Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 8
8 25. apríl 2013
Karl í yfirvigt lætur
dansdraum rætast
„Dansinn sem ég mun sýna er að
mestu leyti flokkaður sem sam-
tímadans. Samtímadans er þróun frá
nútímadansi en segja má að hann
sé mýkri og meira flæðandi. Einnig
mun öðrum danstegundum bregða
fyrir,“ segir Ármann Einarsson, 48
ára þriggja barna faðir sem lætur
draum sinn rætast.
Í fyrra sagði Ármann syni sín-
um, Pétri Ármannssyni, að hann
ætti sér draum um að búa til dans-
verk og flytja það í heimabæ sínum,
Akureyri. Ármann hafði þó aldrei
stundað dans en átti Íslandsmet í
þrístökki drengja frá 1979. En þar
sem hann dreymdi um að dansa
kom sonur hans óskinni á framfæri
og varð niðurstaðan samning nýs
verks, Dansaðu fyrir mig, sem að-
standendur segja ögra væntingum
og fyrirfram gefnum hugmyndum
um dans. Breski danshöfundurinn
Brogan Davison samdi dansinn en
Pétur er dramatúrg og saman munu
þeir leta svara við spurningunni: „Er
dans fyrir alla?“
„Það að geta hreyft sig frjálst og
óhindrað veitir mér vellíðan. Með
dansi er ég að tengja saman þarf-
ir mínar fyrir tónlist og hreyfingu,“
segir Ármann.
„Á vissan hátt má segja að ég sé
að ögra staðalímyndunum. Við sjáum
ekki oft fólk sem komið er á miðjan
aldur í yfirþyngd standa á sviði og
dansa fyrir almenning. Ég er líka
með þessu að hvetja alla, sama á
hvaða aldri þeir eru, hvernig sem út-
litið er eða þyngd að leyfa sér að vera
þeir sjálfir og upplifa draumana.“
Dansaðu fyrir mig er 45 mín-
útna löng sýning sem lofar hlátri,
einlægni en fyrst og fremst dansi.
Enginn aðgangseyrir er að sýn-
ingunni en takmarkað sætaframboð.
Í kvöld, 25. apríl verður sýnt í Hofi
klukkan 20:00, á morgun í Bergi
Menningarhúsinu á Dalvík, 27. Apríl
í Tjarnarborg, Fjallabyggð. a
AÐSEND GREIN SVANLAUG INGA SKÚLADÓTTIR
Læknastofur Akureyrar 5 ára
Í janúar 2013 voru 5 ára síðan
Læknastofur Akureyrar hófu rekstur
í núverandi húsnæði að Hafnarstræti
97. 6. hæð í Krónunni. Þegar flutt var
í nýtt húsnæði voru auk móttöku-
stofa opnaðar skurðstofur og voru
og eru þetta einu einka-
reknu skurðstofurnar
fyrir utan höfuðborgina.
Enn erum við að
heyra af fólki á Akureyri
og nágrenni sem ekki
veit af okkur eða hvaða
starfsemi fer fram á
Læknastofum Akureyr-
ar og er hugmyndin að
þessu greinarkorni að kynna okkur
og starfsemina.
Læknastofur Akureyrar eru
einkarekið fyrirtæki í heilbrigðis-
þjónustu þar sem veitt er skilvirk,
öflug, fagleg og örugg þjónusta með
góðu viðmóti gagnvart öllum sem
þangað leita. Okkar markmið eru
meðal annars að veita ávallt þjón-
ustu sem er fagleg, góð og traust, að
biðtími eftir skoðun og/eða aðgerð sé
sem stystur. Starfsemin samanstend-
ur af hefðbundnum læknastofum
með sérfræðilæknamóttöku og
skurðstofum. Einnig hafa
ýmsir aðrir sérfræðingar
aðstöðu hjá Læknastofun-
um.
Á síðastliðnum 5 árum
hafa rúmlega 46.500 sjúk-
lingar komið í skoðun til
sérfræðings eða um 9.300
á hverju ári. Framkvæmdar
hafa verið í allt rétt tæpar
8.000 skurðaðgerðir eða tæplega
1600 aðgerðir á hverju ári.
Á Læknastofunum starfa ýmsir
sérfræðilæknar, aðrir sérfræðingar,
hjúkrunarfræðingar, móttökuritar-
ar, starfsfólk í ræstingu og fram-
kvæmdastjóri.
Við erum stöðugt að leita eftir
fleiri sérfræðingum til að auka þá
fjölbreitni sem er til staðar.
