Akureyri


Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 4

Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 4
4 25. apríl 2013 Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla SKILORÐ FYR- IR MANNDRÁP AF GÁLEYSI Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt ungan mann í átta mánaða fangelsi skilorðbundið eft- ir að hann varð ungri stúlku á Siglu- firði að bana með gáleysislegum akstri og slasaði aðrar tvær, þar af aðra mjög alvarlega. Maðurinn var sviptur ökurétti í tvö ár og dæmdur til að greiða milljónir í bætur til for- eldra stúlknanna sem eru ólögráða. Ákæra hljóðaði m.a. upp á manndráp af gáleysi, en 16. október 2011 ók maðurinn bifreið suður Snorragötu og Langeyrar- veg á Siglufirði án nægilegrar að- gæslu og tók fram úr skólabifreið sem stöðvað hafði á Langeyrar- vegi til að hleypa skólabörnum. Afleiðing þess varð að hann ók á þrjár stúlkur, sem voru að ganga yfir götuna fyrir aftan skólabif- reiðina. Ökumaðurinn, sem er tvítugur, sagði að í hans huga væri meginskýringin á umræddu slysi óhappatilviljun. Umræða um Byggðastofnun oft neikvæð Segir stjórnarformaður Byggðastofnunar. Fagnar útspili formanns Samfylkingar um byggðamál, enda mikilvægt að setja byggðamál á dagskrá „Opinber umræða um lánastarfsemi Byggðastofnunar er oft afar neikvæð og hefur einkum snúist um gjald- þrot stórra viðskiptavina, deilur um sölu fullnustueigna og meinta hagsmunaárekstra stjórnarmanna. Þessi umræða veitir stofnuninni mikilvægt aðhald og ég fagna því að skattgreiðendur séu upplýstir um slík mál. Það er hins vegar líka mikilvægt að átta sig á jákvæðum áhrifum þeirra opinberu fjármuna sem lagðir eru til stofnunarinnar,“ segir Þóroddur Bjarnason, stjórnar- formaður Byggðastofnunar. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, hefur í samtali við Akureyri vikublað bent á að pattstaða ríki hjá Byggðastofnun og að það kunni að vera rétt að skipta henni upp sem sjálfstæðri stjórnsýslueiningu. Hann gagnrýnir núverandi starfsemi Byggðastofn- unar, telur hana ekki nógu sterka til að sinna því sem sinna þurfi þar sem stofnunina skorti að mestu út- lánaheimildir. „Það má færa fyrir því sterk rök að lán á hagstæðum kjörum gegn veðum í fasteignum og atvinnutækjum sé skynsamlegri, sanngjarnari og ódýrari leið en beinir styrkir til eflingar atvinnulífs. Það er hins vegar útbreiddur misskilning- ur að stofnunin sinni ekki hlutverki sínu. Lán Byggðastofnunar til lítilla og meðalstórra fyrirtækja um allt land hafa gegnt lykilhlutverki í starf- semi þeirra, sérstaklega á þeim fjöl- mörgu svæðum sem njóta lítillar eða engrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Slík lánastarfsemi krefst stuðnings ríkisins, en sá stuðningur skilar sér margfalt til baka í öflugra atvinnulífi og skattgreiðslum fyrirtækja, starfs- manna þeirra og afleiddrar starfsemi um land allt,“ segir Þóroddur. LÁN Á VARNARSVÆÐUM ÁHÆTTUSÖM Í EÐLI Hann segir mikilvægt að átta sig á að lánastarfsemi á varnarsvæð- um landsins sé í eðli sínu áhættu- söm og vaxtagreiðslur fyrirtækja í viðunandi rekstri geti ekki fyllilega staðið undir útlánatapi vegna áfalla annarra fyrirtækja. „Byggðastofn- un getur ekki í senn lánað til þeirra svæða sem verst eru stödd, boðið hagstæða vexti til brothættra fyr- irtækja og jafnframt varðveitt eigið fé að fullu eins og áskilið er í lögum.“ Forsvarsmenn ríkisstofnana beri ábyrgð á því að halda sig innan ramma fjárlaga og því sé ekki skyn- samlegt að skilgreina nauðsynlegan stuðning við lánastarfsemi á veikum svæðum sem rekstrartap stofnunar- innar. Það sé óeðlilegt að forstjóri og stjórnarformaður stofnunarinn- ar þurfi reglulega að sækja slíkan stuðning til stjórnvalda eftir að eigið fé er gengið til þurrðar. „Miklu eðli- legra væri að ríkið leggði stofnuninni til fasta upphæð á hverju ári til að mæta óhjákvæmilegum afföllum af eigin fé og skilgreindu þannig fyrir- fram þann stuðning sem ríkið væri tilbúið veita þessari starfsemi. „ Önnur leið sem stundum hefur verið rædd er að Byggðastofnun veiti í auknum mæli ábyrgðir á lánum almennra bankastofnana á starf- svæði stofnunarinnar. Um það segir Þóroddur: „Eflaust má velta fyrir sér kostum og göllum þess að opin- ber fjárfestingasjóður sinni landinu öllu en augljóslega felst í því mikil hætta á því að arðbærari verkefni á höfuðborgarsvæðinu taki til sín meginþorra fjárveitinga.