Akureyri


Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 2

Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 2
2 25. apríl 2013 Annar hver Íslendingur óráðinn Þeir sem klóra sér í kollinum þessa dagana og eru óvissir hvað þeir ætli að kjósa eru ekki einir á báti, því samkvæmt rannsókn dr. Ólafs Harðarsonar stjórnmálafræðipró- fessors við HÍ ákveður allt að þriðj- ungur kjósenda sig ekki fyrr en á kjördag, annar þriðjungur ákveður sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. Nú tveimur dögum fyrir kosningar má því áætla að næstum annar hver Íslendingur hafi enn ekki ráðstafað atkvæði sínu í huga sínum Flokkshollusta er á undanhaldi á Íslandi og horfir í að nýju fram- boðin sem standa utan „fjórflokks- ins“ muni fá meira fylgi en nokkru sinni. Það kom fram í erindi sem Grétar Þór Eyþórsson flutti í Há- skólanum á Akureyri. Nokkrar af helstu niðurstöðum rannsóknar sem Grétar Þór gerði á skoðana- könnunum undanfarið eru að stjórnarflokkarnir bíði sögulegt afhroð, framsókn hafi mikla yfir- burði utan höfuðborgarsvæðisins og að þeir sem ákveði sig seint hunsi frekar fjórflokkinn en nýju fram- boðin. a Sauðárkrókur lamaður vegna niðurskurðar Kona þurfti bæði að borga fyrir sjúkrabíl og akútheimsókn á sjúkrahús að næturlagi – niðurskurður í heilbrigðiskerfinu bitni misjafnt á íbúum eftir búsetu Guðný Jóhannesdóttir, fyrrum vara- bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, blaðamaður og núverandi kennaranemi telur að niðurskurður í heilbrigðismálum bitni með ójöfn- um hætti á borgurum landsins eftir búsetu. Guðný býr á Sauðárkróki og segir að þar hafi verið skorið svo mikið niður að samfélagið sé orðið hálf lamað. Heilbrigðisþjónustan sé orðin þannig að þeir sem fái ein- hvern kvilla, alvarlegri en kvef þurfi að leita sér aðstoðar á Akureyri eða í Reykjavík. „Ég þurfti á þessu kjörtímabili að fara upp á sjúkrahús að næturlagi. Maðurinn minn keyrði mig. Hér var tekin ákvörðun um að senda mig norður [til Akureyrar] þar sem ekki var í boði sú þjónusta sem ég þurfti. Ég var talin það veik að ég átti ekki að fara í einkabíl en ekki nógu veik til þess að fá með mér lækni. Hann gaf mér eina sprautu af morfíni og sagði bless. Í sjúkrabíl fór ég með bifvélavirkja og rafvirkja sem voru á bakvakt á sjúkrabílnum. Hvorug- ur þeirra hafði heimild til þess að gefa mér lyf. Morfínið hætti að virka áður en við komum í Varmahlíð og ég þurfti að fara þetta á hörkunni. Stákarnir á sjúkrabílnum gerðu allt sem þeir gátu til að hughreysta mig og voru mér góðir en mikið hefði verið gott að fá verkjalyf. Viku síð- ar fékk ég rukkun fyrir heimsókn á sjúkrahúsið að næturlagi af því að ég var ekki lögð inn á sjúkrahúsið hér heldur á Akureyri. Ég þurfti líka að borga sjúkrabílinn þrátt fyrir að hafa komið mér sjálf á sjúkrahús. Hvar er jafnaðarstefnan í þessu?“ Spyr Guðný. Hún segir að ef hún hefði búði á Akureyri hefði hún verið keyrð á sjúkrahús, lögð inn og hefði þá ekk- ert þurft að borga. Saga hennar sé dæmi um ójafnræði sem sé staðreynd á þessu landi. „Annað dæmi er þessi fáránlega nýja lyfjalöggjöf sem tekur gildi næstu mánaðarmót og verður til þess að margir munu hætta að hafa efni á að leysa út lyfin sín og verða í framhaldinu þjóðfélaginu dýrari sem veikari einstaklingar. Það er búið að skera okkur inn að beini. Ég veit að í þriðja heims ríkjum er fólk sem telur okkur rík í samanburði við þau og sjálfsagt erum við það. En til þess að koma hér á sátt á nýjan leik og koma hjólum samfélagsins almennilega í gang þarf að koma til leiðrétting á stökkbreyttum lánum. Mér er alveg sama hvað flokkurinn heitir og vildi helst óska þess að allir gæti séð þetta og þeir sem lokuðu