Alþýðublaðið - 24.11.1919, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.11.1919, Síða 1
Alþýðublaðið Grefið lit af Alþýðuílokknum. 1919 ^kólamál. Eftir lngólf Jónsson. I. Húsnæðisleysi. í einu blaðinu, sem geflð er út ú Akureyri, stóð nýlega þessi setn- ln8: »Reykvíkingar vilja fá allar öientastofnanir til Reykjavíkur. En »tli þeir vilji láta nemendurnar €ista á götunni milli kenslustund- anaa?“ Þessi ummæli eru þess verð að frau séu athuguð lítið eitt. Það er 1 sjálfu sér ekki undarlegt, þótt ýmsir vilji koma sem flestum frientastofnunum landsins fyrir hér 1 Reykjavík. Hér eru komnir sam- an hinir helztu kensiukraftar, hér 9r fólksfjöldi mikill og hér eru stærstu söfn landsins og skárstu. ®n hinsvegar hafa þeir, sem hafa vilja mentastofnanir sem víðast um landið, mikið til síns máls. d. er enginn vafi á því, að þar aem mentastofnanir eru, hafa þær ®fcki lítil áhrif á andlegt líf hér- aðanna, sem næst eru; þær örva Hiiia andlegu blóðrás, ef svo mætti orði kveða. Það hefir líka sýnt 'sig, að ódýrara er er fyrir nem- •ndur að sækja skóla út um land, •Q hér í höfuðstaðnum. Orsök þess er ekki sízt sú, að skólar utan ^eykjavíkur eru margir heima- vistarskólar. Ummæli blaðsins norðlerzka eru •alls ekki ástæðulaus. Sá, sem þetta íitar, veit, af allmörgum náms- öiönnum, sem heima urðu að sitja nú í vetur, vegna þess bein- Imis, að þeim var ráðið frá því, að koma til höfuðstaðarins. Þeir tengju hvergi inni. Og allmarga veit hann um, sem húsnæði hafa aÖ eins til skamms tíma og sum- ir hafa fyrir einstaka góðmensku hjálpfýsi kunningja sinna, feng- ið að gista þá, ef ske kynni, að t>eim síðar í vetur hepnaðist að ■úetta ofan á húsnæði. Og enn veit Mánudaginn 24. nóvember hann af nokkrum, sem orðið hafa að sætta sig við húsnæði, sem engum siðuðum mönnum, öðrum en reykvíkskum húsnæðisbröskur- um, mundi detta í hug að bjóða til leigu fyrir annað eins okurverð og altof víða líðst hér í bæ, þrátt fyrir húsaleigulögin. Allslaus herbergi eru t. d. leigð fyrir 50 kr. á mánuði og jafnvel meira; og herbergi með „húsgögnum", ef húsgögn skyldi kalla, eru leigð fyrir sama verð og enn þá hærra. Sem betur fer, eru þó undantekningar allmargar frá þessu. Einstaka námsfólk fær vistarveru hjá fólki sem skylur þarfir þess og tekur tillit til þess, hve mjög er orðið erfitt fyrir ungt fólk, sem komast vill til manns, að brjótast upp stórgrýttan veg mentunarinnar. Það er ekki erfitt vegna námsins, heldur vegna dýr- tíðar á öllum sviðum. Dýrtíðar, sem draga mætti úr á ýmsan hátt, væri til meðal námsmanna, það sem nefnt hefir verið samtök. Einhver var fyrir skömmu að kvarta yfir því í „Mbl.“, að stúd- entar væru ekki illar liðnir hjá húsnæðisleigendum. Því miður held eg, að þetta sé ekki á rökum bygt. Minsta kosti hefi eg heyrt hið gagnstæða. Svo mikið er víst, að erfiðlega gengur mörgum að fá inni. Þótt ekkert sé haft á móti sjálfum leigjandanum, þá er það oft sett sem skilyrði fyrir því, að hann fái húsnæði, að hann sjái um, að sem fæstir heimsæki hann. Stundum fæst ekki herbergi, sem auglýst hefir verið, bara vegna þess, að sá sem það vill fá, er skólapiltur. Það koma svo margir til hans!!! í stuttu máli: Reyk- víkingar vilja hafa skóla, en þeir vilja helzt vera lausir við alt skólafólk. Bandalag kyenna heldur aðal- fund í kvöld kl. 8 í húsi K. F. U. M. 23. tölubl. £anðankning jtoregs viBurkenð. Khöfn 22. nóv. Frá París er símað að yfirráð Bandamanna hafi viðurkent full- veldi Noregs yfir Spitzbergen. Khöfn 22. nór. Frá Lundúnum er símað að hinn opinberi ákærandi Hewart hafi fengið umboð til þess að höfða mál móti Yilhjálmi keisara. Qunnar Gunnarsson skáld. Kaupmannahöfn 22. nóv. Gunnar Gunnarsson hefir fengið Ancherska-styrkinn til utanfarar (1000 kr.). Skólafyrirkomulagið í Lithá, í hinu nýstofnaða ríki, Lithá, eru nú 1362 almennir skólar, þar af eru 1222 litháiskir, 49 gyð- ingaskólar, 39 pólskir, 3 rússnesk- ir, 12 lettiskir og 37 þýzkir. — Litháar eru auðsjáanlega að vinna fyrir framgang jafnaðarstefnunnar. .+ Maður rotast. Það slys vildi til í morgun um kl. 8, að brunagafl á húsi, sem verið er að byggja við Óðinsgötu, hrundi, og féll einn steinninn á höfuð Sveini Sveinssyni steinsmið, og beið hann bana af.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.