Morgunblaðið - 04.11.2013, Page 23

Morgunblaðið - 04.11.2013, Page 23
um allt og ekkert. Minningarnar eiga eftir að lifa með mér alla tíð. Þín vinkona, Ragnheiður Jóna Grét- arsdóttir (Ragga skáti). Í dag kveðjum við okkar ást- kæru vinkonu, Thelmu Björk, sem var okkur afar kær. Ótal minningar koma upp í hugann um útilegur, jeppaferðir, partí, sumarbústaði, barnaafmæli, mat- arboð og margar fleiri sem ylja okkur um ókomna tíð. Að sama skapi er svo ólýsanlega sárt að vita til þess að þær verða ekki fleiri. Þórsmörk verður ekki söm án hennar. Það er svo sárt að horfa upp á 36 ára tveggja barna móður, unnustu, dóttur, systur, frænku og vinkonu kippt í burtu fyrirvaralaust. Hún var alltaf svo dugleg og eljusöm, það voru aldr- ei nein vandamál og aldrei neitt stress, hún tók öllu með jafnaðar- geði og það var alltaf gott að leita til hennar enda var hún ávallt úr- ræðagóð, hjálpsöm og með góðar ráðleggingar á reiðum höndum. Hún var mikið náttúrubarn og var mjög dugleg að ferðast um landið með fjölskyldu og vinum. Thelma var vinamörg og sást það vel á kyrrðarstundinni sem haldin var í skátaheimili Skjöld- unga að kvöldi dagsins örlaga- ríka þar sem húsfyllir var. Hún var límið sem hélt vinunum sam- an og reyndist örlagavaldur í lífi margra enda átti hún óbeinan þátt í að allnokkur sambönd og börn eru til í dag, meðal annars okkar. Það var í mars aldamóta- árið 2000 að til stóð að fjölmenna í skemmtiferð í bústað og án þess að spyrja bauð hún vini sínum og vini hans með. Það varð ekki aft- ur snúið; báðir gengu þeir út og eiga nokkur börn í dag, þótt ekki fyndi hún Gumma sinn fyrr en nokkrum árum síðar og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Fleiri dæmi má nefna um sambönd sem ekki væru til í dag ef ekki væri fyrir Thelmu. Elva Rut hóf skólagöngu sína í Ingunnarskóla í haust og var allt- af jafn gaman að rekast á Thelmu á bílastæðinu fyrir utan eða veifa til okkar brosandi í glugganum á Maríuborg. Nú segist hún ætla að veifa skærustu stjörnunni á himninum í staðinn. Það er ómögulegt að sætta sig við að fá ekki að njóta nærveru Thelmu lengur. Heimurinn er fátækari án hennar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku hjartans Gummi okkar, Margeir Óli, Brynja Líf, Gurrý, Gunni, Hildur og Jón Grétar. Missir ykkar er þyngri en orð fá lýst. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning okkar góðu vinkonu og megi hún hvíla í friði. Ragnhildur Sigurðardóttir, Vilhjálmur Halldórsson og Elva Rut Vilhjálmsdóttir. Það er okkur um megn að skilja af hverju þér var kippt út úr lífi okkar svo fljótt. Þinn tími var síður en svo kominn og sitj- um við eftir og störum út í loftið með spyrjandi augum, af hverju? Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér, hlýju þinni og alúð, þakklæti fyrir útilegurnar, kvöldvökurnar, jeppa- og bústaðaferðirnar, spila- kvöldin og allar hinar skemmti- legu samverustundirnar. Sveinlaug: Ég er þér ævinlega þakklát fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman, við sinntum skátastarfinu saman af mikilli gleði og ástríðu og um tíma bjuggum við nánast í skáta- heimilinu í Sólheimunum. Saman deildum við ýmsum leyndarmál- um svo sem fyrstu stefnumótun- um, fyrstu ástinni og fyrstu djömmunum, og ekki síst öllum skrautlegu rúntunum á Peugeot- inum. Það verðmætasta sem þú gafst mér var að koma okkur og Magga saman. Nú kveðjum við yndislega vin- konu og megi minning þín lifa um ókomna tíð. Kæri Guðmundur Skúli, Mar- geir Óli, Brynja Líf og fjölskylda Thelmu Bjarkar, við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur og megi guð gefa ykk- ur styrk á þessum erfiðu tímum. Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær sem einhver okkar hlóð, upp um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær. Öll þau yndisfögru kvöld, okkar litlu skátatjöld, eru gömlum skátum endurminning kær. Þegar varðeldarnir seiða og við syngj- um okkar ljóð, suðar fossinn og töfrahörpu slær. (Haraldur Ólafsson) Kveðja, Sveinlaug og Magnús (Maggi). Hún Thelma dó í morgun. Þessum orðum gleymir maður ekki. Það var eins og maður væri sleginn, varð allur svo dofinn og eins og tíminn stæði í stað en svo áttar maður sig á því hvað þessi orð merkja. Þau merkja það að hún Thelma er ekki lengur á meðal okkar. Hún Thelma sem var alltaf svo glöð og hress og alltaf var hún tilbúin að hjálpa þegar einhver þurfti aðstoð við að flytja eða eitthvað annað, þá mættu þau Gummi og drifu verk- ið af. Það var alltaf eins og þetta væri létt verk þótt það hafi vaxið manni í augum í upphafi. Við eig- um eftir að minnast allra göngu- túranna, afmælanna, jólaboð- anna og útileganna þar sem Thelma var alltaf tilbúin að leika við börnin og alltaf var hún bros- andi. Þótt manni fyndist hama- gangurinn mikill var Thelma allt- af jafnróleg. Við samhryggjumst ykkur innilega, elsku Gummi, Brynja Líf og Margeir Óli. Gurrý og Gunni, Jón Grétar og Hildur. Hugur okkar er með ykkur. Dagný og Svavar. Takk fyrir samveruna elsku Thelma okkar, þín verður sárt saknað. Minningarnar streyma fram og samverustundirnar rifjast upp, hvort sem það voru bústaða- ferðir, útilegur, heimsóknir eða annað þá var alltaf gaman hjá okkur og andrúmsloftið afslapp- að. Nærvera þín var bara svo þægileg og húmorinn yndislegur. Þér og Gumma þínum þökkum við fyrir okkur, því án ykkar væru engin „Stebbi og Día“. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku Gummi, Margeir Óli, Brynja Líf, Gurrí, Gunni, Hildur, Jón og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Stefán, Díana, Borgþór og Lára Jóhanna. Elsku besta vinkona mín, Þetta er svo ósanngjarnt, hver tekur svona ákvörðun? Að taka þig frá yndislegum manni og tveimur yndislegum börnum, dásamlegum foreldrum og systk- inum og vinum sem elska þig og dá. Þú varst snillingur á mörgum sviðum, upp úr stendur fram- koma þín og þolinmæði við börn, ekki bara þín eigin heldur öll börn. Þú gafst þér alltaf tíma til að tala við þau, spyrja hvernig þau hefðu það og hvað þau væru búin að vera að stússa sem er mikill mannkostur og einkenndi þig, Thelman mín. Ég á fallegar og góðar minn- ingar um þig, elsku vinkona.Við kynntumst fyrir rúmlega 28 ár- um – ég varð heimalningur á þínu heimili og þú á mínu. Við áttum margar góðar stundir saman, eiginlega alveg óteljandi margar sem ég er afar þakklát fyrir. Við vorum miklir sálufélagar og hleyptum engum inn í gengið sem státaði af okkur tveim. Held satt best að segja að það hafi ekki allir skilið okkur og okkar fífla- skap en því höfðum við ekki áhyggjur af og vorum saman bara tvær í nokkur ár í okkar eig- in heimi. Það truflaði okkur fátt nema kannski það að eiga ekki al- veg eins hluti