Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 13
1325. apríl 2013
AÐSEND GREIN GÍSLI TRYGGVASON
Dökk fortíð
verðtryggingar
Vinir mínir í Bjartri framtíð hafa endurtekið
haldið því fram á sameiginlegum fundum hér
á Norðausturlandi og í fjölmiðlum að skulda-
niðurfærsla fæli í raun í sér „landsbyggðar-
skatt.”
Á kostnað kröfuhafa – ekki skatt-
greiðenda
Þessu rangnefni – sem í raun felur í
sér ámælisverðan hræðsluáróður –
verð ég að svara enda eru umbætur í
lánamálum og afnám verðtryggingar
eitt 3ja áherslumála Dögunar (xT)
auk umbóta á fiskveiðistjórn og aukin
heimastjórn.
Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að niður-
færsla í þágu lántakenda á að vera á kostnað
kröfuhafa en ekki skattgreiðenda eins og bæði
Sjálfstæðisflokkurinn og fráfarandi vinstrist-
jórn aðhyllast. Kjósendur þurfa fjölbreytilegri
framtíðarsýn en þetta.
Hlutfallsleg skipting niðurfærslu
Í öðru lagi felst enginn landsbyggðarskattur í
niðurfærslutillögum Dögunar að því leyti sem
kröfuhafar eru á ábyrgð skattgreiðenda enda
eru skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu
mun fleiri – rétt eins og lán á þar eru að jafnaði
meiri og hærri; því má áætla að niðurfærsla
skiptist hlutfallslega milli landshluta eins og
skattbyrðin. Sömuleiðis er hringvegurinn ekki
bara á ábyrgð landsbyggðarinnar.
Í þriðja lagi má benda á að fólk á lands-
byggðinni er margt eignalaust þar sem hús-
næðisverð hefur fallið mikið. Þar fyrir utan
er ekki mikil sátt – en töluvert „vesen“ – að
deila um einhverjar krónur til eða frá á milli
landshluta. Þetta snýst um þjóðfélagið sem
heild og að koma heildinni í gang; á því hagn-
ast öll heimili landsins.
látum af lánaníði í garð allra lands-
manna
Verðtrygging lána bitnar á öllum
landsmönnum; vonandi fallast allir
á að verðtryggingin er mein í hag-
kerfinu sem skemmir fyrir efnahags-
stjórn og eykur sóun. Landsbyggðar-
fólk hefur ekki farið fram á sérstaka
landsbyggðarvísitölu neysluverðs í
stað þeirrar sem er miðuð við neyslu-
hraða á SV-horninu. Markmiðið hlýt-
ur að vera að reisa þjóðfélagið við sem heild
og þá verða allir að standa saman – höfuðborg
og landsbyggð – til að ná árangri.
Þegar verðtrygging verður lögð af vill
Dögun tryggja að teknir verði upp viðráðan-
legir vextir – a.m.k. fastir til einhverra ára; í
því felst stöðugleiki – og a.m.k. fyrirsjáanleiki,
sem er réttlætismál fyrir lántakendur að mati
Dögunar. Vaxtaþak ætti að vera svar löggjafans
ef bankarnir bregðast – aftur.
Höfundur skipar 1. sæti á lista Dögunar
(xT) á Norðausturlandi.
AÐSEND GREIN KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSS., VALGERÐUR GUNNARSD. OG ÁSTA KRISTÍN SIGURJÓNSD.
Við erum tilbúin
til verka
Kosningabaráttan er á lokasprettinum. Við
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins erum
þakklátir öllum þeim sem hafa átt samræður
við okkur á síðustu vikum. Alls staðar sem
við höfum hitt kjósendur að máli í Norðaust-
urkjördæmi, hvort sem er á fundum, vinnu-
stöðum eða á förnum vegi hefur okkur verið
tekið vel og stefnu okkar sýndur áhugi. Það
staðfestir það sem við vitum að við leggjum
fram raunhæfa stefnu og lausnir fyrir heimilin
og atvinnulífið í landinu.
