Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 ✝ Bjarni Guð-mann Sigurðs- son eða Manni eins og hann var kall- aður fæddist í Stykkishólmi 19. janúar 1933. Hann lést á heimili sínu 26. október 2013. Foreldrar Bjarna voru þau Sigurður Krist- jánsson, f. 9. júní 1902, d. 5. mars 1991og Val- gerður Kristjánsdóttir, f. 1. maí 1898, d. 27. mars 1976, frá Borgarnesi. Systkini Bjarna voru a) Þóranna Sigurð- ardóttir, f. 24. ágúst 1931, d. 1. júlí 1994, b) Málfríður Kristín Sigurðardóttir, f. 12. mars 1935, d. 2. ágúst 1988. Bræður Bjarna sammæðra voru c) Magnús Þorkell Stardal, f. 20. maí 1920, d. 17. maí 1964 og d) Kristján Björn Bjarnason, f. 18. mars 1924, d. 12. júlí 2006. Bjarni kvæntist hinn 25. des- ember 1957 eftirlifandi eig- inkonu sinni Ingibjörgu Jóns- dóttur frá Bjarnastöðum, f. 2. fræðaskóla Borgarness. Ungur fór hann til sumardvalar að Sauðafelli í Dölum þar sem hann var mörg sumur sem snúningadrengur hjá frænd- fólki sínu. Bjarni hóf störf hjá Vegagerðinni 15 ára og starf- aði þar alla ævi ef frá er talinn einn vetur sem hann vann á Keflavíkurflugvelli. Hann hef- ur einn lengsta starfsaldur hjá Vegagerðinni. Hann stofnaði fyrirtækið Þungavinnuvélar Borgarfjarðar með Sigvalda Arasyni og Bjarna Johansen sem þeir ráku um tíma. Bjarni var um árabil í Rotarýklúbbi Borgarness og sinnti ýmsum störfum innan Ungmenna- félagshreyfingarinnar. Bjarni fór ungur að syngja með Barnakór Borgarness. Hann var trommuleikari með Dans- hljómsveit Borgarness um tíma, síðar söng hann með Kirkjukór Borgarness til margra ára og með Eldri borg- arakór í Borgarnesi. Mestum frítíma sínum eyddi hann í hrossastandi. Hann var hand- laginn við smíðar af ýmsu tagi og eftir að hann hætti að vinna gerði hann endurbætur á hest- húsinu og dundaði í sum- arbústaðnum. Útför Bjarna fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 4. nóv- ember 2013, kl. 14. mars 1934. Börn þeirra eru a) Krist- ján Björn, f. 9. júlí 1957, í sambúð með Helen Heiðrós Ár- mannsdóttur, dæt- ur þeirra eru a) Helen Birta, f. 1994, og b) Krist- jana Bylgja, f. 1996, dóttir hans af fyrra hjónabandi með Ernu Matt- híasdóttur er c) Björk, f. 1983. Sonur Bjarkar og Torfa Yngva- sonar er Funi Snær, f. 2010. b) Friðjón, f. 5. september 1958, giftur Auði Aðalsteinsdóttur, börn þeirra eru a) Inga Birna, f. 1987, b) Elva, f. 1990 og c) Ágúst, f. 1997. c) Sigurður, f. 14. janúar 1960, d. 16. ágúst 1971. d) Sigríður Guðbjörg, f. 4. febrúar 1973, börn hennar og Jóns Kr. Kristjánssonar eru a) Bjarni Guðmann, f. 1999 og b) Ingibjörg Rósa, f. 2001. Bjarni fæddist í Stykkishólmi en fluttist á öðru ári í Borg- arnes með foreldrum sínum. Hann gekk í barna- og gagn- Elsku Manni. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Það hefur verið sárt að sjá hvað veikindin gátu leikið þig grátt og gert þér lífið erfitt og ómögulegt. Þú sem varst svo hraustur og sterkur og alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og redda ef einhvers þurfti með en þú kvartaðir aldrei og barst þig alltaf vel. Þú vildir vera heima og það var gott og ég er þakklát því góða fólki sem hjálp- aði okkur svo það mátti verða. Þú varst nú ekki alveg tilbúinn og ætlaðir margt að gera eins og að fylgjast með börnunum okkar stórum og smáum og ekki er langt síðan þú sagðist nú þurfa að smíða með strákunum úti í Grímshúsi. En svona fór nú þetta og nú trúi ég að þú sért búinn að hitta hann Sigga okkar og marga fleiri ættingja og vini og ykkur líði afar vel saman þarna í sumarlandinu og blómabrekkunum… Þar hitt- umst við næst. Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman, vinur, syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk) Þökk fyrir öll árin okkar. Saknaðarkveðjur. Þín eiginkona. Jæja, elsku pabbi, þá kom að því. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir það að hafa átt þig sem föð- ur. Ég var ekki gömul þegar ég byrjaði að hanga í þér. Þú varst sterkasti maður í heimi, gast allt og gerðir allt. Traustari og greið- viknari mann var ekki að finna og allt stóð eins og stafur á bók þegar þú áttir í hlut. Þegar þú leiddir mig þá var ég örugg því sterkara og öruggara hald var hvergi að finna og þegar ég heyrði flautið þitt þá vissi ég að þú varst nálægt og þá var allt gott. Þú varst ávallt léttur í skapi og flautandi allan daginn og ég er svo heppin að hafa fengið örlítið af því frá þér. Þú fylgdir mér í íþróttirnar og ég vildi alltaf koma með þegar þú fórst að taka út vegina í vinnunni, hvort það þyrfti að hefla enda með óheyrilega bíladellu. Það var ekk- ert eins spennandi og að lenda í snjó og leiðindaveðri og sjá vart á milli stika og helst að þurfa að keyra utanvegar. Ég ætlaði sko að verða eins og pabbi, geta keyrt allar vélarnar, vegheflana og stóru bílana. Ég var heldur ekki gömul þegar ég fékk að sitja fyrir framan þig í hnakknum og hvergi nutum við okkur betur saman en í útreiðum og að vasast kringum hrossin. Það var riðið út um holt og hóla, hleypt og svo þurfti að fara aðeins í þúfurnar. Þau hross sem voru gjörsneydd öllum vilja urðu ótemjur í þínum höndum. Það var bara þinn stíll. Þær voru ófáar ferðirnar með hestakerruna vestur í Dali og upp í Síðu þegar skutlast var á milli með hross í haga eða með okkur Bötta í leit- irnar og þetta gerður þú með ánægju ár eftir ár. Þú þurftir að komast í Dalina reglulega og heimsækja fólkið þitt á Sauðafelli. Það var þín vítamín- sprauta og þaðan áttir þú þínar bestu minningar. Milli þín og fólksins þíns á Sauðafelli ríkti ein- stök vinátta alla tíð. Samband ykkar mömmu var líka einstakt. Þið voruð samrýnd og studduð hvort annað. Þið voruð án efa krúttlegasta parið og héldust í hendur þegar þið fóruð út að labba og ef annað ykkar brá sér af bæ þá kysstust þið alltaf bless. Það kom einu sinni fyrir í öllum okkar geislaferðum að þú gleymd- ir að smella kossi á mömmu en það var bara allt í lagi, hún minnti þig bara á það og fékk kossinn sinn. Þú varst einstaklega frænd- rækinn og hugsaðir vel um fólkið þitt. Þú fylgdist vel með okkur börnunum þínum og öllum afa- börnunum sem þú varst svo hreykinn af og þóttir svo vænt um og börnin mín hafa fengið að njóta góðra samvista og umhyggju hjá ykkur mömmu og kynnst því ör- yggi sem ég ólst upp við sem hef- ur verið alveg ómetanlegt. Ég er þakklát fyrir að hafa get- að leitt þig og keyrt í meðferðirn- ar á þessu erfiða ári og getað að- stoðað ykkur mömmu heima. Það var erfitt að horfa á hvernig veik- indin fóru með þig en mikið sem hún mamma passaði vel upp á þig og vék ekki frá þér. Ég geymi okkar dýrmætu samtöl og allar góðu minningarnar í hjarta mínu og skal gera mitt besta í að styðja elskuna þína en þér þótti erfiðast að skilja hana eftir hér enda ætl- uðuð þið að leiðast miklu lengur. Ég er þakklát fyrir það að þú hafir átt góða daga í haust og gast boðið elskunni þinni í síðasta bíl- túrinn vestur í Dali með hesta- kerruna. Ég er ekki í vafa um að þið Siggi bróðir séuð búnir að ná saman og að þú sért líka búinn að finna hann Grána þinn og þið geysist um hóla og hæðir blístr- andi þarna efra. Saknaðarkveðjur og takk fyrir allt, Þín dóttla, Sigríður Guðbjörg. Elsku pabbi, þá hefurðu kvatt þennan