foreldrum okkar til talsverða útgjalda. Ég man kvöldið sem þú bauðst mér í heimsókn og vildir kynna mig fyrir honum Gumma þínum, fundurinn fór fram en ekki eins og vonir stóðu til en ansi mikið erum við búnar að hlæja að því síðustu ár. Heppinn er hann Gummi að hafa kynnst þér, elsku Thelma, og þú honum. Þið voruð svo falleg og flott saman. Svo ég tali nú ekki um litla drenginn sem fylgdi Gumma, Margeir Óla, sem þú hugsaðir um og annaðist af alúð, hlýju og umburðarlyndi eins og góðri mömmu sæmir og þér var lagið. Síðar eignuðust þið litla augasteininn ykkar hana Brynju Líf; elsku litla krúttan – mikið finn ég til í hjartanu að vita til þess að þau fái ekki að njóta þín lengur. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar hvort sem var í bústaði, fellihýsið eða í Gullengið, alltaf leið manni vel og var velkomin. Núna í ágúst á Bifröst þegar við Krummi brunuðum til ykkur í bústað og áttum notalegan tíma með ykkur fjölskyldunni og for- eldrum þínum. Tekið á móti okk- ur með kossum og ykkar fasta og trygga faðmlagi sem var sameig- inlegt „vörumerki“ ykkar Gumma. Laugardagurinn um daginn þar sem við Krummi ætluðum að stoppa stutt hjá ykkur og end- uðum í hádegismat, kaffihress- ingu og svo hann í kvöldmat með skutli heim og við ræddum í sím- ann um kvöldið hversu vel þeir næðu saman gaurarnir okkar og að við þyrftum að hittast oftar með þeim. Kvöldið sem við sátum fram á nótt í góðra vina hópi og fórum yfir öll heimsins mál, Gummi sagði okkur að þegar þið mynduð gifta ykkur þá vildi hann að Mar- on gerði það og við hlógum og ímynduðum okkur hvernig at- höfnin færi fram og hvar þyrfti að sækja um leyfi. Ekki grunaði mig að það væri okkar síðasti hittingur þegar þú komst með litlu snúlluna þína í heimsókn 20. október, við áttum gott spjall og kvöddumst á tröpp- unum eins og venja var. Brynja Líf spjallaði við hænurnar og kvaddi þær og ég horfði á eftir ykkur inn í bíl, þú hlæjandi með þinn smitandi hlátur og við ákveðnar í að það væri stutt í næsta hitting – það kemur að honum en því miður ekki strax. Yndislega Thelman mín, ég sakna þín Þín vinkona Björk Rafnsdóttir. Elsku vinkona mín, hún Thelma Björk, er fallin frá og eft- ir situr stórt gat í hjarta mínu. Hún var með eindæmum yndis- leg, góðhjörtuð, hjálpsöm, frá- bær móðir og ótrúlega kraftmik- il. Ég kallaði hana alltaf vinkonuna með gullhjartað. Allt- af var hægt að treysta á hana. Þótt lífið sé ósanngjarnt og hún tekin frá okkur allt of snemma er ég svo óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni þann stutta tíma sem hún fékk að vera með okkur. Ég kynntist Thelmu Björk þegar ég byrjaði í Skjöldungum 10 ára gömul. En okkar vinskap- ur byrjaði þó ekki fyrr en við fór- um að starfa saman. Fyrst var ég flokksforingi hjá henni og síðar vorum við sveitarforingjar sam- an fyrir Ferfætlusveit. Við skemmtum okkur konunglega á þessum tíma enda var góður hóp- ur í kringum okkur og mikið líf í skátastarfinu. Á þessu tímabili var líka mikið ferðast um landið, gengið á fjöll, farið í útilegur og á sveitaböll. Það var líka ósjaldan rúntað um götur bæjarins á gráa Peugeotnum, borðað popp með súkkulaði og appelsínutrópí. Eitt sinn ætluðum við að ganga upp í Kút á Hellisheiðinni í svartaþoku. Við byrjuðum að elta vörðurnar, en það gekk ekki vel þegar á leið. Að lokum snerum við við og þá