Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is ðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til lei 2. janúar Síðustu sætin til Frá kr. 119.900 í 13 nætur Kanarí Verð frá 119.900 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi á Roque Nublo. Sértilboð 2. janúar í 13 nætur. Heimsferðir bjóða einstakt tilboð til Kanaríeyja. Við bjóðum fjölbreytt úrval gististaða. Mikil dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kannanir hafa leitt í ljós að stærst- ur hluti erlendra ferðamanna sem sækja Íslands heim yfir vetrartím- ann koma hingað til þess að sjá norðurljósin. Hins vegar er ekki alltaf á vísan að róa um hvort til þeirra sjáist. Hins vegar er alltaf hægt að bregða á loft innsetningum þar sem ljósin eru í aðalhlutverki og slíkt ætlum við einmitt að gera á Vetrarhátíð,“ segir Einar Bárð- arson, forstöðumaður Höfuðborg- arstofu. Gjörningar og geislar Vetrarhátíð í Reykjavík 2014 verður dagana 6. til 15. febrúar á næsta ári. Síðustu daga hafa verið hér á landi listamenn sem einbeita sér að ljósalist; það er gjörningum þar sem ljósgeislar í ýmsum út- færslum verða að list. Átta erlendir listamenn voru á landinu um helgina til þess að kynna sér aðstæður til svona listsköpunar. Hún ræðst eðli málsins samkvæmt mikið af landi og staðháttum og því var listamönnum mikilvægt að skoða staðinn. Munu þeir nú í fram- haldinu þróa verk sín og koma svo aftur til landsins í febrúar þegar Vetrarhátíð hefst – og verða þá með listina í farteskinu. Varpa ljósi á fegurð borga „Ljósalistahátíðir eiga vinsældum að fagna í dag. Slíkar eru í dag haldnar til dæmis í Lyon í Frakk- landi, Helsinki í Finnlandi og Sydn- ey í Ástralíu. Í orðsins fyllstu merk- ingu varpa þær ljósi á fegurð borga og líklega hæfir svona hátíð hvergi betur en í Reykjavík sem er í myrkri allan veturinn og ljósið kær- komið,“ segir Einar. Rétt eins og Menningarnótt að sumri byggist Vetrarhátíð upp á þátttöku borgarbúa og annarra. „Við reynum að virkja sem flesta til samstarfs og þátttöku. Eins og endranær verða Safnanótt og Sund- lauganótt á dagskránni, en svo mun fólk í lykilstofnunum borgarinnar, til dæmis háskólunum, félagasam- tökum, félagsmiðstöðvum og ein- staka listamenn taka þátt í þessari skemmtilegu hátíð og er fólk þar hvatt til að þróa sín ljósalistaverk í allskonar útfærslum.“ Morgunblaðið/Ómar Ljósberar Listamennirnir sem taka þátt í Vetrarhátíð voru í Austurvelli í gær. Þeir eru Tine Bech, Inuk Silis Hø- egh, Kitty Von-Sometime, Kristján Kristjánsson, Örvar Halldórsson, Ulf Pederson og Jakob Kvist. Ljósið er kærkomið og list brugðið á loft  Vetrarhátíð í febrúar verður með nýstárlegu sniði „Að fólkið í sóknunum hafi viljað velja sér prest í almennum kosn- ingum segir mér að safnaðarvit- undin er sterk. Trúin og kirkjan skiptir fólkið máli. Prestsins er svo að sá í frjóan svörðinn. Sum fræin bera ávöxt en önnur ekki – og þannig er lífið í hnotskurn,“ segir Páll Ágúst Ólafsson guð- fræðingur. Páll Ágúst er væntanlegur sóknarprestur á Staðarstað á sunnanverðu Snæfellsnesi, en íbúar í sex sóknum þar völdu sér prest í almennum kosningum sl. laugar- dag. Páll Ágúst fékk 62 atkvæði af 203 greiddum. Davíð Þór Jónsson fékk 57 atkvæði og 22 studdu Arn- ald Mána Finnsson. Aðrir fengu færri atkvæði. „Nei, ég hef engin tengsl á Snæ- fellsnesið en heillaðist strax af mannlífi og staðháttum þegar ég fór vestur til kynna mér svæðið, þá staðráðinn í að sækja um brauðið. Mér hefur fundist mjög áhugavert að fara um og spjalla við fólkið. Gestrisnin er einstök; ég hef drukk- ið kaffi á mörgum bæjum og borðað kynstrin öll af kleinum,“ segir Páll Ágúst. Hann lauk prófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2007. Í framhaldinu fór hann í guðfræðina og hefur síðustu árin starfað sem framkvæmdastjóri Háteigskirkju. „Að verða prestur úti á landi finnst mér einstakt tækifæri og fjöl- skyldan hlakkar til að fara vestur,“ segir Páll Ágústsson sem er kvænt- ur Karen Lind Ólafsdóttur. Þau eiga tvö börn og það þriðja er vænt- anlegt með vorinu. sbs@mbl.is Svörður er frjór og fræ bera ávöxt  Páll Ágúst Ólafsson prestur á