Akureyri - 25.04.2013, Page 12
12 25. apríl 2013
AÐSEND GREIN KOLBRÚN EVA RÍKHARÐSDÓTTIR
Dögun vill bætt
búsetuskilyrði
Bændur eru ekki launþegar né bótaþegar hjá
ríkinu, það vitum við í Dögun. Ríkið niður-
greiðir afurðaverð beint til bænda í formi
beingreiðslna í samræmi við kvóta og fram-
leiðsu þeirra og eru þessar greiðslur
því niðurgreiðsla á afurðaverði til
neytenda. Þetta á ekki einungis við
um lambakjöt, heldur einnig mjólk-
urvörur, grænmeti, ávexti ofl. en það
virðist gæta smá misskilnings hvað
þetta varðar hjá sumum.
Beingreiðslur hér á landi eru ekk-
ert einsdæmi, þær tíðkast út um allan
heim og er þetta í rauninni leið rík-
isins til þess að lækka matvöruverð.
Ef þessar greiðslur hætta, mun matvöruverð
að öllum líkindum hækka töluvert og eru
greiðslurnar því þjóðhagslega hagkvæmar til
að halda verðbólgu og hækkandi mavælaverði
í skefjum.
Þá þarf einnig að athuga í þessu sambandi
að þegar talað er um ríkisútgjöld til landbún-
aðar er ekki eingöngu verið að tala um þessar
beingreiðslur til bænda, heldur er einnig um
að ræða framlög til landgræðslu og skógræktar,
framlög til landbúnaðarháskólanna, Landbún-
aðarstofnunar, ráðgjafar- og kynbótastarfs og
framlög til landbúnaðarráðuneytis o.fl. En það
vill oft gleymast í þessum umræðum.
Hvað vill Dögun?
Dögun leggur áherslu á að búsetuskilyrði verði
bætt á landsbyggðinni. Þá er ekki aðeins verið
að tala um kvótamál og þau byggðalög sem
eiga allt sitt undir sjávarútveginum, heldur
vitum við að blómleg byggð og innlend fram-
leiðsla landbúnaðarvara er ein af
grunnstoðum íslensks samfélags.
Dögun vill stuðla að sjálfbærni
landsbyggðarinnar og draga úr flutn-
ingskostnaði, stuðla að umbótum í
landbúnaði með því að efla nýliðun
og frelsi bænda til athafna.
Dögun vill draga úr miðstýringu,
einfalda regluverkið og fækka milli-
liðum. Við viljum auka möguleika á
smásölumarkaði og efla samkeppni
í greininni m.a. með því að efla Beint frá Býli.
Þá viljum við efla ylrækt og kornrækt með því
að nýta umframorku frá virkjunum og endur-
skoða heildsöluverð á raforku til framleiðslu
í landbúnaði.
Dögun vill stuðla að lægri fjármagnskostn-
aði og afnámi verðtryggingar sem auðveldar
nýliðun og kynslóðaskipti á bújörðum. Að
stefnt verði að því að minnka vægi framleiðslu-
tengdra ríkisstyrkja en taka þess í stað upp
búsetutengdan stuðning. Slíkar breytingar
stuðla að auknu frelsi bænda til sinna starfa.
Þetta er meðal þess sem við í Dögun vilj-
um ná fram á næstu árum í landbúnaði, hvað
vilt þú?
Höfundur er í 2. sæti á lista Dögunar í
NA-kjördæmi
AÐSEND GREIN BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR OG PREBEN JÓN PÉTURSSON
Hver kýs ekki bjarta
framtíð?
Það getur verið freistandi fyrir frambjóðendur að lofa öllu fögru. Sérstaklega þegar peningarnir
koma úr sjóðum almennings. Það er hins vegar ekki ábyrgt. Björt framtíð er hins vegar með
skýr markmið um það hvernig samfélag við viljum byggja.
Meiri stöðugleiki
Mikilvægt er að ná efnahagslegum stöðugleika.
Verðbólga er viðvarandi og vextir mun hærri
en í nágrannalöndunum. Það er okkur dýrt.
Björt framtíð vill klára aðildarviðræður við
Evrópusambandið og skoða
hvort aðild og upptaka Evru
sé vænlegur kostur. Með
upptöku á traustum gjald-
miðli yrði verðtyggingin úr
sögunni og vextir myndu
lækka.
Gera þarf leigumarkað
að raunverulegum valkosti
en því miður hafa leigjendur
setið á hakanum. Björt framtíð vill gera fólki
kleift að búa á traustum leigumarkaði. Það er
verkefni sem getur ekki beðið.
Meiri fjölbreytni
Fjölbreytt og frjálst samfélag er gott samfélag.
Björt framtíð leggur áherslu á fjölbreytni á
öllum sviðum svo sem í atvinnulífinu, menn-
ingu, matvælaframleiðslu, búsetuúrræðum
og menntun. Við teljum mikilvægt að bæta
skilyrði lítilla og meðalstórra fyrirtækja með
hnitmiðuðum aðgerðum. Við leggjum áherslu
á fjölbreyttar námsleiðir, viljum jafna búset-
uskilyrði og verja mannréttindi.
