Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 BÓK VIKUNNAR Ekki missa af Heimsins besti bær, hug- myndaríkri skáldsögu Arto Paasilinna sem er full af kaldhæðn- islegum húmor. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Þeir sem safna góðum bókum og vilja hafa þær sýnilegar hljóta að horfa á útlit og hönnun bóka. Það er einfaldlega ein- stök prýði að fallegri hönnun, hvort sem um er að ræða bækur eða aðra hluti. Útlit skiptir nefnilega oft miklu máli. Látið engan segja ykkur annað. Allmörg ár eru síðan Mál og menning gaf út bókaflokk sem fékk nafnið Syrtlur en þar var komið á framfæri athygl- isverðum erlendum bókmenntum. Bóka- kápan var svört með fallegri mynd, á baksíðu var kynning á verkinu og þegar bókin var opnuð blasti við mynd af höf- undi ásamt æviágripi. Þetta var ein- staklega smekkleg og falleg útgáfa en svo leið hún undir lok. En þá var maður líka búin að safna Syrtlunum sem fengu sér- stakan heiðurssess í antíkbókaskáp. Þar eru þær enn og hafa félagsskap af öðrum heimsbókmenntum sem Mál og menning gaf á sínum tíma út í afar fallega rauðu bandi . Í þeim flokki voru verk eftir Dostojevskí, Thomas Mann, Jane Austen og aðra risa á ritvell- inum. Sú útgáfa leið einnig undir lok. Stundum finnst manni óneit- anlega að allt gott taki enda. Í íslenska útgáfu vantar fallega bókaflokka sem þeir sem safna bókum geta raðað í hillurnar, horft stoltir á og sagt: „Þetta á ég!“ Við skulum samt ekki örvænta. Bóka- útgefendur eiga enn til að gleðja mann með fallegum bókum. Í fyrra gaf Forlag- ið til dæmis út fjórar gjafabækur þar sem hönnunin var einkar falleg, gerð af Alex- öndru Buhl. Þessar bækur voru Íslensk kvæði, Íslensk orðsnilld, Ástarljóð Davíðs Stefánssonar og Gæfuspor – gildin í lífinu. Þetta eru einmitt bækur sem standa saman í bókahillu og eru til prýði. Vonandi verður framhald á þessari útgáfu. Það er ekki nóg að byrja vel, það verður að hafa úthald. Þarna á að verða til bústinn bókaflokkur. Bækur gleðja og víst er að innihald skiptir meira máli en útlit, en það jafn- gildir ekki því að ekki eigi að huga að út- liti. Og fallegar bækur margar saman vekja hughrif hjá þeim sem á þær. Maður safnar ekki bókum nema vegna þess að manni þykir vænt um þær og vill gjarnan að þær líti vel út. Orðanna hljóðan ÚTLIT SKIPTIR MÁLI Frá Forlaginu komu þessar fallegar gjafa- bækur. Vonandi verða þær fleiri. Utz eftir Bruce Chatwin er ein af Syrtlunum. Iceland Small World, ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar hefur setið ofarlega á metsölulistum frá því hún kom út árið 2012 og um 30 þúsund eintök hafa selst af henni. Bókin er í litlu og handhægu broti og eins og titillinn ber vitni um er hún ætl- uð útlendingum. Í henni eru ljós- myndir af ýmsum stöðum á Ís- landi. Þegar Sigurgeir er spurður hvernig hann skýri gríðarlegar vin- sældir bókarinnar segir hann: „Ég held að það séu margir þættir sem skýri vel- gengnina. Aðalatriðið er að finna eitthvað sem kveikir í fólki og þá skipta kápan og tit- illinn miklu máli, auk vandaðrar vinnu. Það má segja að það fari ekki minni tími í það að búa til bækurnar en að mynda í þær. Einnig er formáli Árna Þórarinssonar öðruvísi en gengur og gerist í íslandsbókum. Ljósmyndin sem er á kápunni á Ice- land Small World er tekin á Hofsósi. Mér fannst sú mynd skemmtileg en hélt reyndar að ég myndi aldrei nota hana. Þegar ég var byrjaður að vinna í bókinni og kominn með nafnið Iceland Small World þá fór ég að leita að mynd sem hæfði titlinum. Þessi mynd kom upp í hugann og ég sá að hún smellpassaði.