Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 61
Þjóðverjar fagna sigri á HM 4. júlí 1954 eftir sigur á Ungverjum 3:2. AFP staðan var 2:2 eftir 20 mínútur. Helmut Rahn skoraði svo sigur- mark Þjóðverja skömmu fyrir leikslok og tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn. Ungverjar voru með gríðarlega öflugt lið á þessum tíma og Ferenc Puskas sagður einn sá besti í heiminum. Algjör yfirburðamaður. En fyrir úrslitaleikinn fengu leik- menn Þýskalands sprautu með Pervitin, efni sem var búið til af nasistum fyrir hermenn svo þeir gætu barist lengur á vígvellinum. Það er meira að segja sagt að ekki hafi verið skipt um nál á milli leik- manna. Allir fengu sömu nál. Alf- red Pfaff var einn fárra sem tóku ekki lyfið en hann var fyrirliði Eintracht Frankfurt sem komst í úrslit Evrópukeppninnar 1960. Vængmaðurinn Richard Herrmann tók lyfið og lést átta árum síðar aðeins 39 ára gamall. Þjóðverjar fögnuðu aftur sigri á heimsmeistaramótinu 1974 þar sem Keisarinn sjálfur, Franz Becken- bauer, fór fyrir liðinu. Ekki er tek- ið fram að neinn knattspyrnu- maður hafi fallið á lyfjaprófi þar. Kerfisbundin lyfjamisnotkun Fótboltinn var ekki eina íþróttin sem fékk að kenna á kerfisbund- inni lyfjamisnotkun þar sem eina markmiðið var að vinna til verð- launa. Fórnarkostnaður mannslífa kristallast að sögn skýrslunnar í Birgit Dressel sem lést 1987 aðeins 26 ára gömul. Krufning sýndi 101 lyf í líkama hennar. Hingað til hef- ur verið haldið fram að hún hefði látist af ókunnum ástæðum. Skýrsluhöfundar fengu ekki að- gang að öllum þeim sýnum og blöðum sem þeir vildu því þegar rannsóknin hófst árið 2008 var fjölda sýna og annarra sönnunargagna eytt. Gerd Müller fagnar sigurmarki sínu á HM 1970 gegn Englandi. AFP AFP 11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.