Við erum tilbúin til verka í þágu alls kjör-
dæmisins. Eftir erfið ár í tíð núverandi ríkis-
stjórnar höfum við fundið fyrir ákalli fólks
eftir langþráðu efnahagslegu vori. Fólk kallar
eftir samstöðu til að ráðast í mörg knýjandi
verkefni, hvort sem er í málefnum heimilanna
eða atvinnulífsins. Því þegar allt kemur til
alls er þetta ein samhangandi keðja með alla
hlekki jafn mikilvæga.
Stöðugleiki í stjórnarfari og efnhag heimila
og fyrirtækja er almenningi í landinu ofarlega
í huga. Ráðstöfunarfé fólks þarf að aukast til
þess að hjólin snúist betur en þau gera í dag.
Nagandi óvissu um að ná endum saman um
hver mánaðamót verður að linna. Það verður
best gert með þeim aðgerðum sem Sjálfstæð-
isflokkurinn leggur ríka áherslu á, að lækka
álögur á fólk og fyrirtæki. Við þurfum að auka
hvatann hjá fyrirtækjum til þess að ráða til sín
fleira fólk, sem aftur skilar þegar upp verður
staðið meiri tekjum í ríkissjóð.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norð-
austurkjördæmi er vel skipaður fólki með
breiða skírskotun og sterkar rætur í kjördæm-
inu. Við þrjú sem skipum efstu þrjú sætin erum
rótgróið heimafólk með búsetu með okkar fjöl-
skyldum á Akureyri, Laugum í Reykjadal og
Reyðarfirði. Við bjóðum fram krafta okkar til
þess að vinna af alefli af málefnum kjördæm-
isins, hvort sem það á við um málefni heimila,
heilbrigðis-, atvinnu- eða samgöngumál, svo
nokkurra málaflokka sé getið. Við þurfum að
hlúa að því sem fyrir er og byggja ofan á til
frekari vaxtar, því vöxtur og nýjar fjárfestingar
eru lykilatriði til þess að komast út úr þeirri
kyrrstöðu sem við höfum búið við alltof lengi.
Fólk er orðið langþreytt á stöðugt hækkandi
álögum og kallar eftir breytingum. Við viljum
svara því ákalli.
Tökum höndum saman og breytum um
stefnu landi og þjóð til farsældar. Við þurfum
aukna bjartsýni við landsstjórnina til þess
að takast á við knýjandi verkefni framundan.
Við erum tilbúin til verka. Til þess þurfum við
stuðning í kosningunum á laugardag.
Lesendum Akureyri vikublaðs og
landsmönnum öllum óskum við gleðiríks og
farsæls sumars.
Höfundar skipa fyrstu þrjú sæti fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur-
kjördæmi.
AÐSEND GREIN STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Kjörtímabil á enda runnið
Nú við lok kjörtímsbils er ekki úr vegi að líta
yfir farin veg, meta stöðuna og líta fram á
veginn.
Staðan í upphafi árs 2009 var
u.þ.b.eftirfarandi:
Um 85% af fjármálakerfinu var fallið,
hið nýja bankakerfi ófjármagnað og
gríðarflókið en um leið afdrifaríkt
verkefni beið að ná niðurstöðu í upp-
gjör milli gömlu og nýju bankanna.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reikn-
aði með því að fólksfækkun gæti
orðið 3-4% á misserunum á eftir
hruni.
Nálægt 50% af lánum allra fyrirtækja voru
í vanskilum. Fjármál tugþúsunda heimila voru
í uppnámi.
Gengi krónunnar var fallið um 50% og
vextir og verðbólga voru nálægt 20%.
Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var
1.000-1.100 punktar.
Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bret-
landi á grundvelli hryðjuverkalaga.
Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd
sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslu-
falli eða gjaldþroti.
Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með
um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.
