Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 6
6 25. apríl 2013
– LEIÐARI –
Þjóðarrassinn
Sem ég skrifa þessa orð sit ég heima með lasinni dóttur minni. Hún var með 39,5 stiga hita áðan
og þess vegna gaf ég henni stíl. Nú liggur hún, slöpp
og lystarlaus, með hálsbólgu, tveggja ára skottið.
„Þaaarftu endilega að vinna?“ Spyr hún dauflega
þegar ég lauma annarri hendi á lyklaborðið.
Þegar börnin okkur veikjast finnum við fyr-
ir ábyrgðinni að gæta heilsu þeirra og veita þeim
nauðsynlega hlýju. En það er engin vinsældakeppni
að hjúkra veiku barni. Sá sem setur stíl í lítinn rass
skapar sér ekki vinsældir hjá þeim sem á litla rassinn.
Veik börn hafa líka aðrar hugmyndir en forráðmenn
þeirra um hvernig skuli verja veikindadögum. Börnin
vilja frelsi, nýfrjálshyggju, þau vilja ráða sér sjálf.
Börn vita ekki að hjúkrun og lækningar byggja ekki
á innantómum loforðum um bata heldur líka aga og
oft á tíðum óvinsælum skammtímaaðgerðum.
Nú er hún litla mín sofnuð eftir stílinn og ég velti
fyrir mér hvort veikindastundir okkar feðginanna
minni sumpart á ástand íslensku þjóðarinnar. Þjóð-
in fékk slæman vírus í bólunni fyrir hrun. Vírusinn
varð til þess að allt fór á flug nema skynsemin og
jöfnuðurinn. Þau sátu eftir. Haustið 2008 sprungu svo
líffæri hagkerfisins og þjóðin neyddist til að leggja
sjálfa sig inn á gjörgæslu alþjóðlegra peningastofn-
ana. En það sem verra var, andi hluta þjóðarinnar
var áfram veikur.
Nokkur þúsund hugumstórra sjúklinga skriðu
þó fram úr rúmum sínum, börðu saman bekkenum,
læddust á náttsloppunum út á torg og höfðu upp úr
krafsinu nýja ríkisstjórn áður en þeir lögðust aftur
upp í rúm. Þeim var sagt að fara vel með sig, því
annars ryki hitinn upp, en alltaf þegar átti að gefa
hitalækkandi brugðust sumir reiðir við. Sumir vildu
aftur fjör og útskrift strax, án þess að borga fyrir
sjúkrahúsleguna. Og læknarnir sem bentu á að enn
væri tímabundinn doði og lasleiki í samfélaginu fengu
bekkenið framan í sig. Enn er þjóðin dálítið lasin þótt
hraustleikamerki séu hér og þar, lasin eftir veikindin
sem urðu af völdum nýfrjálshyggjunnar, hinnar sömu
nýfrjálshyggju og sumir vilja þó endilega taka aftur
upp og hafna helst öllum ríkisafskiptum. En samt
var það ríkið sem bjargaði okkur öllum eftir hrun
bankanna.
Það er engin lausn fyrir sjúkling að ráðast að
eigin læknavakt, ekki þegar árangur er fyrir hendi.
Það er barnaleg frekja að krefjast kraftaverka strax.
Stundum þarf að gera fleira en gott þykir. Með lang-
tíma bata að leiðarljósi. Stundum þurfa þjóðir stíl í
rassinn. Og stundum þurfa þær spark í rassinn.
Með ritstjórakveðju
Björn Þorláksson
AKUREYRI VIKUBLAÐ 16. TÖLUBLAÐ, 3. ÁRGANGUR 2012
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108
Reykja vík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson
og fleiri. Netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856.
Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 13.500 eintök. Dreifing:
13.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LOF fá aðstandendur ráðstefnu sem fram fer í byrjun maí í
Háskólanum að Bifröst en þar verður meirihluti fyrirlesara konur.
Þetta segir kona sem sendi blaðinu bréf. Fram kom í síðasta
blaði að engin kona flutti fyrirlestur á siðferðismálþingi á vegum
Háskólans á Akureyri, þingi sem bar yfirskriftina: Hvað er siðferði?
Fjórtán karlar töluðu en engin kona. Hefur m.a. sprottið umræða
á vef akv.is um kyn og siðferði og hvort eða hvernig konu sjái
siðferði ólíkum augum en karlar...
LAST fá þau sem einkavæddu bankana, hina sömu banka og
brjóta undirritaða samninga. „Hér áður fyrr dugði vel eitt handsal,
en nú er siðgæði menntafólks yfir slíkt hafið. Nú láta bankanir
bera út fjölskyldur sem þeir plötuðu til að kaupa íbúðir,“ segir í
bréfi sem barst blaðinu...
LAST fá þeir sem skemma troðnar skíðagöngubrautir í
Kjarnaskógi með því að ganga í slóðinni, fyrir vikið eyðileggst hún,
segir manneskja sem hringdi í blaðið. „Það er nægt pláss til að ganga
við hlið troðnu brautarinnar. Ef fólk er fótgangandi og margir fara
saman í flokki má benda á að að fólk getur gengið hvert á eftir öðru,
það er ekki nauðsynlegt að ganga samhliða,“ segir manneskjan...