Upplýsingamiðlun til sjúklinga
er mjög mikilvæg og fá sjúklingar
bæklinga sem við höfum útbúið um
eftirmeðferð eftir flestar aðgerðir
sem framkvæmdar eru. Við erum
með nýja heimasíðu www.lak.is og
viljum hvetja fólk til að skoða hana.
Gerð var biðtíma könnun í nóv-
ember á síðasta ári og voru niður-
stöður hennar mjög jákvæðar. Yfir 80
% þeirra sem leituðu til læknis í hjá
Læknastofunum biðu í innan vð 10
mínútur eftir að komast til læknis.
Læknastofur Akureyrar vilja
styðja við listalíf í bænum og reka
gallerý – Gallerý LA á veggjum fyr-
irtækisins og hafa margir listamenn
komið og haldið sýningar þar. Þessu
hafa viðskiptavinir okkar tekið mjög
vel.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Læknastofa Akureyrar
Finnbogi Marinósson
AÐSEND GREIN MAGNÚS AÐALBJÖRNSSON
Eva Joly – hrunið – Al
Thani – sérstakur saksóknari
og Framsóknarflokkurinn
Eftir hrun íslensks efnahagslífs greip
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurdóttur til
þess ráðs að kalla til heimsþekkta
konu á sviði sakamála til að veita
íslensku þjóðinni ráðgjöf í hugsan-
legum sakamálum innan föllnu, ís-
lensku bankanna. Eva hafði flett ofan
af glæpamálum í Frakk-
landi og var raunar hót-
að lífláti fyrir vikið og
var hún í sérstakri gæslu
frönsku lögreglunn-
ar. Íslenska þjóðin var
að vonum slegin vegna
ástands mála hér og
ýmsar kenningar í gangi
og almenningur rifjaði
upp, og það að vonum,
hvernig sölu ríkisbankanna var
háttað af þáverandi stjórnarflokk-
um Sjálfstæðis- og Framsóknar. Eva
Joly svaraði kalli, kom, sá og heillaði
almenning með einarðri framkomu
og viturlegum ráðum. Ég man eftir
því að Eva tók sérstaklega fram og
lagði á það áherslu að hugsanlegir
sakborningar myndu kalla til varna
snjöllustu lögmenn og reynslan frá
Frakklandi segði að þeir myndu
grípa til allra tiltækra ráða til að
skemma málatilbúnað saksóknara
og gera réttvísinni eins erfitt fyrir
og hægt væri. Nú er ritari þessara
orða lítt lögfróður og á engan hátt
að sakfella einn eða neinn en óneit-
anlega kemur aðvörun Evu Joli upp
í hugann þegar Al Thani málið er
komið á saksóknarstig og 2 virtir
lögfræðingar segja sig frá málinu á
elleftu stundu. Og almenningur spyr:
„Er það að koma fram sem Eva spáði
eða er þetta tilviljun?“ Eða eru þessir
tveir lögmenn svo vammi firrtir að
enga feyru má sjá, óátalið? Eða ligg-
ur eitthvað annað að baki? Spyr sá
er ekki veit.
Nú hefur sérstakur sak-
sóknari tjáð sig um þessa
fordæmalausu framkomu
lögmannanna. Jafnframt,
að hætta sé á að hægt verði
að tefja málið í hið óendan-
lega með svona framkomu.
Setja verði skýr lög til að
koma í veg fyrir svona
athæfi en þá kemur að þætti
Framsóknar. Núverandi þingmenn
flokksins hafa stært sig af endur-
nýjun hópsins, einn flokka, og sagt
skilið við spillta fortíð. Og Guð láti
nú gott á vita.
Það virðist nokkuð ljóst að Fram-
sóknarflokkurinn mun leiða næstu
ríkisstjórn ef kannanir ganga eftir
og þá kemur til kasta Teits og Siggu
að bregðast við tilmælum sérstaks
saksóknara og setja lög sem girða
fyrir bellibrögð lögmanna til að
hindra framgang réttvísinnar. Það
er svo ótal margt sem Framsóknar-
flokkurinn getur gert fyrir heimilin
í landinu sem kostar ekki nokkurn
skapaðan hlut – nema vilja. Og nú
bíður framtíðin – já, og slyðruorðið.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
Magnús
Aðalbjörnsson
Svanlaug Inga
Skúladóttir
AÐSEND GREIN JÓN ÞORVALDUR HEIÐARSSON
Búa kosningar til peninga og
er tímabært að detta í það?
Nú eru kosningar eftir nokkra daga.
Af málflutningi sumra framboða
mætti ráða að hér sé skyndilega allt
fljótandi í peningum. Ég ætla að færa
þau sorglegu tíðindi að svo er ekki.
Kosningar búa ekki til peninga. Ég
ætla að fara í nokkrum orðum um
hvernig staðan er og hvernig við þurf-
um að takast á við næstu ár.
