Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 Menning Á Patreksfirði hefur fólk borið gæfu til að varðveita gömlu húsin á Vatneyri og gamla götumyndin er óvenju heilleg. Í þessu felast mikil verðmæti; hús sem er mik- ilvægt að gera upp og varðveita. Þetta skapar bænum sóknarfæri,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun Íslands. Stofnanir sameinaðar Starfsemi Minjastofnunar hófst í byrjun líðandi árs, með samein- ingu Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar. Hjá stofn- uninni sinnir Pétur, ásamt þeim Gunnþóru Guðmundsdóttur og Guðlaugu Vilbogadóttur, málum sem snúa að vernd, viðhaldi og skráningu gamalla húsa. Í húsverndarmálum segist Pét- ur finna fyrir skýrri viðhorfs- breytingu. Fólk sé nú – mun betur en áður – sér meðvitað um mikilvægi verndunar. Þar komi margt til. Vel hafi tekist til með endurbyggingu í gamla stílnum í miðborg Reykjavíkur, til dæmis Aðalstræti, á horni Austurstrætis- og Lækjargötu og neðst á Laugavegi. Það hafi skapað jákvæðan áhuga sem smitað hafi út frá sér. „Í æði mörgum bæjum úti á landi er í gömlum húsum ferða- tengd starfsemi, svo sem veit- ingahús, handverksverslanir, gist- ing og fleira slíkt. Oftast hefur tekist þar vel til og fyrir vikið sjá margir sér beinan hag í því að endurgera gömul hús og fá þeim nýtt hlutverk. Það viðhorf vinnur með húsafriðun,“ segir Pétur. Stræti frá fjöru til fjalls Aðalstræti á Patreksfirði ber nafn með rentu. Þetta er að- alstrætið, sem liggur frá fjöru til fjalls og inn með firði. Vatneyr- arbúð er einskonar núllpunktur, hús nr. 1 við götuna, tveggja hæða timburhús á steinsteyptum kjallara og lauk byggingu þess árið 1916. Lengi var ýmis atvinnurekstur í húsinu, svo sem verslun. Þeirri starfsemi lauk fyrir margt löngu og þegar endurgerð hússins hófst um næstliðin aldamótin voru munir og innréttingar sem til- heyrðu versluninni tekin ofan og sett í geymslu. Telja menn að þegar endurgerð hússins lýkur endanlega sé tilvalið að koma þessum innanstokksmunum aftur fyrir á sama stað, enda séu þeir hluti af húsinu og auki gildi þess. Fyrir nokkrum árum var unnin húsakönnun á Patreksfirði. Safn- að var saman upplýsingum um elstu hús bæjarins, en þau sem eru neðst í Aðalstræti eru mörg byggð sínu hvoru megin við aldamótin 1900. Vitna þau ágæt- lega um þann stórhug sem þá var svo víða ríkjandi hér á landi. „Það sem skapar Patreksfirði sérstöðu er að flest þessara gömlu húsa hér eru enn í notk- un og þar er jafnvel einhver starfsemi. Það eykur tvímæla- laust gildi þeirra,“ segir Pétur. Hólmurinn er fyrirmynd Oft hefur Stykkishólmur verið tekinn sem fyrirmynd og gott dæmi um stað þar sem vel hefur tekist til við vernd og end- urbyggingu. Laust fyrir 1980 gerði Hörður Ágústsson húsa- könnun þar í bæ, sem þótti tímamótaverk. „Þegar húsakönnunin lá fyrir voru teknar afgerandi ákvarðanir, undir forystu Sturlu Böðv- arssonar þáverandi bæjarstjóra, um endurbyggingu gamla bæj- arins og flestir eru líklega sam- mála um að vel hafi tekist til. Það er oft svo að húsafrið- unarmál komast á dagskrá þegar einhver tekur af skarið og sýnir frumkvæði,“ segir Pétur sem hef- ur farið víða um landið að und- anförnu og skoðað gömul hús og lagt á ráðin með heimamönnum. „Áður fyrr var kannski mest lagt upp úr því að varðveita og endurbyggja einstaka hús. Nú er vaxandi áhugi á því að vernda stærri heildir frá fyrri tíð, end- urbyggja húsaraðir eða þyrpingar, sem hafa heildstæðan svip eins og við sjáum t.d. í miðborginni og í Hólminum.“ Síðustu sumur hafa háskóla- stúdentar farið víða um landið og safnað saman upplýsingum um eyðibýli í sveitum landsins. Búið er að kortleggja Rangárvalla- og Skaftafellssýslur, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur, auk Vesturlands. Er afrakstur þess starfs kominn út í bókum. Segir Pétur þetta hafa opnað augu fólks fyrir merkum byggingararfi í dreifbýl- inu. „Víða í sveitum landsins má finna merkilegar byggingar, svo sem íbúðarhús byggð snemma á 20. öldinni. Mér þætti verðugt verkefni að í hverju héraði yrðu endurgerð að minnsta kosti eitt til tvö gömul hús sem hafa sér- stakt varðveislugildi. Í nánast hverri sveit er að finna slíkar byggingar, sem mega ekki glat- ast,“ segir Pétur. Vel tekist til í Litlabæ Litlibær í Skötufirði í Ísafjarð- ardjúpi er, að mati Péturs, bær í sveitum landsins sem vel hafi tekist til með endurgerð á. Sá var reistur árið 1895 af tveimur fjölskyldum, sem bjuggu upp- haflega hvor í sínum hluta húss- ins. Bærinn er úr timbri með steinhlöðnum veggjum og grasi á þökum. Litlibær er hluti af húsa- safni Þjóðminjasafnsins. Opið er alla daga yfir sumartímann, en þar er kaffihús og vísir að minja- safni. Endurbyggja með heild- stæðum svip VAKNING Í VERNDUN GAMALLA HÚSA. FERÐAÞJÓN- USTAN VINNUR MEÐ HÚSAFRIÐUN. SJÁ HAGSMUNI Í ÞVÍ AÐ VERNDA. STARFSFÓLK MINJASTOFNUNAR FER UM LANDIÐ. PATREKSFJÖRÐUR GOTT DÆMI UM BÆ GAMALLA HÚSA. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vel þykir hafa tekist til með end- urgerð Litlabæjar í Skötufirði í Djúpi. Húsið er fallegt og gott dæmi um gamla stílinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Patreksfirðingurinn Magnús Ólafs Hansson, til vinstri og Pétur Ármannsson, tóku út helstu byggingar í bænum. Það þykir verðugt viðfangsefni að gera upp eyðibýli. Skjaldvararfoss á Barðaströnd er í tóftabrotum - kominn að niðurlotum. Horft yfir Vatneyri á Patreksfirði. Aðalstræti er eins og æð sem liggur þvert í gegnum bæinn og götumynd er heildstæð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.