Minni sóun
Umhverfismálin eru okkur hugleikin. Ísland
er mikið sóunarsamfélag og við þurfum að
temja okkur umhverfisvænni lífstíl. En sóunin
er víðar. Brottfall úr skólum er allt of mikið
á Íslandi. Það er sóun á hæfileikum, tíma og
pening og við því þarf að bregðast. Við vilj-
um efla heilsugæsluna í stað þess að fólki sé
vísað í dýrari úrræði. Við viljum fara ofan í
saumana á rekstri ríkisins og nýta peningana
betur. Sóun á almannafé er
aldrei réttlætanleg.
Meiri sátt
Lítið traust ríkir á Alþingi
og stjórnmálamönnum. Það
verður ekki aukið nema
vinnubrögðin á Alþingi
breytist. Við viljum einblína
á lausnir. Sýnum skoðunum
annarra virðingu og veitum góðum hugmynd-
um brautagengi. Við viljum virða lýðræðislega
ákvarðanir og leiða mál til lykta. Dæmi um
slík mál eru stjórnarskráin og aðildarviðræður
við ESB.
Minna vesen
Okkur finnst ótrúlegt hvað þessari litlu þjóð
tekst að flækja málin. Við viljum einfalda
hlutina og liður í því er að gera skattkerfið og
almannatryggingakerfið skiljanlegra og rétt-
látara. Efla þarf enn frekar aðgengi fólks að
upplýsingum og auka gagnsæi í stjórnsýslunni.
Björt framtíð er með skýran fókus á fram-
tíðina. Við viljum laga grunninn og byggja
hér réttlátt og skilvirkt samfélag. Ef þú deilir
þessari sýn er X-A góður kostur.
Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista
Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi
AÐSEND GREIN ÞORKELL ÁSGEIR JÓHANNSSON
Sjálfstæði heimahéraða
Mikil rígur hefur þróast milli höfuðborgar-
svæðisins og landsbyggðarinnar undan-
farin ár og áratugi. Birtingarmyndir hans
eru ýmsar, en ein sú alvarlegasta er um-
gengni borgarstjórnar um málefni
Reykjavíkurflugvallar. Nú blasir
við að vegna gerræðis stjórnenda
þessa einstaka sveitarfélags munu
koma þeir dagar, fáeinir á ári, þar
sem ekki einu sinni verður unnt að
lenda sjúkraflugvél neins staðar á
suðvesturhorninu, hversu mikið sem
við liggur. Því borgaryfirvöld hafa
nú haft það í gegn að svipta okkur
þeirri einu flugbraut sem snýr gegn suðvestri
/ norðaustri, svo í miklum vindstyrk úr þeim
áttum lokast flugvöllurinn. Um leið er þó
ætlast til að landsmenn allir taki þátt í að
kosta steypuskrímsli utan um LHS, þunga-
miðju heilbrigðisþjónustu í landinu, einmitt
í borginni.
Fleiri nýbyggingar eru fyrirhugaðar, í
Reykjavík, fyrir milljarðatugi, á sömu
forsendum um kostnaðarþátttöku allra
landsmanna, um leið og samgöngubætur á
landsbyggðinni, jafnvel niðurgreiddar með
notkunargjöldum, eru rakkaðar niður sem
kjördæmapot. Ath. að þessi rígur er ekki svo
mikill meðal almennings, heldur fyrst og
fremst á stjórnsýslustiginu. Enda eru borg-
arbúar almennt mjög hlynntir flugvellinum
okkar en önnur öfl og hvatir (fjárhagslegar)
liggja að baki þessari andúð gegn honum.
Vandinn bak þið þennan ríg liggur í miðstýrðu
valdi, þ.e. þeirri staðreynd að landsbyggðin öll
þarf að glíma við miðstýrt fjárveitingavaldið
í borginni, þrátt fyrir að fjármunirnir sem
þessi miðstýring sýslar með hafi orðið til að
mestu á landsbyggðinni. Það er eðli miðstýr-
ingar, í hvaða mynd sem hún er, að sanka til
sín völdum og fjármunum af því svæði sem
vald hennar nær yfir, og skammta það síðan
til baka eftir eigin geðþótta. U.þ.b. helmingur
þess fjármagns sem flyst frá landsbyggð til
borgar verður þannig eftir í stjórnsýslunni
í borginni.
Við sem skipum hin nýju stjórn-
málasamtök Regnbogann, hér í NA
kjördæmi, leggjum því til að spornað
verði við þessu með því að landinu
okkar verði skipt upp í smærri ein-
ingar, t.d. fjórðunga, sem hafa með
höndum stýringu á því fjármagni
sem til verður í því héraði, eftir að
skattar hafa verið greiddir af því til
ríkissjóðs. Þessi héruð hafi þannig
töluvert sjálfstæði í sínum samgöngubótum
sem og rekstri heilbrigðis- og menntakerfis.
