Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 49
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Þórunn Erna Clausen leikari og SigurjónBrink tónlistarmaður kynntust þegar þauvoru bæði að vinna saman í sýningu með söng- og leikhópnum Le Sing á Broadway árið 2002. Þau urðu fljótt bestu vinir og upp úr því innilega ástfangin. Það var meira að segja þannig að þau sögðust elska hvort annað áður en kom að fyrsta kossinum. Þau eignuðust eldri son sinn 3. maí 2005 og þann yngri 20. apríl 2008. Fyrir átti Sjonni tvö börn. Þau giftu sig 15. nóvember 2008 á fallegum vetrardegi í Garðakirkju úti á Álftanesi. Sigurjón varð bráðkvaddur úr heilablóðfalli á heimili þeirra mánudagskvöldið 17. janúar 2011 rétt fyrir kl. 21, á meðan Þórunn Erna var í vinnunni. Drengirnir þeirra 5 og 2 ára voru heima hjá pabba sínum og sá 5 ára hringdi á sjúkrabíl. Hjónin töluðu síðast saman rétt fyrir kl. 18 þegar Þórunn kvaddi hann og fór í vinnuna. Sigurjón kenndi sér aldrei meins. Hann fékk heilablóðfall af völdum æðagúlps í höfðinu sem sprakk. Viku áður en hann lést hafði hann sungið í stúdíói síð- ustu söngupptökuna sem til er með honum, þegar hann söng inn lagið sitt „Aftur heim“ við texta eftir Þórunni sem sigraði í Júróvisjon árið 2011, en þar segir m.a. „enginn veit hvað koma skal, því tíminn stendur ekki í stað … og „en ó, ó, ó, þá finn ég ró, nú kem ég, nú kem ég heim. Því að lífið mín bíður, komdu með í ferðalag, við saman sjá munum bjartan dag. Því tíminn hann líður hratt, ég vil bara komast aftur heim.“ Huggun ókunnugra á skilaboðasíðu Þórunni bárust gríðarmargar samúðarkveðjur á fésbókinni eftir að Sigurjón lést. Svo margar að hún hefur ekki enn gott yfirlit yfir þær, en Þór- unn á tæplega þrjú þúsund vini á fésbók. Hennar staða var sérstök vegna þess að Sigurjón átti lag í forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva og lagið vann hér heima sem gerði það að verkum að Þórunn fór ásamt Vinum Sjonna út til Þýskalands aðeins fimm mánuðum eftir að hann lést. Á þessum fimm mánuðum voru þau m.a. að vinna með lagið og kynna það, svo í hönd fór mikil vinna strax eftir andlátið. Þórunn telur að þetta ferli í kringum keppnina hafi skipt hana miklu máli í sorgarferlinu, en það gerði það líka að verkum að hún fékk aftur mikið af kveðjum á fés- bók í kringum keppnina hér heima og úti. Það var alls konar fólk sem hafði samband við hana í gegnum skilaboðahólfið á fésbók, þetta var ókunnugt fólk sem vildi deila með henni persónu- legri reynslu til að styrkja hana og hugga. Þór- unn segir að þetta hafi verið raunveruleg hjálp. Þarna var á ferðinni sameiginleg reynsla sem og upplýsingar sem hennar nánustu vinir gátu ekki veitt. Þetta gerði það að verkum að Þórunn hefur fundið þörf hjá sér að deila reynslu og líðan til að gefa til baka og það hafa margir tekið því af þakk- læti. Síða Sigurjóns er til og fólk er ennþá að skrifa færslur á hana. Þetta er ástæða þess að Þórunn hefur ekki lokað henni, hún sér að þetta er vett- vangur fyrir fólk til að létta á hjarta sínu. Þá hef- ur hún einnig beðið fólk að „tagga“ Sigurjón og setja inn myndir og myndbönd. Þannig hefur safnaðast mikið efni með honum og um hann