augunum fyrir fjórum árum þegar tækifæri gafst myndu viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Í aðdraganda hrunsins og eftir það gerðu allir flokkar mistök. Ég tel að allir hafi lært af þeim mis- tökum og eigi að halda áfram reynsl- unni ríkari,“ segir Guðný. a Margir sem báðu mig að drepa mig ekki „Þetta var á tímabili linnulaust streð, maður svaf lítið og ég var ansi oft þreyttur. Það komu dagar sem maður átti ansi oft litla eða enga orku eft- ir. Alerfiðast var ástandið árin 2010 og 2011, þá var maður svo grár og gugginn í viðtölum að það fóru að berast endalausar kveðjur frá fólki sem bað mig að drepa mig ekki á þessu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Lokið er einu alerfiðasta kjör- tímabili á Íslandi, í kjölfar efna- hagshruns og stjórnarskipta. Blað- ið spurði Steingrím, 1. þingmann NA-kjördæmis og annan oddvita stjórnarflokkanna á endurreisnar- tímabilinu hvort hann liti á það sem vanþakklæti frá þjóðinni að skoð- anakannanir mæli nú sögulegan skell ríkisstjórnarinnar í kosningum á laugardag. „Ég hef aldrei ætlast til þakklætis fyrir unnin störf og á hinn bóginn get ég þá ekki sagt að mér finnist skoðanakannanir endurspegla neitt sérstakt vanþakklæti. En ég trúi því enn að stjórnarflokkunum, alla vega VG, muni takast að rétta okkar hlut. En þótt mér finnist fylgiskannanir langt frá því að vera sanngjarnar miðað við erfiðleika verkefnis okkar eru einu launin sem ég hef vonast eftir að verkefnið hafi tekist vel mið- að við aðstæður,“ segir Steingrímur. Hann skýrir fylgistapið að nokkru með því að sum verk ríkisstjórnar- innar hafi hlotið að verða óvinsæl og margir kjósendur hafi haft það erfitt síðustu ár þótt það sé ekki þessari ríkisstjórn að kenna heldur fyrir- rennurum hennar. „Svona illa höfum við ekki staðið okkur – það yrði ekki sanngjarn dómur um okkar verk ef við fengjum eins lítið fylgi og mælst hefur undanfarið. Það undarlega er að ég er alltaf að hitta fólk sem seg- ir: Þið hafið barist eins og ljón og hálfdrepið ykkur á kjörtímabilinu en samt vantar eitthvað upp á. Það virðist einhver tvíhyggja í þessu öllu saman,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son. a Ég hataði þennan mann Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann réðist inn í hús á Þórshöfn og réðist þar á íbúa. Í ákæru segir að maðurinn hafi framið húsbrot, eignarspjöll og gert tilraun til manndráps þegar hann fór að kvöldi föstudagsins 10. febrúar 2012, í heimildarleysi inn á heimili mannsins með því að kasta stórum steini í gegnum rúðu og fór þannig inn í stofu hússins. Þar hafi maðurinn slegið og sparkað í höfuð og búk mannsins, traðkað á höfði hans, barið hann ítrekað með 15,5 kg þungum stól með fimmarma fæti í líkama og höfuð og slegið hann ítrekað í höfuð og andlit með munn- hörpu. Við atlöguna hlaut íbúinn heila- blæðingu, nefbrot á tveimur stöðum, brot á vanga- og kinnkjálkabeinum, mikið mar á andliti og augum, mörg sár á andliti, sár aftan á baki, mar á baki og brjóstkassa og tvö rifbeins- brot hægra megin. Maðurinn og brotaþoli eru tengdir fjölskylduböndum, en móð- ir ákærða er bróðurdóttir brotaþola. Maðurinn sagði að ákvörðun hans um að heimsækja ættingja sinn hafi verið skyndihugdetta. Rót árásar- innar hafi mátt rekja til ætlaðra kynferðislegra misgjörða brotaþola gagnvart móður hans þegar mamma hans var á barnsaldri. „Ég hataði þennan mann. Það er ekkert leyndarmál. Ég hataði hann af öllu mínu hjarta,“ sagði maðurinn fyrir dómi. a GRÁSLEPPA Kaupum ferska óskorna Grásleppu um allt land. Tökum einnig verkuð hrogn til útutnings. Fiskislóð 34, 101 Reykjavík Sími 520-7302 (Ragnar)

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.