Akureyri


Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 14

Akureyri - 25.04.2013, Blaðsíða 14
14 25. apríl 2013 Barnaskemmtun í dag Fjölskyldustemning mun ríkja á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl á Minjasafninu á Akur- eyri. Blásarasveit Tónlistaskólans á Akureyri blæs sumarið inn með lúðraþyt. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir brot úr uppfærslu sinni á söngleiknum Þrek og tár eft- ir Ólaf Hauk Símonarson. Furðu- hluti, ekki þó fljúgandi, má sjá á safninu þennan dag. Þeir munu án efa valda miklum heilabrotum hjá ungum sem öldnum. Kynslóðirnar geta einnig nýtt tækifærið til ganga um ljósmyndasýninguna MANSTU – vetrarbærinn Akureyri um leið og þær fagna sumri þó snjókornin falli úti. Börn og fullorðnir geta hoppað sér til hita á stéttinni með því að húlla, tvista, sippa og blása sápu- kúlur. Nonnahús verður opið í tilefni dagsins. Það er því nóg um að vera og upp- lagt fyrir mömmur og pabba, ömm- ur og afa, langömmur og langafa, frænkur og frændur að gera sér glað- an dag með börnunum á Minjasafn- inu á Akureyri og í Nonnahúsi. Kakó og lummur í boði STOÐ- vina safnsins Enginn aðgangseyrir er á BARNASKEMMTUN Minjasafns- ins. a Gestabókarganga á Kollufjall Næsta ganga Ferðafélagsins Norður- slóðar verður laugardaginn 27. apríl, á þeim langa kosningadegi. Gengið verður með gestabók upp á Kollufjall við Kópasker. Kollufjall hefur verið valið í ver- kefnið “Fjölskyldan á fjallið” þetta árið, en það eru UMFÍ og HSÞ sem standa fyrir verkefninu. Gestabók- inni verður komið fyrir í kassa sem verður við vörðu á fjallstoppnum í allt sumar. Af Kollufjalli er gott útsýni yfir Núpasveit, í vestri er Axarfjörð- urinn/Öxarfjörðurinn og sést vel til Tjörness og Kinnafjalla. Í góðu skyggni er hægt að sjá allt vestur á Hornstrandir. Í norðaustri og austri eru Leirhafnarfjöll og Hólaheiði. Lagt verður upp frá skólahúsinu á Kópaskeri kl 13:00. Þetta er ekki erfið ganga (einn skór). Mætum vel klædd og skóuð í hressandi vorgöngu. a Hundrað manns á sviði í Hofi 28. apríl nk, á sunnudag, verður mik- ið um dýrðir í Hofi. Þá gengur Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands til liðs við Kór Akureyrarkirkju, stærsta kirkjukór landsins, Barokksmiðju Hólastiftis og hluta af landsliði ís- lenskra einsöngvara, þeim Huldu Björk Garðarsdóttur sópran, Alinu Dubik mezzósópran, Snorra Wium tenór og Ágústi Ólafssyni bassa. Þessi öflugi hópur sem telur ríflega hundrað manns flytur verkið Missa Dei Patris eftir tékkneska tónskáldið Jan Dismas Zelenka (1679-1745) undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar sem jafnframt er organsisti og kór- stjóri Akureyrarkirkju. Verkið er krefjandi og undirbúningur mikill og er með stærri verkum sem Kór Akureyrarkirkju hefur tekið þátt í. Í tilkynningu frá SN segir að mik- il ánægja ríki með samstarfið, enda opnist við það mörg tækifæri. Með samvinnu mismunandi aðila sem komi að menningarstarfi sé hægt að setja upp stærri og meira krefjandi verk en ella. Von allra sé að þetta verkefni sé bara byrjunin. Eyþór Ingi segir samstarfshóp- inn fullan tilhlökkunar. „Þetta verða glæsilegir tónleikar. Að leiða saman Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands, frábæra einsöngvara og þennan sterka og magnaða kór sem Kór Akureyrarkirkju er, býður upp á einstaka upplifun sem enginn tón- listarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Hópurinn er samheldinn og það er mjög gefandi fyrir alla þessa aðila að fá tækifæri til að vinna saman og skapa tónlistaratburð af þessu tagi.