiferdrykk sem við drekkum daglega. Svo er heimilistölvan orð- inn óttalegur skrjóður en við ýt- um henni í gang. Eyðir þú í sparnað? Geri það og er minn eigin þjón- ustufulltrúi. Þannig eigum við alltaf fyrir óvæntum útgjöldum. Skothelt sparnaðarráð? Ekki kaupa hluti fyrr en til er fyrir þeim. Einnig er hægt að búa til veislumat úr flestum afgöngum og þarf aldrei að henda mat! Muna: Chili, engifer og hvítlaukur og málið er leyst. VALGERÐUR Þ. E. GUÐJÓNSDÓTTIR KENNARI Er sinn eigin þjónustufulltrúi Valgerður stendur þessa dagana vaktina í kaupfélagi Reykjavík Pride í Iðu- húsinu. Hún kemst upp með margt með chili, engifer og hvítlauk við höndina. Aurapúkinn lærði af lestri Andrés- blaða að lesa smáa letrið í samn- ingum. Enda var Drési reglulega að lenda í alls kyns basli eftir að hafa í fljótfærni samþykkt alls kyns skilmála og kvaðir skrifaðar með örsmáu letri neðanmáls. Að lesa smáa letrið er góður ávani, kallar ekki á mikla fyrirhöfn en getur sparað stórar fjárhæðir og mikið umstang. Púkanum er t.d. minnisstætt þegar hann leigði bíl í Flórída í tvær vikur. Bílaleigan gerði mikið úr „kostaboði“ þar sem leigj- endur gátu einfaldlega ek- ið í gegnum tollhliðin á „express“ hraðbrautunum og vegagjaldið bættist þá sjálfkrafa við leigureikn- inginn. Átti þetta að vera hægð- arauki enda þurfa almennir öku- menn að panta sérstaka passa og setja í framrúðuna ef nota á lúx- us-akbrautirnar. En í smáa letrinu stóð að ef að- eins einu sinni er ekið í gegnum svona tollhlið, þá verður rukkað fyrir dagpassa hvern einasta leigu- dag eftir það, alveg óháð notkun. Aðeins ein ferð um lúxus- akreinina hefði því getað kostað stóra summu. púkinn Aura- Lestu alltaf smáa letriðÞ egar illa árar er oft ekki auðvelt að velja hvar skera skal niður. Við blasir að sleppa má t.d. áskrift að íþróttastöð eða fækka rauðvíns- flöskunum en öðrum útgjaldaliðum er freistandi en um leið hættulegt að sleppa. Hættan er þá að eyririnn sé sparaður en krónunni kastað. Í grein sem birtist á fjármálavef Yahoo! á dögunum var tekið saman gagnlegt yfirlit yfir útgjöldin sem ekki má spara. Framtíðin lögð að veði Fyrst ber að nefna tryggingar. Það er svo auðvelt að halda að það megi sleppa tryggingunum, sérstaklega ef stórar fjárhæðir hafa runnið til tryggingafélagsins síðustu ár en engin óhöpp komið upp og engar bætur verið greiddar. Er það ekki tapað fé? En að segja upp tryggingum er samt mikil áhætta, enda eru ið- gjöldin yfirleitt ekki há miðað við þær bætur sem eru í spilinu. Sjálfsagt er að fara vandlega yfir tryggingarnar, leita tilboða og sjá hvort kannski er verið að tryggja of mikið, eða hvort aðstæður hafi breyst svo mjög að ekki sé lengur þörf á víðtækum tryggingum. Hvað segja skilmálarnir? Eru trygging- arnar að bæta það sem máli skipt- ir? Kannski eru sjúkdóma- og ör- orkutryggingarnar mikilvægastar af öllu. Fá áföll eru stærri en þegar heilsan gefur sig og iðulega kemur það fólki óþægilega á óvart hversu litlar bætur eru í boði hjá TR eða stéttarfélögum. Talandi um sjúk- dóma, þá ætti ekki að slá heimsókn- um til læknisins á frest. Blaðamað- ur Yahoo! bendir réttilega á að þegar heilsan er vanrækt er lífið lagt að veði. Að bíða með lyfjakaup, breyta lyfjakúrum til að spara, eða ætla að reyna að ganga af sér veik- indi og verki getur hæglega endað með ósköpum. Útkoman getur orðið mun alvarlegri veikindi, örorka, stórlega skert lífsgæði og jafnvel ferðalag yfir móðuna miklu. Hættulegu skuldirnar Kreditkortaskuldir ættu heldur ekki að bíða. Íslensk kortafyrirtæki bjóða upp á alls kyns afborg- unarmöguleika sem freista en eru oft ofboðslega dýrir. Ef það er hægt þá ætti alltaf að reyna að greiða reikninginn upp að fullu hver mánaðamót. Ef hluti af reikn- ingnum fær að velta yfir á næsta mánuð er boltinn fljótur að vaxa og verða að illviðráðanlegum hnullungi sem hleður vöxtum og gjöldum ut- an á sig. Sparnaðinn má heldur ekki van- rækja. Skoðaðu hvaða sparnaðar- leiðir standa til boða, athugaðu vandlega áhættu, mótframlög og vaxtaspár, og reiknað út hvers má vænta og hver peningaþörfin verð- ur við ævilok. Ekki gleyma að taka með í reikninginn að sparnaðurinn getur t.d. tekið á sig þá mynd að greiða hraðar af fasteignalánum og geyma þannig sparnaðinn í stein- steypu, eða kannski kaupa falleg listaverk og njóta sparnaðarins uppi á vegg þar til gott sölutækifæri býðst. Loks leggur Yahoo! til að spara ekki við dýnukaupin. Góður svefn er undirstaða vellíðunar, orku og afkasta. Ódýr en léleg dýna getur orsakað verki um allan kroppinn og truflað svefninn svo að þreyta og syfja plagar daginn út og inn. Lúx- usdýna er ekki bara munaður held- ur fjárfesting sem borgar sig. VANDA ÞARF VALIÐ ÞEGAR ÁKVEÐIÐ ER HVAR SKERA SKAL NIÐUR Útgjaldaliðir sem má ekki sleppa ÞAÐ GETUR VERIÐ FREISTANDI AÐ SLEPPA ÞVÍ AÐ GREIÐA AF TRYGGINGUNUM, REYNA AÐ DRÝGJA LYF EÐA SLÁ HEIMSÓKN TIL LÆKNISINS Á FREST EN ÞAÐ ER EKKI SKYNSAMLEG LEIÐ TIL AÐ SPARA Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Útgjöld sem snúa að öryggi og heilsu ættu aldrei að mæta afgangi, þó það geti verið freistandi. Mynd úr safni af heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.