Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 53
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Sýning á ljósmyndum Daní- els Starrasonar og Magnúsar Andersen verður opnuð þann 10. ágúst klukkan 14 í Populus Tremula á Akureyri en þeir félagar sýna þar myndir sem þeir hafa tekið af tónlistarfólki. 2 Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi – Hinsegin fólk í máli og mynd er yfirskrift sýn- ingar sem hófst fyrir helgi á Þjóðminjasafni Íslands og stendur yfir til 25. nóvember. Þrettán ein- staklingar, úr ólíkum áttum og á ýms- um aldri, tjá skoðanir sínar og tilfinn- ingar á sýningunni. 4 Hanna Þóra Guðbrands- dóttir söngkona og Jón Gunnar gítarleikari halda tónleika í Akranesvita í dag, 11. ágúst, klukkan 15 og flytja þar þekkt íslensk sönglög. Jafnframt er þar sýning á verkum Ernu Hafnes. 5 Ingunn Ásdísardóttir, þjóð- fræðingur og þýðandi, leiðir gesti um sýninguna Sagna- brunnur – Ásmundur og bókmenntir klukkan 15 í dag, sunnu- dag 11. ágúst. Ingunn skoðar um 20 höggmyndir Ásmundarsafns sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur en allar vísa þær á einhvern máta í bók- menntir. 3 Tríó Gríma, skipað þeim Huldu Jónsdóttur á fiðlu, Ragnari Jónssyni á selló og Jane Ade Sutarjo á píanó, flytja verk Edvards Grieg og Justins Dello Joio í Salnum, Kópavogi, klukkan 20 í kvöld, sunnudagskvöld. MÆLT MEÐ 1 E ndurbætur á friðlýstum kirkjum voru forgangsmál við úthlutun styrkja úr Húsafriðunarsjóði á þessu ári. Nú er unnið að end- urbótum á Keflavíkurkirkju. Hún er byggð árið 1913 og er ætlunin að innandyra verði hún færð til upprunalegs horfs. Verkefni þetta fékk alls átta millj. kr. styrk. „Kirkjan í Keflavík á sér merka sögu og oft talað um hana, Hafnarfjarð- arkirkju og Búðakirkju á Fáskrúðsfirði sem þríeyki; allar teiknaðar af Rögnvaldi Ólafssyni sem kunnur er sem fyrsti ís- lenski arkitektinn,“ segir Pétur Ármanns- son. Ámóta háir styrkir voru veittir til end- urbyggingar kirknanna á Hofi á Höfð- aströnd, Viðvík og Þykkvabæjarklaust- urskirkju í Álftaveri. Allar eru þær úr timbri. Gætu kallast dæmigerðar íslenskar sveitakirkjur þótt ólíkar séu. Kirkjur landsins segir Pétur um margt vera góðan vitnisburð um íslenska bygg- ingasögu og því sé varðveisla þeirra mik- ilvæg. Fámennar sóknir út um land hafi hins vegar úr takmörkuðum fjármunum að spila. Því hafi talsvert verið lagt upp úr því að styrkja endurbætur á kirkjum landsins. Þó ekki halli á önnur verkefni fyrir því, en úr Húsafriðunarsjóði voru þetta árið veitt- ar 272 millj. kr. til 281 verkefnis. Unnið er að endurbótum á kirkjunni á Hofi á Höfða- strönd, sem byggð er á ár- unum 1868 til 1870. Kirkjurnar eru góður vitnisburður KEFLAVÍKURKIRKJA GERÐ UPP- RUNALEG. SVEITAKIRKJUR Á HÖFÐASTRÖND OG Í ÁLFAVERI ENDURBÆTTAR. Tryggvaskáli og Humarhöfnin ELDRI BYGGINGAR ENDURGERÐAR OG ÞAR ER NÚ STARFRÆKT FERÐAÞJÓNUSTA. HÚS Á SELFOSSI, HÖFN, ESKIFIRÐI, AKUREYRI OG BOLUNGARVÍK GENGIÐ Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA SINNA. Á fjölmörgum stöðum um landið hafa eldri byggingar verið end- urgerðar á síðustu árum og þar er í dag starfrækt ferðaþjónusta í einhverri mynd. Í sumar var opnaður veitingastaður í hefðarstíl í Tryggvaskála, elsta húsi Selfossbæjar sem að stofni til er frá árinu 1890. Gamla Landsbankahúsið á Selfossi er sömuleiðis áberandi kennileiti þar í bæ. Það var upphaflega reist vestur í Búðardal sem verslunarhús. Var svo árið 1918 tekið ofan, flutt á Selfoss og þar var bankaútibú næstu áratugi. Nú er þar blómabúð, verslun með heimaunnin matvæli og á efri hæðinni setur til- einkað Bobby Fischer. Humarhöfnin er veitingastaður í gömlu verslunarhúsi Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. Hægt er að fá fiskisúpu og fínirí í Randulffssjó- húsi á Eskifirði, sem er öðrum þræði minjasafn. Hús í norska stílnum eru áber- andi á Seyðisfirði og í nokkrum þeirra er liststarfsemi, gisting og veitingasala. Í Kaupangi, elsta húsinu á Vopnafirði, er upplýsingamiðstöð ferðamanna, vísir að safni og fleira. Margvísleg starfsemi er í gömlu húsunum í innbænum á Akureyri og nýbyggingarnar við höfnina á Siglufirði, þar sem eru veitingahús m.a., eru all- ar með gamla laginu Veitingahús í Víkinni Einarshús í Bolungarvík var reist árið 1904. Þar bjuggu lengi Einar Guðfinnsson og Elísabet Hjaltadóttir, amma og afi Einars K. Guðfinnssonar, nú forseta Alþing- is. Þau héldu lengi úti miklum atvinnurekstri í Víkinni sem var í raun undirstaða byggðar þar. Núverandi eigendur Einarshúss eru hjónin Ragna Magnúsdóttir og Jón Bjarni Geirsson sem starfrækja pöbb í kjallara, veitingastað á miðhæð og eru með gistingu á efri hæðinni. Mætti svona lengi halda áfram upptalningu á gömlum húsum, sem eru ankeri ferðaþjónustu víða um land. Randulffssjóhús við Eskifjörð er safn og veitingastaður. Tryggvaskáli á Selfossi er veitingstaður við Ölfusárbrú. Einarshús er eitt sögulegasta húsið í Bolungarvík. Humarhöfnin á Höfn er í gömlu verslunarhúsi KASK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.