Ísland var komið í samstarf við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamark-
aðir lokaðir og fjármagnshöft komin á.
Halli á rekstri ríkissjóðs var af
stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-
14% af vergri landsframleiðslu.
atvinnuleysi á leið í 9-10%.
Önnur lönd í Evrópu þar sem vandi steðjaði
að kepptust við að fullvissa umheiminn um að
þau séu ekki eins illa stödd og Ísland.
Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármála-
eftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor
landsins á alþjóðavettvangi hrunið
og samfélagið á barmi upplausnar.
Þjóðargjaldþroti afstýrt
Það var því verk að vinna þegar
við Vinstri græn tókum þá djörfu
ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við
þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrú-
ar 2009. Við völdum að axla ábyrgð
þegar skyldan kallaði vitandi vel
að framundan voru erfiðustu verkefni sem
nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands
hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist
verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og
endurheimta efnahagslegt sjálfstæði lands-
ins. Til þess þurfti að gera margt í senn; verja
raunhagkerfið sem eftir stóð, verjast hættunni
á keðjuverkandi fjöldagjaldþrotum, tugpró-
senta atvinnuleysi og stórfelldum landflótta,
en ekki síst að verja velferðarkerfið og tryggja
eins og kostur var stöðu hinna lakast settu í
samfélaginu.
Hvað hefur svo gerst?
Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt
og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið
gefið út ríkisskuldabréf á alþjóðlegum fjár-
málamarkaði á ásættanlegum kjörum. Með
öðrum orðum; aðgangur að erlendum fjármála-
mörkuðum er opinn á nýjan leik. Í ágúst 2011
lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
með mjög jákvæðum umsögnum. Meira en
helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust
samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endur-
greiddur. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst
komist í jafnvægi og opinberar skuldir fara
nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF.
Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og
gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar.
Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið
2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa
tengist f.o.f. ytri aðstæðum, sérstaklega efna-
hagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum.
Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær
hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar
krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er
nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá
því allnokkru fyrir hrun. Allar þessar hagtölur
tala sínu máli og staðfesta efnahagsbatann.
íslendingar snúa heim
Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu
ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur
ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flutt til
landsins en frá því samkvæmt tölum Hag-
stofunnar. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum
en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur
því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það
að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim
en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem
vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á fram-
tíðina á Íslandi.
ísland komið fyrir vind
Engin önnur ríkisstjórn lýðveldistímans hefur
tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið
hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka
mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um
efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila
og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og
festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin
heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu
áfram þurfa mikinn stuðning.
Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar
almennar skuldaniðurfellingar eru hins vegar
óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver um-
talsverður fjárhagslegur ávinningur verður
af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum
sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og upp-
gjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Það-
an af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru
hins vegar sammála um að gæta hagsmuna
Íslands í því sambandi eins og best verður
á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd
og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt
til kosningaloforða. Þá er einnig óraunhæft
að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða
skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og
efnuðustu. Það síðasta sem landið þarf á að
halda er ábyrgðarlaus kosningabarátta með
yfirboðum og loforðum um að nú sé hægt að
gera allt fyrir alla og án þess að nokkur þurfi
að borga fyrir það.
Stóra spurningin
Hin stóra spurning komandi kosninga er;
hvort vilja menn áframhaldandi endurreisn
og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og
umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helm-
ingaskiptastjórnina aftur? Enginn deilir um
að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir
mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram
verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niður-
stöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá
er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu
áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem
næst settu landið á hausinn annað tækifæri
þá merkja menn við B eða D.
Höfundur er atvinnu- og nýsköpunarráð-
herra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Steingrímur J.
Sigfússon
Gísli Tryggvason
Ásta Kristín
Sigurjónsdóttir
Kristján Þór
Júlíusson
Valgerður
Gunnarsdóttir
... niðurfærsla í þágu
lántakenda á að vera á
kostnað kröfuhafa ...