Morgunblaðið - 04.11.2013, Side 24

Morgunblaðið - 04.11.2013, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 an húmor. Ég á Thelmu margt að þakka og það eru ótal góðar minningar sem nú rifjast upp. Í gegnum Thelmu kynntist ég mörgum góðum vinum og hóp- urinn í kringum Thelmu var stór. Thelma var límið sem hélt öllum saman og drifkrafturinn í svo mörgu. Minningin um einstaka stelpur mun lifa með okkur um ókomna tíð. Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær sem einhver okkar hlóð, upp um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær. Öll þau yndisfögru kvöld, okkar litlu skátatjöld, eru gömlum skátum endurminning kær. Þegar varðeldarnir seiða og við syngj- um okkar ljóð, suðar fossinn og töfrahörpu slær. (Haraldur Ólafsson.) Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég Gumma, Mar- geiri, Brynju, fjölskyldu og vin- um Thelmu. Margrét Hanna Bragadóttir. Stundum er raunveruleikinn of napur til þess að hægt sé að skynja hann að fullu. Þannig varð mér við þegar ég heyrði að Thelma væri látin. Það var mikil sorgar- og harmafregn. Við vorum samstarfskonur í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 um árabil. Hún mætti þar til vinnu síðdegis þegar ég var um það bil að ljúka minni. Hún gerði allt hreint og fágað á meðan ég hélt áfram að hamast í tölvunni. Það var hluti af hvunndeginum að hitta Thelmu, spjalla kannski lítið eitt saman og kveðjast. Thelma var falleg kona, hlý, ein- örð, vel verki farin og einstaklega björt yfirlitum þrátt fyrir dökka hárið. Stundum kom hún með drenginn sinn með sér hann Margeir Óla og hann aðstoðaði hana af alúð og væntumþykju. Stundum kom maður hennar Guðmundur Skúli og lagði hönd á plóginn ef hann var þá ekki með stúlkuna þeirra litlu, Brynju Líf, í fanginu og hún skondraði síðan um sátt og sæl á meðan fjölskyld- an kláraði verkefni dagsins í sameiningu. Það var gott að skilja við vinnustaðinn síðdegis undir verndarhendi Thelmu Bjarkar Gunnarsdóttur. Strengur hefur brostið í þess- ari hrífandi og hlýju fjölskyldu. Sá strengur ómar en ómur hans er ekki einungis voldugur, ekki einungis fagur heldur og skín- andi bjartur og mun vísa veginn eins og tindrandi leiðarstjarna inn í framtíðina. Megi allt sem gott er styrkja og vernda Brynju Líf, Margeir Óla og Guðmund Skúla. Ásdís Skúladóttir, fyrrv. forstöðumaður í Fé- lagsmiðstöðinni í Hæð- argarði 31. Thelma er dáin. Þau voru mér þung og erfið sporin inn á kaffi- stofuna í Maríuborg til að til- kynna þeim sem þar voru þessa sorgarfrétt. Það voru margar til- finningar og spurningar sem brutust fram í starfsmannahópn- um, og sá tími sem eftir lifði dags mjög erfiður í starfinu með börn- unum. En lífið er óútreiknanlegt og oft óréttlátt. Af hverju hún Thelma okkar sem var á besta aldri og átti allt lífið framundan. Thelma var frábær matráður og verður mjög erfitt að fylla í það skarð sem nú hefur myndast í starfsmannahópnum í Maríu- borg. Hún var ákaflega hófsöm, góð, vandvirk og metnaðarfullur starfsmaður. Oft er sagt að hjarta hússins slái í eldhúsinu og getum við í Maríuborg verið full- komlega sammála því. Hún stjanaði við okkur starfsfólkið á allan hátt og börnin biðu spennt eftir matnum frá eldhúsinu. Hún vildi öllum svo vel og gerði allt fyrir alla sem getur nú verið ansi flókið þegar matur er annars vegar. Eldhúsið var alltaf svo hreint og snyrtilegt svo að eftir var tekið, allt sem þaðan kom svo gott og fallega fram borið. Matseðlarnir hennar báru þess gott vitni hversu metnaðar- full og vandvirk hún var. Þeir voru jafnan fallega skreyttir eftir því sem við átti hverju sinni. Okkur verður hugsað til Brynju Lífar, litla gullmolans hennar sem hún hafði þráð svo lengi, einnig til Margeirs Óla og Gumma sem öll eiga um sárt að binda. Thelma tjáði sig ekki mikið um sína nánustu í vinnunni en það sem maður heyrði og fann frá henni var mikil umhyggja og ást í þeirra garð. Starfsmannahópurinn átti yndislega minningarstund í Mar- íuborg þar sem við minntumst Thelmu okkar, þökkuðum henni fyrir allt það sem hún gaf og gerði fyrir okkur þau fjögur ár sem hún starfaði á leikskólanum. Viljum við þakka séra Sigríði sóknarprestinum okkar í Grafar- holtinu kærlega fyrir fallega og ógleymanlega stund og stuðning á þessum erfiða tíma. Fyrir hönd starfsmanna, barna og foreldra Maríuborgar vil ég þakka Thelmu fyrir allt hennar góða starf og samveru- stundir. Guð gefi fjölskyldu hennar og vinum styrk á erfiðum tíma. Blessuð sé minning þín, elsku Thelma Björk. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri Maríuborg. Elsku hjartans Thelma mín er dáin. Það eru stundum algjörlega óskiljanlegir atburðir lífsins. Ég kynntist Thelmu fyrir um 4 árum en þá byrjaði hún að vinna hjá okkur í Maríuborg. Hún var hæg, róleg og hélt sig til hlés til að byrja með en það breyttist fljótt og í ljós kom ótrúlega hnyttin kona sem sá spaugilegu hliðarn- ar á hlutunum. Það var ekki hægt að fara inn í eldhús í fýlu eða allavega entist sú fýla ekki þegar þangað var komið. Alltaf fórum við að hlæja og grínast eitthvað þegar við hittumst. Einn morguninn mætti ég Thelmu þegar hún var að koma og sagði við hana grafal- varleg: „Thelma, mér þætti gott að fá köku í tíukaffinu“, „já ein- mitt, hvað viltu fá?“ segir Thelma þá, „nú bara eitthvað gott“. Svo skildi okkar leiðir og kl. 10 mætti hún með köku á kaffistofuna og ég verð að viðurkenna að ég skammaðist mín töluvert og fór inn til Thelmu og sagðist hafa verið að grínast, þá hló hún og sagði „já ég veit, en mig langaði bara líka í köku svo ég ákvað að gera hana til að stríða þér“. En eins og 5 ára sonur minn sagði þegar ég ræddi við hann um andlátið, „mamma vantaði Guð góðan bakara?“ en Thelma var vön að gauka að honum ein- hverju góðgæti áður en hann fór heim á daginn. Það eru forréttindi að hafa átt vinkonu eins og Thelmu, það var dásamlegt að koma inn í eldhús og spjalla um lífið og tilveruna, bjarga heimsmálunum, börnun- um og öðrum nærstöddum, bara því við vorum svo voðalega ráða- góðar og skildum ekkert í því að aðrir hefðu ekki tekið eftir því líka. Það var svo gaman að heyra Thelmu tala um fjölskylduna sína sem henni þótti svo fjarskalega vænt um. Fyrst sagði hún manni allt um flotta strákinn sinn hann Margeir, hvað hann væri dugleg- ur og frábær strákur. Thelma talaði um hvað það væri notalegt að setjast niður með honum á meðan hann var að læra fyrir skólann og aðstoða hann við námið. Svo kom litla prinsessan hún Brynja Líf sem var svo frábær viðbót við fallegu fjölskylduna þar sem þau lifðu svo mikið hvert fyrir annað. Thelma byrjaði svo oft setning- arnar á því að segja, „Hann Gummi minn,“ svona til að greina hann frá öðrum Gummum sem ekki höfðu hlotið sömu nafnbót. Ég sakna þess að fá ekki að heyra hláturinn þinn, sjá brosið þitt og ég sakna alls sem þú skildir eftir í hjarta mínu. Ég sakna þess að geta ekki fram- kvæmt það sem við vorum búnar að ákveða, en við eigum eftir að gera það síðar, því þetta er bara aðskilnaður um sinn. Kveðjustundir eru mér slæmar með sanni eru þær. Mér sárnar þig að kveðja því þú ert mér svo kær. Allt annað vil ég gera en að þurfa að kveðja þig. Ég læt oft sem þú sért nærri það er smá huggun fyrir mig. Þegar ég horfi á eftir þér fara þá verð ég svo rosa sár. Ég get ekki þig kvatt án þess að komi tár. (Katrín Ruth.) Gummi, Margeir Óli, Brynja Líf og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur styrk til að glíma við sorg- ina, söknuðinn og tómleikann í lífi ykkar, en einnig styrk til að geyma dásamlegar minningar um frábæra konu sem snerti okk- ur öll. Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir. Thelma Björk Gunnarsdóttir Góða skemmtun. Svo enduðu fyrirmæli ömmu um hvernig haga skyldi útför hennar. Henni varð að ósk sinni. Í glæsilegri erfi- drykkju voru sungin skólaljóð. Fjölskyldan hittist. Þrátt fyrir til- efnið var glatt á hjalla. Amma hafði skipulagt allan jarðarfarar- daginn. Flest þurftum við bara að mæta. Haldin var veisla með þeim brag sem Kolbrún Bjarnadóttir kaus. Þegar hún vissi að þessi dagur nálgaðist hugsaði hún fyrst og fremst um að hann yrði þeim sem hennar sakna auðveldur og ánægjuríkur. Svona var hún. Ég get í fullri hreinskilni sagt að amma var vinur minn. Síðasta samtal mitt við hana var á gam- ansömum nótum sem gaman væri að segja frá. Það verður gert ann- ars staðar en á síðum Morgun- blaðsins. Þrátt fyrir of stutt kynni varð sérstakur vinskapur á milli konu minnar og ömmu. Fyrr en varði var Linda komin á gjafalistann og þær hringdust á. Þær stundir sem hún átti með fjölskyldu minni eru okkur kærar. Sérstaklega lítið boð sem við héldum fyrir stuttu þar sem skorin var kaka og með því opinberað fyrir fjölskyldu okkar, og okkur, kyn næsta af- komanda Kolbrúnar Bjarnadótt- ur. Sigurður Bjarni (Siggi Bjarni), Linda og fjölskylda. Kolbrún Bjarnadóttir, hún Kolla í Ystafelli, hefur nú kvatt í hinsta sinn, sátt og æðrulaus. Það var mér heiður að geta kallað Kollu vinkonu mína og hún var líka velgjörðarmaður minn og allrar fjölskyldunnar á sinn hæv- erska hátt. Ég kynntist Kollu ekki fyrr en ég flutti austur í gamla Ljósa- vatnshrepp fyrir tæpum 30 árum. Þá kenndi hún við Stórutjarna- skóla eins og maður hennar Sig- urður í Ystafelli en áður voru þau búin að kenna börnum í Ljósa- vatnshreppi um árabil. Kolla var í hreppsnefnd Ljósa- vatnshrepps þegar ég kom fyrst inn í þá nefnd og hafði verið í nokkur ár og að ég held fyrsta konan sem kosin var í hrepps- nefnd Ljósavatnshrepps og segir það margt um Kollu. Hún fagnaði því að fá aðra konu í nefndina og má segja að kynni okkar hafi fyrst hafist þarna að einhverju ráði, þó svo að hún og þau bæði hjónin hafi verið búin að kenna dætrum mín- um og vera í vinfengi við Þórhall mann minn til fleiri ára enda bæði kennt honum og með honum. Kolla hætti í hreppsnefnd eftir þetta fyrsta kjörtímabil mitt, en æ síðan fylgdist hún með störfum mínum þar og leit oft við í Landa- mótsseli, ekki til að skipta sér af heldur til að vita hvernig mér liði, ekki síst þegar hún vissi að ein- hver átakamál voru í gangi í sveit- arstjórninni. Við gátum talað um hin ýmsu mál sem brunnu á, og oft var slegið á létta strengi. Þannig var hennar stuðningur og var hann vel þeginn og ómetan- legur. Þegar unnið var að stofnun félagsskaparins Handverkskonur milli heiða var Kolla mikil stuðn- ingsmanneskja að því framtaki og síðan aðili að félagsskapnum. Þar Kolbrún Bjarnadóttir ✝ KolbrúnBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 25. mars 1928. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 17. október 2013. Útför Kolbrúnar fór fram frá Húsa- víkurkirkju 26. október 2013. Jarð- sett var á Þórodds- stað. lagði hún hönd á plóginn af alúð og velvild. Hún vann við afgreiðslu á handverksmarkaði okkar við Goðafoss og vann við sýningar á vörum okkar Handverkskvenna og var ævinlega gott til hennar að leita. Kolla var greind kona, víðlesin, list- feng og dugleg. Oft dáðist ég að dugnaði hennar og alúð við að annast Sigga í hans erfiðu veik- indum, þar sýndi hún hve mikil hetja og mannkostakona hún var: Siggi og fjölskyldan öll hafði for- gang hjá Kollu. Það var gaman og fróðlegt að koma til þeirra hjóna í Ystafell, og þaðan fór maður glað- ur í hjarta. Eftir að Siggi hætti kennslu hélt Kolla áfram að kenna og sýndi með því mikinn dugnað og áræði þar sem um nokkuð langan veg var að fara frá Ystafelli í Stórutjarnaskóla og veður oft ær- ið leiðinleg yfir vetrartímann. Hún kom yfirleitt fyrst á kenn- arastofuna og var búin að hella upp á þegar aðrir mættu, hún sem kom lengst að og var elst af starfs- fólkinu. Svona var Kolla. Engin mér óvandabundin hef- ur verið eins dugleg að hafa sam- band við mig og fylgjast með mér í veikindum mínum á sl. árum. Hún fylgdist með mér og heim- sótti mig og sýndi mér með því ómetanlegan stuðning og vináttu. Ég verð henni eilíflega þakklát fyrir það sem hún var