beið eftir okkur lög- reglubifreið því þeir höfðu verið að fylgjast með þessum ljósum á ferð um heiðina. Við fengum því lögreglufylgd til Hveragerðis við hið skemmtilega lag „I’m Blue (Da Ba Dee Da Ba Die)“. Þeir hækkuðu í botn og þeir tóku Night at the Roxbury-höfuð- sveiflu. Við höfum nú mikið gert grín að þessari lögreglufylgd okkar. Vænst þykir mér þó um Þórs- merkurferðirnar okkar. Ég hef ekki tölu á öllum ferðunum sem við fórum saman. Það skipti ekki máli hvort það var tveggja manna kúlutjald eða fellihýsi, þar leið okkur alltaf vel. Oftar en ekki tókum við að okkur að vera land- verðir, en alltaf með því skilyrði að við fengjum frí á laugardags- kvöldum. Við höfum alltaf náð að halda sambandi þrátt fyrir búsetu mína erlendis og þegar við heyrðumst var alltaf eins og við hefðum heyrst í gær. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað við náðum vel sam- an þrátt fyrir hvað við erum ólík- ar. En mér þykir mjög vænt um hvað sambandið okkar var aftur orðið sterkt síðustu ár. Það er nú helst að þakka börnunum okkar. Það hefur verið svo gaman að fylgjast með Thelmu Björk í móðurhlutverkinu. Hún hefur staðið sig svo vel og náð svo vel til Margeirs Óla og hann hefur verið svo duglegur í hlutverki stóra bróður hennar Brynju Lífar. Við skunduðum í gönguferðir, bæjar- ferðir og kaffihúsaferðir með stelpurnar og þær voru svo kátar með hvor aðra. Svo var stundum skutlast í kaffi í Gullengið eða fjölskyldan til okkar í Espigerðið. Þessa tíma á ég eftir að sakna mikið. Ef ég verð til hálfs jafn góð móðir og hún var þá verð ég hamingjusöm móðir. Elsku Gummi, börn og fjöl- skylda, megi minningin um Thelmu Björk lifa með ykkur og gefa ykkur styrk í þeirri þraut sem þið gangið núna í gegnum. Hvíl í friði, elsku vinkona, takk fyrir allar góðu minningarnar. Þyrí. Á köldu haustkvöldi streyma fram minningar um yndislega vinkonu. Á stundu sem þessari er ég í senn þakklát fyrir þann tíma sem við fengum og sár yfir því að hafa ekki fengið meiri tíma til að skapa fleiri góðar minningar. Leiðir okkar Thelmu lágu saman í skátunum fyrir um 23 árum þegar hún tók við sem flokksfor- ingi minn í Gazellum. Thelma hafði brennandi áhuga á því sem hún var að gera og eftir mikla svaðilför á skátamót í Danmörku árið 1992 var það nokkuð ljóst að hún gæfist ekki svo auðveldlega upp. Árin liðu og við tók vinátta sem var ómetanleg. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman, hvort sem það var heima eða að heiman og alltaf var mikil gleði og glaumur sem einkenndi þær stundir. Nú þegar leiðir skilja situr eftir lítil fjölskylda sem vantar klettinn sinn. Thelma var svo lánsöm að kynnast Gumma, þau bjuggu sér og Margeiri Óla syni Gumma fal- legt heimili í Gullenginu. Thelma tók Margeiri strax opnum örm- um og gaf honum allt það sem hún gat gefið af sér og sömu sögu má segja um Margeir, það gaf Thelmu heilmikið að hafa hann í lífi sínu. Fjölskyldan stækkaði og fæddist þeim Gumma dóttirin Brynja Líf haustið 2011. Tími þeirra sem fjölskylda var alltof stuttur en ég trúi því og treysti að Thelma hafi lagt grunn að góðri framtíð hjá þeim systkinum og þetta sé tími sem þau muni alltaf búa að. Það er mikið verk fyrir höndum hjá Gumma en hann, svona heilsteyptur og góð- ur, mun fara vel með það verk. Thelma var ekki mikið fyrir að trana sér fram eða bera tilfinn- ingar sínar á torg, en hún var traustur vinur, mat heiðarleika mikils og var alltaf til staðar. Við fráfall hennar myndaðist stórt skarð í litla vinahópinn okkar, skarð sem ekki verður fyllt en við munum ylja okkur við góðar og fallegar minningar um yndislega vinkonu. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku fjölskylda, Gummi, Margeir Óli, Brynja Líf og aðrir ástvinir, hugur minn er hjá ykk- ur. Linda Frederiksen. Thelmu kynntist ég í Skátafé- laginu Skjöldungum þegar ég var um 10 ára gömul. Hún var foring- inn minn í skátaflokknum Gazell- um og fjórum árum eldri en ég. Þegar ég hugsa til þess í dag þá skil ég hversu mikil vinna þetta var fyrir Thelmu, eitthvað sem ég hugsaði lítið um þegar ég var í flokknum. Við vorum margar stelpurnar í flokknum og allt annað en rólegar. Thelma náði hinsvegar með þolinmæði, þraut- seigju og einstökum áhuga á skátastarfinu að halda hópnum saman og í dag eru bestu vinkon- ur mínar margar hverjar út skát- unum. Sumarið 1992 fór stór hóp- ur af stelpum úr skátafélaginu á skátamót í Danmörku. Þetta mót var afar skemmtilegt, mikið gekk á en við vorum átta stelpur sam- an í tjaldi og Thelma foringinn okkar en ég get ímyndað mér að Thelma hafi verið ansi þreytt eft- ir mótið. Hún var stór partur af því að gera þessa ferð ógleym- anlega og sýndi þar og sannaði hversu óeigingjörn og fórnfús hún var. Vinahópurinn úr skátunum hefur haldið sambandi í mörg ár, farið í ótal útilegur, gítarpartí, sumarbústaðaferðir eða dags- ferðir um landið og var það oftast að frumkvæði Thelmu sem við komum saman. Þegar Thelma kynntist Gumma stækkaði svo vinahópurinn enn frekar. Einn daginn fyrir um þremur árum fengum við vinirnir tölvupóst frá Thelmu þar sem við vorum beðin um að mæta við Langholtskirkju á laugardegi og sagði Thelma ekki mikið meira í póstinum. Margir veðjuðu á að nú ætluðu Thelma og Gummi að ganga í það heilaga. Sú varð ekki raunin, heldur hafði Thelma skipulagt póstaleik um hverfið, með alls- konar þrautum, sem endaði í mat og drykk í Gullenginu hjá þeim Gumma. Þetta var æðislegur dagur sem aldrei gleymist. Ég fékk að vinna með Thelmu, fyrst hjá Símanum og svo í skáta- heimilinu fyrir um tveimur árum. Það var frábært að vinna með henni. Hún gekk alltaf beint í verkin og það var alltaf hægt að treysta á hana. Hún var vinsæl í skátafélaginu meðal allra, vann þar ótrúlegt starf og margir eiga Thelmu margt að þakka fyrir það. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá Thelmu og hún hafði frábær- SJÁ SÍÐU 24 MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 29, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Ástfríður M. Sigurðardóttir, Jón Gíslason, Hulda Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, Austurvelli, Eyrarbakka, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 2. nóvember. Þórhildur Gísladóttir, Einar Kjartansson, Kristján Gíslason, Ólöf Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Guðbjörn Ólafsson, Margrét Bragadóttir, Bjarni Jakobsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, HÁKON SVEINN DANÍELSSON, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést miðvikudaginn 30. október. Valgerður Proppé, Elísabet Hákonardóttir, Halldór K. Valdimarsson, Marteinn Hákonarson, Helgi Daníelsson, Sigrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.