Stað- arstað  Kleinur og drukkið kaffi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Staðarstaður Alls eru átta kirkjur í prestakallinu sem er mjög víðfeðmt. Páll Ágúst Ólafsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Nýtt umhverfismat þarf fyrir nýjan Álftanesveg ef dómsmál sem náttúru- verndarsamtök hafa höfðað vegna framkvæmdanna í Gálgahrauni falla þeim í vil. Þetta segir Skúli Bjarna- son, lögmaður samtakanna. Hann gagnrýnir orð Erlings Ás- geirssonar, formanns bæjarráðs Garðabæjar, í Morgunblaðinu á föstu- dag þar sem hann sagði að baráttan um framkvæmdina væri töpuð fyrir náttúruverndarsamtökin og þó að þau hefðu sigur fyrir dómi breytti það engu um niðurstöðuna. Þau fjalli að- eins um málsmeðferðina og ef niður- staða dómstóla væri sú að henni væri ábótavant þá yrði bætt úr því. Niður- staðan yrði engu að síður sú sama. Þetta segir Skúli vera fjarri sanni. „Það er alveg rétt að dómsmálin snúast fyrst og fremst um formhlið málsins. Ef dómur fellur okkur í vil þarf að gefa út framkvæmdaleyfi að nýju og þar með þarf að fara yfir um- hverfismatið aftur. Það er hvorki á forræði Vegagerðarinnar né Garða- bæjar,“ segir Skúli. Forsendur breytast Í viðtalinu í blaðinu á föstudag sagði Erling að vilji væri til þess í bæjarstjórn Garðabæjar að hætta við að framlengja Vífilsstaðaveg og friða stærri hluta af hrauninu. Þetta segir Skúli að myndi einnig kalla á að nýtt umhverfismat yrði gert vegna vegarins og það sé hluti af dóms- máli náttúru- verndarsamtak- anna. „Forsenda [núgildandi] umhverf- ismatsins er að þessir vegir verði lagðir samtímis. Nú eru menn farnir að tala um hátt og í hljóði, bæði Vega- gerðin og Garðabær, að það verði hætt við framlengingu Vífilsstaða- vegar. Þá segir það sig auðvitað sjálft að forsendur Álftanesvegar eru allt aðrar. Þetta er auðvitað reiknað út saman, hvað varðar umferðarþunga, dreifingu og fleira. Ef það er búið að gera umhverfismat er það ekki fram- kvæmdaaðila að ákveða hvað hann tekur af því og hvað ekki. Það verður að taka framkvæmdina í heild,“ segir Skúli. Með þessu sé hann ekki að segja að náttúruverndarsamtökin vilji að Víf- ilsstaðavegur verði framlengdur heldur þýði þetta að forsendur nýs Álftanesvegar séu orðnar allt aðrar. „Ef það á að breyta og fella niður í framkvæmdinni þá kallar það á nýtt umhverfismat, ekki spurning.“ Niðurstaðan sé ekki ráðin  Lögmaður náttúruverndarsamtaka gagnrýnir orð formanns bæjarráðs Garða- bæjar um baráttuna um Gálgahraun  Dómsmál gætu kallað á nýtt umhverfismat Skúli Bjarnason Vetrarhátíð í Reykjavík, sem verður dagana 6. til 15 febrúar á næsta ári og nær að þessu sinni yfir tvær helgar, nefnist upp á ensku; Winter Lights Festival. Hugmyndin nú er að gera hátíðina með nýjum áherslum áhugaverðari fyrir erlenda gesti. „Við teljum að hátíðin verði þegar fram líða stundir aðdráttarafl í því að fá hingað erlenda ferðamenn yfir háveturinn,“ segir Einar. Vetrarhátíð var fyrst 2002 og hefur unnið sér sess á þeim tíma. Hún er hluti af sérstakri ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar sem gildir til 2020, en stoðir henn- ar eru borg menningar, heilsu, ráðstefna og vetrar. Þess má og geta að á Vetrarhátíð verður sérstakt til- legg listamanna frá Detroit – og helgast það af samstarfi Vetrarborg- arinnar við Icelandair sem fyrir nokkrum misserum hóf reglulegt áætl- unarflug til borgarinnar bandarísku. Nýjar áherslur séu aðdráttaafl VETRARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK HALDIN FRÁ ÁRINU 2002 Einar Bárðarson Skúli gerir einnig athugasemd við þau orð Erlings að málin hafi farið í allt annan farveg með kærum og málaferlum eftir að Skúli hafi tekið við sem lögmað- ur íbúa við Gálgahraun. Þessu segist Skúli taka sem hrósi, þó það sé vísast ekki hugsað þannig. „Það hefur svo sannarlega sýnt sig í þessari baráttu að ekki hefur af veitt að einhver liðsinni náttúruverndar- sinnum á Íslandi og samtökum þeirra með kröftugum hætti í fjandsamlegu umhverfi þar sem öllum ráðum er beitt til að halda þeim utan girðingar.“ Tekur þeim sem hrósi UMMÆLI ERLINGS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.