Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 50
Í byrjun nóvember 1942 brotlenti bandarísk herflutningavél af gerð- inni C-53 á Grænlandsjökli. Nokkr- ar B-17 björgunarvélar voru gerðar út til að finna flakið og fjórum dögum síðar hreppti ein þeirra aftaka- veður og fórst. Þótt ótrúlegt megi virðast lifði öll áhöfnin, níu manns, slysið af og gat gert vart við sig. Bandaríski herinn hratt því af stað öðrum björgunarleið- angri. Að þessu sinni fór sjóflugvél af gerðinni Gramman J2F Duck í loftið til að freista þess að sækja níumenningana. Veðurguðirnir voru þeirri vél ekki heldur hliðhollir og gufaði hún hreinlega upp. Áhöfn B-17 vélarinnar hafðist við á jöklinum í 148 daga áður en leiðangur undir stjórn hins kunna heimskautakappa Bernts Balchens kom henni til bjargar. Þótti afrek mannanna ótrúlegt enda fimbulkuldi á Grænlandsjökli á þessum tíma árs. Þá voru vistir af skornum skammti. Lesa má um þetta frækilega afrek í nýrri bók eftir bandaríska verðlaunahöf- undinn Mitchell Zuckoff, Frozen in Time. Ekkert spurðist á hinn bóginn til Duck- vélarinnar í sjö áratugi. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að leiðangri á vegum bandarísku strandgæslunnar tókst að stað- setja flakið með hjálp fullkominna rat- sjártækja á um 11 metra dýpi í jöklinum. Menn fóru strax að leggja á ráðin um björgun vélarinnar og sett var saman teymi átján manna sem á dögunum hélt til Grænlands til að ná henni upp úr ísn- um. Áætlað er að verkið taki hálfan annan mánuð. Þess má geta að téður Zuckoff var þátttakandi í leiðangrinum í fyrra. Alþjóðaflugvöllur í Kulusuk Bandaríska strandgæslan hafði samband við Landhelgisgæsluna hér heima og bað hana að aðstoða sig við að flytja fólk og frakt á staðinn. Brást Gæslan vel við þeirri beiðni og sendi þyrlu sína, TF-Líf, á vettvang. Kom hún til Kulusuk að morgni þriðju- dagsins 30. júlí. Þrír voru í áhöfn, flug- mennirnir Björn Brekkan og Brynhildur Bjartmarz og flugvirkinn Hrannar Sig- Að snerta fortíðina ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR, TF-LÍF, TÓK AÐ SÉR ÓVENJULEGT VERKEFNI Á DÖGUNUM – AÐ FLYTJA FÓLK OG FRAKT UPP Á GRÆNLANDSJÖKUL. TILGANGURINN MEÐ LEIÐANGRINUM ER AÐ GRAFA UPP BANDARÍSKA FLUGVÉL SEM FÓRST Á JÖKLINUM Í HEIMSSTYRJÖLDINNI SÍÐARI. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is TF-Líf lent á jöklinum og leiðangursmenn huga að búnaði sínum. Framundan er löng dvöl. 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.