Eftir hrunið blasti við hrikaleg-
ur fjárlagahalli, risastórt
fjárlagagat. Öllu hugs-
andi fólki var ljóst að það
yrði að hækka skatta og
skera ríkisútgjöld mikið
niður. Fráfarandi rík-
isstjórn tók að sér þetta
stóra og óvinsæla verkefni.
Að mestu hefur tekist að
loka fjárlagagatinu og er
það afrek.
Enn er þó rekstur ríkissjóðs ekki
hallalaus sem þýðir að ennþá erum
við að auka við skuldir ríkisins. Þá
skuldaaukningu verður að stöðva því
skuldirnar eru gríðarlegar og kostar
okkur um 90 milljarða á ári í vaxta-
greiðslur. Verkefnið framundan er
því ekki einungis að hætta að eyða
um efni fram heldur er óhjákvæmi-
legt að ganga í það verk að greiða
niður skuldirnar. Hvernig gerum
við það?
Nú eru miklir efnahagserfiðleikar
í vestrænum ríkjum, ekki sér fyrir
endann á þeim. Ekki er við því að
búast að verulegur hagvöxtur verði á
Íslandi fyrr en hin alþjóðlega kreppa
er afstaðin. Næstu ár er verkefnið í
ríkisfjármálum því fyrst og fremst að
halda sjó. Reka ríkissjóð hallalausan
en bíða með að greiða niður skuld-
ir. Það má ekki auka ríkisútgjöld
umfram tekjur. Það eru því ekki
auðveld ár framundan hjá íslensku
þjóðinni en við megum ekki missa
móðinn, með þrautseigju komumst
við alla leið.
Það mun koma efnahagsupp-
sveifla á vesturlöndum
eftir núverndi margra ára
hallæri. Ef við stöndum
okkur þangað til eigum
við einnig í vændum betri
tíð með uppgangi í efna-
hagslífi. Þetta gerist von-
andi eftir 2-4 ár. Þá fyrst
þurfa stjórnmálamenn
að hafa sterk bein. Það
sama gildir um íslenska kjósendur.
Laun munu þá hækka og skulda-
vandi einstaklinga fyrst batna svo
um munar. Útgjöld ríkisins munu
óhjákvæmilega aukast, laun opin-
berra starfsmanna munu hækka
eins og hinna. Í þessu ástandi
verður ríkið samt sem áður að
standa sem klettur gegn gríðar-
legum þrýstingi um aukin útgjöld
svo sem í opinberum fjárfestingum.
Þær verða að bíða því forgangsver-
kefni í uppsveiflunni verður að vera
niðurgreiðsla skulda. Það verður
freistandi að sleppa aðhaldi og
klúðra málum. Fjárfestingar einka-
aðila verða miklar og ríkið verður
að leyfa þeim að eiga sviðið. Heill
þjóðarinnar veltur á því að í þess-
um uppgangi verði leiðinlegir og
þrjóskir stjórnmálamenn sem ráði
för. Fólk sem stenst freistinguna að
fara á fyllerí.
Þegar mesta uppsveiflan verður í
rénun og fjárfestingar einkageirans
fara minnkandi ætti ríkissjóður að
vera kominn í mun betri stöðu en
áður. Skuldir lægri og geta hans
því mun meiri til að fara í löngu
nauðsynlegar framkvæmdir. Þ.e.
framkvæma í hallærinu en leyfa
einkageiranum að eiga sviðið í góð-
ærinu. Þannig er góð hagstjórn.
Ríkisstjórn sem jafnar sveiflur en
magnar þær ekki.
Næstu ár verða því erfið, við
þurfum að harka af okkur þar til
uppsveiflan kemur. Í uppsveiflunni
verðum við hins vegar líka að standa
í lappirnar. Ef okkur tekst þetta þá
erum við komin á beinu brautina.
Framtíð Íslands er björt ef við látum
skynsemina ráða för.
Við hliðina á okkur býr ríkasta
þjóð í heimi en ríkidæmið byggir á
auðlind sem klárast. Orkuauðlindir
Íslands eru meiri per íbúa en í Nor-
egi og þær munu aldrei klárast. Ef
ég ætti að veðja á hvort Ísland eða
Noregur verði ríkari þjóð eftir 50
ár þá væri ég í vafa. En eftir 100
ár þá væri ég ekki í vafa, ég myndi
veðja á Ísland. Það er samt ekki allt
fengið með ríkidæmi. Það getur leitt
af sér leti, heimtufrekju og eigingirni.
Pössum okkur á því.
Höfundur er lektor við
Háskólann á Akureyri
Jón Þorvaldur
Heiðarsson