Hugmyndin gengur út á að framfarir hvers
landshluta séu á forsemdum heimahéraðsins
fremur en miðstýrðs ríkisvalds. Þetta teljum
við t.d. grundvöll þess að efla megi heilsugæslu
á landsbyggðinni í raun, líkt og margir flokkar
tala nú um, fjálglega mjög. Eða hver er t.a.m.
reynslan af flutningi skólanna til sveitar-
félaganna? Þá yrði t.d. ekki lengur í valdi
þessarar sömu miðstjórnar að fresta í sífellu
nauðsynlegum umbótum flugbrautarinnar á
Norðfirði, sem þjónar sjúkraflugi til og frá
fjórðungssjúkrahúsinu þar. Við teljum einnig
að með þessu yrði öll fjársýsla á landsvísu
ábyrgari, að höfuðborgin okkar finni betur
tilgang sinn með þeim titli og hugsi þannig
lengra út fyrir sinn ramma, og að þessi ríg-
ur sem skapast af miðstýrðri fjársýslu, milli
Reykjavíkur og landsbyggðar hverfi, alla vega
að mestu. Frekari kynningu á stefnu okkar má
finna á vefsíðunni regnboginn.is. Listabók-
stafur Regnbogans er „J“. Við óskum þjóðinni
farsældar á komandi kjörtímabili.
Höfundur er flugmaður og í 4.sæti Regn-
bogans í NA-kjördæmi.
AÐSEND GREIN SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
Er lágmarkslýðræði nóg?
Lýðræðisvaktin vill breyta mörgu. Þar á meðal
mörgu sem snýr að lýðræðinu.
Við viljum taka okkur vinnubrögð
stjórnlagaráðs til fyrirmyndar. Þar
var markmiðið að komast að niður-
stöðu, leyfa öllum sjónarmiðum að
koma fram og leiða svo mál til lykta.
Og ekki bara sjónarmiðum þeirra
sem sátu í ráðinu heldur áttu allir
þess kost að senda inn hugmyndir
og athugasemndir m.a.á netinu. Ólíkt
háttum á alþingi.
Við viljum líka að almenningur
get sett fram hugmyndir að lagabreytingum og
nýjum lögum – og einnig farið fram á þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Við viljum líka lögleiða persónukjör, þar
sem kjósendur geta haft mun meiri áhrif á
hverjir setjist á þing. Endurraðað listum flokk-
anna, ef það vill og helst kosið fólk af fleiri
en einum lista. Eins og staðan er nú ákveða
flokkarnir hverjir skipa stóran hluta þingliðs.
Og er ekki þörf á að breyta því að hægt sé að
setja þannig mörk að flokkar sem sannanlega
fá fylgi til að eiga fulltrúa á þingi útilokast
vegna tilbúinna girðinga.
Bjarnarflag
Áhrifaleysi fólks milli kosninga sést vel í mál-
um sem varða framkvæmdir og náttúruna. Í
þessu kjördæmi er virkjun í Bjarnarflagi dæmi
um valdleysi. Umhverfismat var gert fyrir
10 árum. Síðan hafa komið fram nýjar upp-
lýsingar um áhrif gufuaflsvirkjana og einnig
viðvaranir vísindamanna um að virkjun í
Bjarnarflagi geti haft skaðleg áhrif á Mývatn.
Það eitt og sé ætti að hafa í för með sér að
sjálfsagt væri að doka við og gera nýtt
mat. En þá er málið komið í hendur
Landsvirkjunar, framkvæmdaaðil-
ans – og aðeins þeir sjálfir og sveit-
arstjórnin geta farið fram á nýtt mat.
Hér er áhrifaleysi bæði almennings
og umhverfisráðuneytis of mikið. Og
náttúran nýtur ekki vafans.
ríkisfjármögnuð kosingabarátta
Það spyrja margir hvar kosninga-
skrifstofa Lýðræðisvaktarinna sé og hvers
vegna við auglýsum ekki meira til að vekja
athygli á góðum málstað – eins og mörg hin
framboðið.
Fólk áttar sig ekki á muninum á þeim
framboðum sem þegar eiga fulltrúa á þingi
og hinum.
Kosningabarátta þeirra fyrrnefndu er
nefnilega rekin að stórum hluta fyrir ríkis-
framlög til flokkanna. Röksemdin fyrir fram-
lögum er að það styrki lýðræðið og efli starf
þeirra.
Réttlætanlegt að vissu marki. En þegar
kemur að kosningum er munurinn himin-
hrópandi.
Við treystum því á að kjósendur kynni sér
stefnu, málflutning og frambjóðendur og kjósi
eftir því. Stærðin eftir kosningar ræðst á kjör-
dag. XL fer mörgum vel.
Höfundur skipar 1. sæti á lista Lýð-
ræðisvaktarinnar í norðaustur kjördæmi.
Sigríður
Stefánsdóttir
Brynhildur
Pétursdóttir
Preben Jón
Pétursson
Þorkell Ásgeir
Jóhannsson
Kolbrún Eva
Ríkharðsdóttir