“ Bjóstu við þessum miklu vinsæld- um þegar þú varst að koma bókinni saman? „Ég er gjarn á að sýna fólki það sem ég er að gera og taka við athugasemdum. Mörgum fannst þetta fáránleg hugmynd að forsíðu á Íslandsbók. Það var eins með Lost in Ice- land, mögum fannst óviðeigandi að hafa á forsíðu þeirrar bókar svarta rigningarmynd af Íslandi. En ég hef séð hvernig útlendingar upplifa íslenskt landslag og það er ekki endi- lega sólin sem heillar þá heldur kannski miklu frekar rigning og rok og auðn. Þannig að ég bjóst nú frekar við að þessi bók myndi ná athygli útlendinga. En þessar viðtökur eru auðvitað ótrúlegar.“ Hvað ertu að gera núna? „Ég er að vinna bók fyrir erlendan útgef- anda sem kemur ekkert Íslandi við. Eins og stundum er þá get ég ekki sagt meira um það að sinni. Svo er ég með ýmsa aðra hluti í gangi. Þegar ég er að gera eina bók verður oft önnur bók til út frá henni. Ég fer að tína út úr bókinni myndir vegna þess að ég sé að þar er efni í annað verk. Þannig að úr einni bók koma sprotar sem vaxa seinna meir.“ Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi? „Já, mér finnst svæðið i kringum Veiðivötn vera hreint ótrúlegt.“ RIGNING OG ROK OG AUÐN HEILLA ÚTLENDINGA Ótrúlegar viðtökur Aðalatriðið er að finna eitthvað sem kveikir í fólki og þá skipta kápan og titillinn miklu máli, auk vandaðrar vinnu segir Sigurgeir Sigurjónsson. Morgunblaðið/Eggert LJÓSMYNDABÓKIN ICELAND SMALL WORLD HEFUR SELST Í UM 30 ÞÚSUND EINTÖKUM. Þegar ég var unglingur rakst ég á litla ljóðabók, Endurtekin orð eft- ir Guðberg Bergsson. Það varð ekki aftur snúið. Höfundurinn Guðbergur Bergsson varð mitt skáld. Ég hef sérstakt dálæti á „Tanga-bókunum“ svonefndu, Það sefur í djúp- inu, Hermann og Dídí og Það rís úr djúpinu, enda vann ég upp úr þeim leikrit fyrir Þjóðleikhúsið á sínum tíma sem ég nefndi Sannar sögur af sálar- lífi systra. Eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina er að fá að sökkva mér á þann hátt í þennan sagnaheim Guðbergs. Guðbergur á sér margar hliðar og er ekki alltaf á vísan að róa með hann. Það má segja að bækur hans skiptist í tvo meg- inflokka: annars vegar prakkaralegar bækur og hins vegar einlægar og tregafullar. Í seinni flokknum má nefna endurminningabækurnar hans sem eru einhverjar þær bestu sem hafa komið út á síðari árum: Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar og Eins og steinn sem hafið fágar. Í þessum seinni flokki er líka ein fallegasta og ljúfsárasta bók hans, Missir, sem kom út fyrir nokkrum árum. Ein besta bók Guðbergs. Af öðrum höf- undum í miklu uppáhaldi vil ég nefna Gyrði Elíasson, Jón Kalman Stefánsson (sérstaklega hinn magnaði þríleikur hans) og galdrakon- urnar Kristínu Ómarsdóttur og Vigdísi Grímsdóttur. Oddný Eir Ævarsdóttir er nýjasta uppáhaldið mitt eftir að ég las bók hennar Jarðnæði. Sigfús Daðason, Sigurður Pálsson og Vil- borg Dagbjartsdóttir eru þau skáld sem ég gríp til þegar ég vil sökkva mér í ljóðadjúpin. – Þá eru ónefndir allir erlendu rithöfund- arnir... Í UPPÁHALDI VIÐAR EGGERTSSON LEIKSTJÓRI Viðar Eggertsson hefur sérstakt dálæti á bókum Guðbergs Bergssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðbergur Bergsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.