LAST fá þeir sem eiga að sjá um að taka niður gámana
eftir ak extreme, segir kona sem sendi blaðinu póst. „Það er
hræðilegt að sjá þetta, algjör sjónmengun,“ segir konan. „Burt
með gámana!“ Bætir hún við...
LOF fá þáttastjórnendur rúv sem hafa staðið sig vel í aðdraganda
kosninganna, segir karl sem hafði samband. Hann segir engum
vafa undirorpið að rúv beri höfuð og herðar yfir aðra miðla hvað
varðar undirbúning fyrir kosningarnar – og kannski eins gott því
hægt er að gera auknar kröfur til stofnunar í almannaþágu sem
rekin af almannafé, bætir karlinn við...
LOF fá Jarðböðin við Mývatn fyrir frábæra þjónustu, segir
karl. Hann gleymdi úlpu í búningsklefa, ók heim til Akureyrar,
hringdi í Jarðböðin og fékk það svar að starfsmaður ætti erindi
til Akureyrar og það væri ekki málið að skutla úlpunni bara heim
til kúnnans! Geri aðrir betur...
LÍFRÍKIÐ EYÞÓr INGI JÓNSSON
HVER ER ÞESSI Vigga? Farfuglunum fjölgar mikið þessa dagana. Blessuð lóan er komin og einstaka jaðrakan má sjá í fjörum og leirum. Hann
er hávær og líflegur söngvari. Hann virðist alltaf vera að syngja um einhverja Viggu. Ef þið sjáið rólegan jaðrakanahóp, hlustið eftir þessu lagi:
„Vigga-vigga-vigga-vigga-vigga”
AÐSEND GREIN SYLVÍA DRÖFN JÓNSDÓTTIR
Þegar kemur að því að kjósa…
Lesandi góður. Nú veit ég ekki hversu
gamall þú ert en ég veit að ég og jafn-
aldrar mínir erum að fara að kjósa til
Alþingis í fyrsta skipti á ævi okkar. Við
erum flest nýorðin 18 ára og komin
með réttinn til þess að kjósa stjórnina
í landinu okkar. Því miður
hef ég ekki tölu á því hversu
marga ég hef heyrt segja
setningar á borð við þess-
ar: ,,Ég veit ekkert um þetta”
eða ,,Ég ætla bara að kjósa
það sem mamma vill að ég
kjósi” eða ,,Mamma og pabbi
eru búin að kynna sér þetta
miklu betur en ég svo þau
hljóta að vita hvað er best.”
Kæru ungmenni, og allir aðrir sem málið
varðar. Ekki falla í þessa gryfju. Ekki
kjósa eitthvað sem þú veist ekki hvað
á eftir að hafa í för með sér. Kynntu þér
málin, myndaðu þér skoðun og kynnstu
sjálfum þér ef til vill eitthvað í leiðinni.
Ertu umhverfissinni eða viltu meiri stór-
iðju? Ertu femínisti eða ekki? Finnst þér
nóg að flokkurinn sem þú kýst segist
ætla að lækka skatta og afnema hitt
og þetta án þess í rauninni að segja
hvernig þau hyggjast gera það? Viltu
flokk sem einbeitir sér að jöfnuði og
fjölbreytileika eða ertu íhaldssamari?
Allar þessar spurningar og svo miklu
fleiri skipta máli þegar þú gengur inn í
kjörklefann 27. apríl og velur það sem
þú vilt fyrir komandi ár.
Ég heyrði góða vinkonu
mína segja fyrir nokkru síð-
an að hún ætlaði sennilega að
kjósa ákveðinn flokk af því
vinkona mömmu sinnar væri
á lista hjá honum, en ekki af
því hún væri búin að kynna
sér þennan flokk á nokkurn
hátt. Aðra hef ég heyrt segja
að þeir ætli að kjósa tiltekinn
flokk einungis vegna þess að
öll fjölskylda þeirra er í flokknum.
Ég hef heyrt alltof marga segja að
þeir hafi ekki vit á þessum málum og
ættu þess vegna ekki að kjósa eða ætli
bara að kjósa það eins og einhver annar.
Kæri lesandi. Ekki kjósa einungis af
skyldurækni heldur kjóstu af því það
skiptir máli fyrir framtíð þína. Kjóstu
það sem skiptir þig máli af því þú ert
að fara út í lífið og það er ekki sama
hverjir sitja við stjórnvölinn. Kynntu þér
málin og kynntu þér stefnur flokkanna.
Myndaðu þér skoðun og kjóstu þann
flokk sem þú hefur trú á eða skilaðu
auðu ef þú sérð engan sem hentar þér.
Það er þó allavega viss yfirlýsing. Það er
engin yfirlýsing í að kjósa bara eitthvað
sem einhver annar segir þér að kjósa.
Það er jafnvel verra en að sleppa því.
Höfundur er nemi í Menntaskólan-
um á Akureyri
Sylvía Dröfn
Jónsdóttir
Allar þessar
spurningar
og svo miklu
fleiri skipta
máli