“ a BÍÓMYND Á BLÖNDUÓSI Nokkrir nemendur í Blönduskóla hafa unnið að bíómynd í vetur og er nú komið að því að frumsýna myndina 1. maí nk. til styrktar Rauða Krossi Íslands í Blönduósbíói. Myndin heitir Svart og hvítt og er rúmlega 60 mínútur að lengd. Myndin fjallar um nokkra menn sem frétta af því að dópsali hafi fengið nýja sendingu af kókaíni. Þeir ákveða að ræna efninu en dópsalinn kemst að því hver stal dópinu og vill fá borgað. Mennirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera en ákveða að ræna nokkrar búðir. Ránið gengur vel og halda þeir aðeins upp á þetta og fara svo að sofa en þá verður allt vitlaust. LEIKHÓPURINN HUGSANABLAÐRAN SÝNIR leikritið Sæluvík eftir Sögu Jónsdóttur í Síðuskóla nk. laugardag. Leiksýningin er hluti af opnunarhátíð List án landamæra en myndin var tekin af leikurum á æfingu. Óskum öllum launþegum á Íslandi til hamingju með baráttudag verkalýðsins 1. maí [ Akureyri ] PANTONE PANTONE Reex Blue Æskilegt er að merkið sé notað í lit þar sem mögulegt er Í undantekningartilfellum má nota merkið hvítt, ef um dökkan bakgrunn og svarthvíta prentun er að ræða Einfölduð útgáfa til grófrar notkunar (stimplar o.þ.h.) Stensill fyrir silkiprent í einum lit Black 20% PANTONE Process Blue CYAN 100% / MAGENTA 83% / YELLOW 0% / BLACK 22% CYAN 0% / MAGENTA 0% / YELLOW 0% / BLACK 20% CYAN 100% / MAGENTA 83% / YELLOW 0% / BLACK 22% R - 30/ G - 69/ B - 152 R - 210/ G - 211/ B - 212 R - 0/ G - 147/ B - 209 CMYK - órlitur RGB - þrír litir Svarthvítt BLACK 100% BLACK 20% Negatíft [ Akureyri ] PANTONE PANTONE Reex Blue Æskilegt er að merkið sé notað í lit þar sem mögulegt er Í undantekningartilfellum má nota merkið hvítt, ef um dökkan bakgrunn og svarthvíta prentun er að ræða Einfölduð útgáfa til grófrar notkunar (stimplar o.þ.h.) Stensill fyrir silkiprent í einum lit Black 20% PANTONE Process Blue CYAN 100% / MAGENTA 83% / YELLOW 0% / BLACK 22% CYAN 0% / MAGENTA 0% / YELLOW 0% / BLACK 20% CYAN 100% / MAGENTA 83% / YELLOW 0% / BLACK 22% R - 30/ G - 69/ B - 152 R - 210/ G - 211/ B - 212 R - 0/ G - 147/ B - 209 CMYK - órlitur RGB - þrír litir Svarthvítt BLACK 100% BLACK 20% Negatíft GRÝTUBAKKAHREPPUR Auglýsing um orlofshús, orlofs- íbúðir, styrki og fl. Frá og með fimmtudeginum 2. maí nk. verður opnað fyrir pantanir á orlofshúsi félagsins nr. 9 á Illugastöðum í Fnjóskárdal Húsið er leigt viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu. Félagar eru hvattir til að nýta sér félagavefinn sem er á heimasíðu félagsins, www.sjoey.is. Þar er hægt að panta, greiða og prenta út samninginn sem gildir fyrir þá viku sem pöntuð er. Einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og panta og greiða þar fyrir vikuna. Þá viljum við minna félagsmenn á orlofsíbúðir félagsins í Kópavogi. Þær eru til útleigu með venjubundnum hætti allt árið og er eins með þær að hægt er að panta vikuleigu og greiða fyrir í gegn um félagavefinn. Lyklar af þeim eru síða afhentir á skrifstofu félagsins. Einnig minnum við félagsmenn á að útilegukortið, veiðikortið og golfkortið, bæði einstaklingskort og fjölskyldukort, eru til sölu á skrifstofu félagsins á sanngjörnu verði. Þá minnum við einnig á orlofsstyrkina. Allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14, og í síma 455-1050. Stjórn Sjómannafélag Eyjafjarðar.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.