“ a Pólitískar deilur vegna íþróttablaðs Kosningatitringur í hámarki eftir að Sjálfstæðisflokkurinn birti einn mynd í íþróttablaði – ábyrgðarmaður segir málið misskilning „Mér finnst þetta fyrst og fremst dapurlegt og aug- ljóslega áfall fyrir UFA, þeir gefa út mjög flott blað og í ungmennafélagsanda en svo birtist þessi mismunun grímulaus, það er ekki hægt að skýra þetta með misskilningi,“ segir Edward Huijbens 3. maður á lista VG fyrir þingkosningarnar í NA- kjördæmi. Mikill titringur er í framboðunum og sérhver dálkmillimetri af útgefnu efni þaullesinn og gagn- rýndur nú fyrir þingkosningarnar á laugardag. Edward er í hópi þeirra sem gera athugasemdir við að UFA, Ungmennafélag Akureyrar, hafi boðið framboðum að kynna sig í nýjasta tölublaði fé- lagsins en Sjálfstæðisflokkurinn hafi einn feng- ið birta mynd af frambjóðendum. Sjálfur segir Gunnar Gíslason, ábyrgðarmaður útgáfunnar, að um misskilning sé að ræða. GÆTUM FYLLSTA HLUTLEYSIS Kynningin var framboðum að kostnaðarlausu og Gunnar segir að Ungmennafélag Akureyrar hafi fyrir margar undanfarnar kosningar gefið út kosningablað á Akureyri. „Þetta hefur verið liður í fjáröflun félagsins til að geta rekið starf- semi þess. Ávallt hefur verið lögð áhersla á það að gæta fyllsta hlutleysis. Þetta sjónarmið var að sjálfsögðu haft að leiðarljósi nú sem fyrr.“ Um það að aðeins hafi birst mynd af sjálfstæð- ismönnum í blaðinu segir Gunnar að hvergi hafi komið fram í kynningartexta til framboðanna að ekki mætti nota mynd „Það er að sjálfsögðu afar leitt þegar umræða sem þessi fer á kreik og það skiptir UFA mjög miklu máli að jafnræðis sé gætt við gerð blaðs sem þessa. Það má draga þann lærdóm af þessari uppákomu að annaðhvort eigi að skilgreina mun betur hvernig framsetningin skal vera, eða þá hitt að skerpa mun betur á því að framboðin ráði því alfarið sjálf hvernig þau nýta það pláss sem þau fá úthlutað í blaði sem þessu,“ segir Gunnar. Edward segist ekki sjá annað en að meðvitað hafi verið dreginn taumur eins framboðs með þeirri lokaframsetningu á blaðinu að aðeins Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið birta mynd af efstu frambjóðendum í UFA-blaðinu. VG hafi aldrei staðið til boða að senda myndir og hafi verið einhver misskilningur áferðinni hefði átt að sjást á lokavinnslustigi að eitthvað væri óeðlilegt við að aðeins eitt framboð fengi að birta mynd. SAMFYLKING VILL AFSÖKUNARBEIÐNI „Öll framboð fengu nákvæma útlistun á því hvern- ig kynningu framboða skyldi háttað í blaði UFA. Við fórum eftir þeim fyrirmælum, þar sem ein- göngu var talað um að framboðin gætu sent inn skrifaðan texta. Þetta gerðu að mér sýnist öll framboð í góðri trú og héldu að eitt myndi yfir alla ganga, en svo var greinilega ekki,“ segir Sveinn Arnarson, kosningastjóri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi. „Það sem er hvað leiðinlegast við þetta mál er að Ungmennafélag Akureyrar, sem er helst í barna- og unglingastarfi, og ópólitískt með öllu, skuli vera dregið á þennan hátt inn í argaþras pólitíkurinnar. Það er leiðinlegt þegar menn njóta ekki jafnræðis, ungmennafélögin hafa verið boðberar jafnræðis, sangirnis og heiðarlegrar keppni, og þegar þetta er skemmt í nafni ungmennafélagsins hlýtur pottur að vera brotinn einhvers staðar. Menn ættu að sjá sóma sinn í að verja heiður Ungmennafélagsins með skýrari hætti en þessum. Stjórn Ungmenna- félagsins hlýtur auðvitað að biðjast afsökunar á því að hafa gefið einum flokki forskot á aðra,“ segir Sveinn. a ÁRNI PÁLL ÁRNASON. ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.