Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Qupperneq 20

Akureyri - 21.11.2013, Qupperneq 20
20 21. nóvember 2013 ANDARTAK Á AKUREYRI Hreyfing sem eflir konur Amelia Earhart flugkona var Zontakona. Stuttu eftir hvarf hennar 1937 var stofnaður sjóður innan Zontahreyfingarinnar í Bandaríkjunum til að styrkja konur til doktorsnáms í greinum sem tengdust geimvísindum. Í dag hafa hátt í þúsund konur notið stuðnings sjóðsins, þar af þrjár íslenskar konur. Amelia Earhart er lýsandi fyrir þá framsýni og þrautseigju sem býr innan Zonta. Það gildir einu hvort konum í þróunarlöndum er veitt aðgengi að aðgerðum vegna „fistula”, sem eru hörmulegar afleiðingar þess að konur sem jafnvel sjálfar eru á barns- aldri fæða börn án þess að viðeigandi aðstoð sé til staðar, eða menntaskólastúlkur öðlist viðurkenningu fyrir ötula þátttöku í félags- starfi og leiðtogahæfni. Hlutverk hreyfingar- innar er alltaf að starfa að málefnum kvenna, í nærsamfélaginu eða alþjóðasamhengi. Zonta er kvenréttindahreyfing og jafnréttisklúbbur sem vinnur að framgangi jafnréttis með því að styðja við bakið á konum og varða leið þeirra að jöfnum tækifærum. Í Zontaklúbbnum Þór- unni hyrnu láta konur sig ekki muna um að standa dögum saman við laufabrauðsskurð og steikingu til að afla málefnunum fjár. SAMFÉLAGSLEGUR VELVILJI Í síðustu viku brýndu klúbbfélagar kutana og hófu hinn árlega laufabrauðsútskurð ásamt steikingu, pökkun og annarri vinnu sem til- heyrir. „Þetta er gaman,” segja þær Vilborg Þórarinsdóttir, félagsráðgjafi, og Svanfríður Larsen, bókmenntafræðingur, sem báðar eru í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu. „Einnig eigum við vini úti í samfélaginu, fyrirtæki í bænum og það er dásamlegt að mæta þeim veljvilja sem okkur er sýndur. Velviljinn, auk endurgjaldslausrar vinnu félagskvenna, gerir okkur kleift að láta það fé sem safnast í fjáröflunum renna óskipt til þeirra mála sem við leggjum áherslu á.” Ásamt laufabrauðsgerðinni hafa Zontakonur í Þórunnni hyrnu einnig haldið flóamarkaði og gefið út matreiðslubók sem hefur verið þýdd á ensku. KONUR FYRIR KONUR „Í Zonta eru fyrst og fremst konur á vinnu- markaði sem vinna að málefnum kvenna sem eiga undir högg að sækja á alþjóðavísu,” segja Vilborg og Svanhildur. Auk þess að greiða fyrir „fistula” aðgerðir og tilnefna stúlkur í mennta- skóla til viðurkenningar fyrir vasklega fram- göngu í félagsmálum vinnur Zontaklúbburinn Þórunn hyrna að ýmsum málefnum kvenna, annaðhvort í samstarfi við alþjóða Zontahreyf- inguna eða málefni sem þær sjálfar hafa tekið upp á sína arma og samræmast markmiðum Zonta. Meðal verkefna á alþjóðavísu eru „eduta- inment” verkefnið þar sem ungt fólk í Nígeríu og Bangladesh nýtur fræðslu um samfélags- mál á borð við jafnrétti kynjanna í gegnum fjölmiðla og mjög árangursríkt verkefni í Rwanda sem miðar að því að koma, með lyfj- um, í veg fyrir eyðnismit milli móður og barns. Á HEIMAVELLI Á heimavelli hefur klúbburinn tekið þátt í vinnu sem miðar að því að sporna gegn ofbeldi gegn konum, komið á laggirnar rannsóknar- miðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akur- eyri, skipulagt ráðstefnu um kynferðisbrot og styrkt m.a. stúlknaheimilið á Laugalandi og Aflið. „Um þessar mundir erum við að stofna menntunarsjóð,” segja þær Vilborg og Svan- fríður. Hugmyndin varð til í svokölluðu kon- ukaffi sem haldið er einu sinni í mánuði yfir vetrartímann í samstarfi við Alþjóðastofu. Þar hittast konur af ýmsum þjóðernum og uppruna, bæði íslenskum og erlendum, og njóta gagnkvæmrar fræðslu í kaffispjalli. „Það er mikilvægt að efla félagsleg tengsl kvenna af erlendum uppruna,” segja Vilborg og Svanfríður og benda á að slík tengsl komi ekki endilega af sjálfu sér. „Sem dæmi bauð Zontakona eitt sinn þremur erlendum konum heim til sín að skera laufabrauð. Það var í annað skiptið sem þær komu inn á íslenskt heimili – eftir nærri tveggja ára veru hérna!” Það sé því mikilvægt að mynda tengsl til þess að losa um einangrun kvenna af er- lendum uppruna og styrkja þær félagslega. Á Akureyri eru töluð um þrjátíu tungumál. Samfélagið er því, þrátt fyrir allt, alþjóða- samfélag. Það hljóti að vera auðlind fyrir Akureyringa. MENNTUNARSJÓÐUR Markmið menntunarsjóðsins sem er í undir- búningi er því að gefa konum af erlendum uppruna tækifæri til að læra íslensku. Það auðveldar þeim að mynda tengsl við aðra og veitir þeim mikilvægt tæki til að skilja hvað á sér stað í kring um þær, t.a.m. hvað er að gerast á sviði stjórnmála og þar fram eftir götunum. Einnig er ýmislegt sem er hluti af daglegu lífi fólks af íslenskum uppruna og svo inn- greypt í huga þeirra og venjur að það hvarflar ekki að þeim að „venjulegustu” hlutir þurfi útskýringa við. En þetta eru mikilvægar upp- lýsingar fyrir þær sem koma frá öðrum menn- ingarsvæðum. Menntunarsjóðurinn mun því gefa konum tækifæri til að auka færni sína í íslensku og efla jafnframt sjálfstæði þeirra í samfélaginu og losa um einangrun. ÞAÐ ER Í nógu að snúast í laufabrauðsgerðinni hjá konunum í Þórunni hyrnu. Völundur Sem dæmi bauð Zontakona eitt sinn þremur erlendum konum heim til sín að skera laufabrauð. Það var í annað skiptið sem þær komu inn á íslenskt heimili – eft- ir nærri tveggja ára veru hérna!

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.