mér alla okkar samtíð. Ég kveð Kollu mína með þökk og virðingu. Helga A. Erlingsdóttir. Kveðjuorð frá saumaklúbbnum Kolbrún Bjarnadóttir var dótt- ir Bjarna Bjarnasonar læknis og Regínu Þórðardóttur leikkonu. Hún kom í þriðja bekk Mennta- skólans í Reykjavík og lauk stúd- entsprófi úr stærðfræðideild árið 1949. Á barnaskólaárunum hafði hún kynnst bekkjarsystur okkar, Jakobínu Þórðardóttur, í leikjum þeirra á Landakotstúninu. Við Hávallagötuna, heima hjá Jakob- ínu, var Kolla tíður gestur. Hún var félagslynd og glaðlynd og átti frumkvæði að stofnun leynifélags nokkurra bekkjar- systra, sem héldu fundi með form- legum hætti heima hjá Kollu á Túngötu 5. Fundarstörf voru fólg- in í gagnkvæmum leiðbeiningum þessara skólasystra um sitthvað smálegt í framkomu og samskipt- um. Samkvæmt lögum félagsins var bannað að móðgast vegna at- hugasemdanna. Reyndust þetta gagnlegir fundir. Annars var aðal- tilgangur félagsins að láta gott af sér leiða og fyrsta verkefnið var þátttaka í fjáröflun fyrir Kvenna- heimilið Hallveigarstaði. Lítið varð um stór sameiginleg þjóð- félagsverkefni okkar eftir það. Þetta litla félag þróaðist í sauma- klúbbinn okkar sem enn hittist reglulega.Kolla heillaðist ung af sundkappanum Sigurði Jónssyni Þingeyingi, giftist honum og eign- uðust þau góð börn og samhenta fjölskyldu. Þau hjónin bjuggu á Ystafelli í Kinn og stunduðu bæði kennslu. Þegar Kolla kom suður hafði hún jafnan samband og tók þátt í samfundum bekkjarsystk- ina, seinast í Írlandsferð í vor. Við stöllur hennar áttum vísa vináttu hennar og tryggð. Fram til hins síðasta fólst leiðbeining hennar til okkar í jákvæðni, bjart- sýni, raunsæi, rósemi og þakklæti fyrir lífið. Blessuð sé minning hennar. Hulda, Inga, Jakobína, María, Ragnhildur og Theódóra. Með Sigurði fer góður vinur. Sigurður og Hrefna voru fastagestir á hót- elinu mínu á Laugarbakka þau fimm sumur sem ég starfaði þar sem hótelstjóri. Ég man þegar ég var að þjóna þeim fyrst til borðs að Sigurður segir óvænt við mig: Þetta hlýtur að vera pabbi þinn sem situr þarna. Þú ert svo lík honum. Ég leit í þá átt sem hann bendir og jújú þarna sátu foreldrar mínir að snæðingi. Eitt sumarið var hann einn á ferðinni og gisti hjá mér. Þegar það fór að róast um kvöldið sett- ist ég niður með honum og hann sagði mér frá því þegar Goða- foss sökk. Ég sat, steinþagði og hlustaði. Þvílík lífsreynsla. Það skipti ekki máli hvort ég bjó í Húnaþingi eða á Egils- stöðum, óvænt var dinglað og Sigurður Guðmundsson ✝ Sigurður Guð-mundsson fæddist á Akureyri 7. apríl 1926. Hann andaðist á sjúkra- húsi á Torrevieja 13. október 2013. Sigurður var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 28. október 2013. við dyrnar stóð Sig- urður og vinkaði til Hrefnu sinnar að þau væru á réttum stað. Síðan var manni heilsað með faðmlagi og kossi. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur fór ég reglulega í heim- sókn til þeirra enda var tekið dásam- lega á móti manni og gat maður endalaust talað við þau um allt milli himins og jarðar. Mér varð einmitt hugsað til Sigurðar að morgni þess dags sem ég las dánartilkynningu hans. Málið var að Sigurður spurði mig alltaf fyrst: Jæja, Ingibjörg mín, ert þú ekki kom- in með mann þér við hlið? Ég hugsaði einmitt að það færi að koma hálft ár síðan ég fór til þeirra síðast og að það yrði gaman að geta svarað honum þessari spurningu með öðru svari en vanalega. Elsku Hrefna, ég mun halda heimsóknum mínum áfram að ykkar heimili. Ég sendi þér og þínum innilegar samúðarkveðjur og megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Ingibjörg Jónsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES G. BJARNASON, Sólvallagötu 17, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. nóvember klukkan 15. Jóhanna A. Jóhannesdóttir, Vigfús Jóhannesson, Stefán Jóhannesson, Bjarni Jóhannesson, Rúnar Jóhannesson, Sif Sigurðardóttir, og barnabörn. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.