Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Stundum eru fullveldissinnarþjóðar spurðir með þjósti, hvers vegna í ósköpunum þeir vilji ekki ganga í ESB. Þá er því eðli- lega svarað, að slík rök séu yfir- fljótandi, en best fari á því, að þeir sem vilji hverfa frá harð- sóttu fullveldi þjóð- ar, sýni fyrst á sín spil.    Evran,“ svöruðumenn lengi vel, „evran.“    En eftir að evran breyttist íhengingaról þjóða sem liggja of langt frá Brandenborgarhliðinu varð fátt til að styðja boðskapinn.    En ESB-sinnum leggst þó eitt-hvað til. Nýlega var sagt frá því, hve kommissörum var brugðið þegar áreiðanlegar fréttir sýndu að Finnar notuðu helmingi meira vatn í sína klósettkassa en þeir í Lúxemborg í sína. Hart var auð- vitað brugðist við og fyrirskipað að samræma skuli klósettkassa í ESB innan fárra ára. Vegna anna hefur hins vegar ekki enn náðst að ljúka tilskipun um hvenær sól- arhrings einstakar þjóðir skuli nýta sína kassa.    En ekki hafði fyrr tekist aðkoma í veg fyrir að einstakar þjóðir ESB áskildu sér rétt til að ráða, eða sem enn verra er að skipta sér af, stærð klósettkassa, en óvænt var upplýst að sumar ryksugur á ESB-svæðinu eru 1.800 W. (Kannski hefur Snowden kom- ist yfir þetta laumuspil).    Þetta var mikið reiðarslag, ennú hafa Barroso og hans menn sem betur fer ákveðið að eftir 2017 megi engin ryksuga í álfunni vera meira en 900 W. Hvað segja fullveldisvinir nú? Jose Manuel Barroso Aðildarrökin hrannast upp STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -3 skýjað Nuuk -3 alskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 6 skúrir Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 7 alskýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 8 skýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 11 léttskýjað París 10 heiðskírt Amsterdam 8 slydda Hamborg 10 léttskýjað Berlín 8 léttskýjað Vín 11 skýjað Moskva 7 skúrir Algarve 20 léttskýjað Madríd 17 skýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 18 heiðskírt Winnipeg 3 skýjað Montreal 1 léttskýjað New York 9 alskýjað Chicago 8 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:22 17:02 ÍSAFJÖRÐUR 9:41 16:53 SIGLUFJÖRÐUR 9:24 16:35 DJÚPIVOGUR 8:55 16:28 Ekki lítur út fyrir að Náttúru- minjasafn Íslands flytji í Perluna í bráð þó vinna við fyrirhugað safn þar sé í gangi. „Það er búið að samþykkja 400 milljónir í safnið samkvæmt fjár- lögum 2013 en með nýrri ríkisstjórn eru breyttar tekjuforsendur, nýting- arheimildin liggur nú hjá mennta- málaráðuneytinu og þá þarf að taka þetta fyrir í fjáraukalögum ársins 2014. Sú umræða hefur ekki farið fram,“ segir dr. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. „Það hefur verið unnið í þessu máli á lágstemmdum nótum frá því í júní, unnið með borginni og arki- tektum hússins í tengslum við sýning- arhald þarna inni.“ Hilmar segir að það fari upp nátt- úruminjasýning í Perlunni á end- anum en það sé bara spurning hve- nær. „Það er hægt að opna sýningu í áföngum. Hryggjarstykkið í sýning- arhaldinu er steypireyðarbeinagrind- in og það væri hægt að koma henni upp fyrir árslok á næsta ári. Þannig er hægt að byrja strax þó ekki sé mjög miklu til kostað og byrja að hala inn tekjur af aðgangseyri til að geta byggt safnið upp áfram. Á þremur ár- um er vel hægt að setja upp mjög sómasamlega sýningu,“ segir Hilmar. Sögusafnið, sem hefur verið í Perl- unni undanfarin ár, mun flytjast í Allianz-húsið úti á Granda. Nú er unnið að breytingum á því húsi undir safnið sem verður væntanlega opnað þar í byrjun næsta árs. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Perlan Náttúruminjasafn fer þangað. Sett upp í áföngum  Náttúruminjasafn í höndum Alþingis Unnur Valborg Hilmarsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Unnur hefur 20 ára reynslu af rekstri og stjórnun, sem aðstoðarframkvæmd- astjóri Hreyfingar, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi, stofnandi og eigandi Vend- um stjórnendaþjálfunar sem er leiðandi fyr- irtæki á sviði markþjálfunar á Íslandi. Unnur hefur auk þessa komið að hinum ýmsu frum- kvöðlaverkefnum. Unnur hefur BEd-próf frá KHÍ, diploma í viðskipta- og rekstrarfræðum frá EHÍ auk þess að hafa hlotið víðtæka þjálfun í námskeiða- og fyrirlestrahaldi, lóðsun, þjálf- un þjálfara og sölu- og sölustýringu. Unnur hefur lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Coach University og Opna háskólanum í Reykjavík og hefur ACC-vottun frá ICF, Int- ernational Coach Federation. Nýr framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands tekinn við Unnur Valborg Hilmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.