sem er ástvinunum mikils virði. Fésbókarfærsla: 1. Thorunn Erna Clausen deildi mynd sem Wivian Renee Aka-Rodrigo Kristiansen á. 2. fyrir 19 klst. síðan Jæja, Textinn í Eurovision laginu okkar elsku Sjonni Brink orðinn að tattooi:) orðin úr text- anum mínum Aftur heim „Lífið mín bíður skrifað með minni rithönd sent að ósk með hjálp iphone:) Sérstök tilfinning að sjá þetta. Svo fallegt að finna fyrir því að þessi orð, lagið okkar, Sjonni minn og sagan okkar hafi snert svona við banda- rískri stúlku sem við þekktum ekki persónulega. ég held þó að ég hafi hitt hana í Eurovision ferð okkar til Dusseldorf:) Svo falleg hugsun:) My friend’s tattoo is done!! Thanks for helping! Minnir á að lífið heldur áfram Þórunn fann hjá sér þörf að deila myndum af drengjum þeirra Sjonna í hversdeginum, bæði til að fá fólk til að gleðjast yfir þeim en einnig til að minna sig og aðra á að lífið heldur áfram. Hún fann að fólk hafði miklar áhyggjur af drengjunum enda báðir heima þegar Sjonni dó og hún hafði sterka þörf fyrir að leyfa fólki að heyra og sjá hvað þeir væru duglegir og að þau myndu komast í gegnum þetta. Þórunn veit að þetta var öðrum mikill styrkur og bætir því við að svona lagað verði svo gagnvirkt – þú gefur og það berast til baka gjafir. Þannig fékk hún líka að heyra í fólki á fésbók sem var eitt með börnin sín og hvernig það gerði hlutina. Á spjallrásinni talar fólk oft mjög einlæglega þó það þekkist ekki vel en það getur samt deilt mikilvægri reynslu í sorginni. Þórunn segir að þetta sé fólk sem hún myndi aldrei hringja í, enda þekki hún það einungis í gegnum fésbókina. Hún er einnig með í fésbókarhópnum Ungar ekkjur og ekklar. Það finnst Þórunni góður vettvangur, þar getur hún deilt hugsunum og sett inn hluti til minningar, sem er kannski ekki hægt lengur á eigin síðu. Hún veit að þá myndu margir gerast sérfræðingar og finnast að núna væri hún bara föst í sorginni. Þórunn sækir einnig sorgarfundi í kirkjunni og þar gerist það sama, þar deilir fólk af mikilli ein- lægni en að öðru leyti er hún ekki í persónulegum samskiptum við hópinn. Þórunn vekur athygli á því að á spjallrásinni á fésbók sé ekki verið að vekja neinn, fólk velji að koma inn á hana og þar geti farið fram gott spjall og einlægt við mann- eskju í sömu stöðu. Fésbókin reynist syrgjendum vel Það er niðurstaða Þórunnar að fésbókin hafi miklu fleiri kosti gagnvart sorginni en ókosti. Hún veltir því líka upp hvort dauðdagi fólks hafi ekki áhrif, hvort fólk fellur fyrir eigin hendi eða í slysi. Þórunn telur að þessi úrvinnsluleið hafi mikla kosti fyrir það fólk sem missir nákomna skyndilega, þá séu allir svo óundirbúnir og í miklu sjokki og þörfin fyrir að fá að tjá sig og deila líðan verði sterk. Þórunn hefur líka reynslu af því að nota fésbókina til að halda minningu föð- ur síns, Hauks Clausen, á lofti en hann dó eftir erfið veikindi 1. maí árið 2003. Það hefur henni líka þótt dýrmætt. ÞÓRUNN ERNA CLAUSEN Enginn veit hvað koma skal *Það er niðurstaða Þór-unnar að fésbókin hafimiklu fleiri kosti gagnvart sorginni en ókosti. Þórunn Clausen og Sigurjón Brink nýgift og sæl. Vinur við veginn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.