heim eftir farsælt lífs- hlaup. Þín er sárt saknað. Mikið var lagt á þig á síðasta sprettinum þegar þú þurftir í tvígang að kljást við erfiða sjúkdóma. Þú ætl- aðir þó að sigrast á þeim eins og öðru sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Það var þó ljóst þegar þú greindist öðru sinni með krabba- mein fyrir tæpu ári að það væru litlar líkur á því. Þú tókst þó mót- lætinu af æðruleysi og hófst á ný baráttu með þeim erfiðu meðferð- um sem í boði voru. Ég skynjaði það að þú varst ekki alveg tilbúinn að kveðja þennan heim og skilja eftir þína nánustu, heldur vildir halda áfram að sjá til þess að okkur farnaðist vel í lífi og starfi. Þú kunnir líka að njóta lífsins eftir að starfsævinni lauk og ætlaðir þér að halda því áfram. Þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, fórst að stunda smíðar af miklum krafti og ég komst að því að þú varst hag- leikssmiður, innréttaðir eldhús í hesthúsinu og sumarhús fyrir ykkur mömmu á Bjarnastöðum. Þá var hestamennskan þér kær og sá þér fyrir nægum verkefnum og þú tókst virkan þátt í starfi eldri borgara í Borgarnesi. Þú varst frændrækinn og trúr og traustur vinur vina þinna. Samband þitt við frændfólk okkar á Sauðafelli var einstakt þar sem þú og Hörður frændi kepptust við að gera hvor öðrum greiða. Heið- arleiki og tryggð voru ríkir þættir í fari þínu. Það kom aldrei annað til en að standa við orð sín. Þú varst fljótur til ef þú sást færi á að leggja öðrum lið. Stundum kannski helst til fljótur eins og þegar við vorum að fylgja ætt- ingja til grafar og elsti sonur þinn, þá um þrettán ára gamall, kom auga á fallegan legstein og sagði að svona legstein vildi hann hafa á leiði sínu og þú svaraðir, já góði minn, ég skal sjá til þess (ég held að þetta sé rétt munað hjá mér). Það veitti mér öryggi að vita að ég átti þig að þegar ég var að koma undir mig fótunum sem unglingur og ungur maður. Þegar mér fannst ég standa frammi fyrir erfiðleikum og leitaði til þín, fékk ég iðulega að heyra að þetta væri nú ekki mikið mál og þetta myndi nú allt leysast eins og það nátt- úrlega gerði. Þetta fer nú allt ein- hvern veginn þó að það komi stundir þar sem maður efast um það. Lífið heldur áfram og þú hef- ur gefið mér veganesti sem gerir mig betur í stakk búinn til að tak- ast á við það sem framtíðin ber í skauti sér og halda áfram að njóta lífsins. Friðjón Bjarnason. Mig langar aðeins að minnast pabba míns sem lést eftir að því er virtist endalausa baráttu við krabbamein. Margs er að minnast en það verður ekki talið upp hér. Með aldrinum fór ég að gera mér grein fyrir öllum þeim mannkost- um sem pabbi hafði til að bera, endalausa hjálpsemi sem stóð flestum til boða og bitnaði oft mik- ið á frítíma pabba og mömmu. Loforð hans stóðu alltaf sem stafur á bók og það sem hann hugsaði mikið um það að afkom- endurnir ættu trygga framtíð. Mikið hafði pabbi gaman af að gefa eitthvað, svo sem hesta sem hann reyndar fékk stundum gefna til baka. Þetta er ekki mikið um þann sem mér fannst mikill mað- ur. Flest mun ég geyma fyrir mig sjálfan í minningum mínum. En það sem ég mun sakna þín. Takk fyrir alla leiðsögnina á lífsleiðinni. Þinn Kristján (Stjáni). Elsku Manni. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er skrítið að þú sért ekki leng- ur meðal vor. Hávaxinn, stórskor- inn í andliti með góðleg augu og stóran faðm sem tók á móti okkur með brosi á vör þegar við komum í heimsókn á Berugötuna. Þú komst mér fyrir sjónir sem dugn- aðarforkur. Gast ekki lengi setið kyrr, alltaf eitthvað að brasa. Ef maður náði þér í spjall við eldhús- borðið var það hestamennskan sem bar hvað hæst á góma. Hún var þitt stóra áhugamál og fór mikið af þínum tíma í að sinna því. Fengum við fjölskyldan oft að njóta þess að fara á bak með þér. Ég var mjög upp með mér þegar þú treystir mér meira að segja að sitja hann Grána, uppáhaldshest- inn þinn. Ég vil þakka þér fyrir að gefa okkur ógleymanlegar stund- ir þar sem riðið var inn í hraunið uppi í Hvítársíðu og dagsferðinni vestur að Sauðafelli gleymi ég aldrei. Eitt af því sem einkenndi þig var að þú vars sífellt að blístra lagstúfa. Gat maður stundum staðsett þig bara með því að hlusta eftir blístri. Og músíkalsk- ur varstu. Þú varst örugglega rosalegur töffari, þegar þú barðir húðirnar í einu af dansbandi Borgarness á þínum yngri árum. Þú varst ræðinn og glaðlyndur. Hlóst hátt og innilega með bak- föllum og stundum skelltirðu þér á lær. Þú varst natinn og góður við börn og varst í „afa“ hlutverkinu á Berugötunni hjá börnunum sem „amma Inga“ fóstraði á daginn. Barnabörnunum varstu alltaf góður og tilbúinn að hossast og gantast með þau. Þau sakna sárt afa síns. Já Manni minn, ég vil þakka þér fyrir að vera ljúfur og góður afi og að lokum þakka fyrir að fá að kynnast þér og allar okk- ar stundir saman. Auður Aðalsteinsdóttir. Elsku afi. Það er sárt að kveðja þig. Það eru alltaf einhverjir í líf- inu sem eru forréttindi að kynnast og þú ert einn af þeim sem ég hef verið svo heppin að eiga að. Þið amma eruð fyrirmynd mín þegar kemur að ást og umhyggju, dugn- aði og atorkusemi. Ég mun alltaf muna góðu stundirnar á Berugötu sem hefur verið öruggt skjól fyrir ys og þys borgarinnar. Þar var alltaf tími til þess að spjalla við stóra sem smáa, leika og bralla. Þú sast aldrei auðum höndum og lifðir lífinu lifandi. Vinkona mín sagði mér einu sinni að það væri einungis hægt að syngja ef manni liði vel. Mér finnst því gott að minnast þín ávallt syngjandi og flautandi. Hvíl í friði afi minn. Þín Björk. Elsku afi. Þá hefur þú loks fengið hvíldina sem á endanum var óumflýjanleg eftir baráttu við erfið veikindi. Það er með mikilli hlýju og vænt- umþykju sem ég minnist allra þeirra stunda sem við höfum átt saman í gegnum árin og ég á væntanlega seint eftir að venjast því þegar kemur að reglulegu stoppunum í Borgarnesi að þú verðir ekki þar. Þú varst alltaf svo áhugasamur um allt sem við barnabörnin vorum að gera og maður fann vel fyrir því að þú fylgdist með öllu úr fjarska. Þó svo að internet og tækni væru hlutir sem þú lést að mestu leyti vera þá varst þú einhvernveginn ávallt með allt á hreinu hvað varð- ar fótboltann hjá okkur systkin- unum. Frá íþróttunum leiddust svo umræðurnar margoft að hest- unum sem áttu hug þinn allan þangað til að aldurinn fór að segja til sín og Sigga og duglegu börnin hennar tóku við. Þegar ég hugsa til baka þá rifj- ast upp fyrir mér öll ævintýrin sem við systurnar lentum í þegar við vorum í Borgarnesi þegar við vorum litlar. Skeljatínsluleiðangr- ar í fjörunni og allar ferðirnar upp í hesthús þar sem þú hikaðir ekki við að slengja okkur á bak þó svo að við værum skjálfandi úr hræðslu. Ég brosi við tilhugs- unina núna þar sem ég hef með tímanum lært að meta þennan eiginleika þinn að bara demba sér í hlutina. Þó svo að þeir virki stundum ógnvekjandi þá þýðir ekkert annað en að herða sig og taka í taumana. Þessi hugsun hef- ur ávallt fylgt mér og hefur hvatt mig áfram í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Þótt þú hafir fyrir löngu sleppt af mér fasta takinu sem þú hélst um mig á hnakknum hér áður fyrr þá veitir það mér núna öryggi að vita af því að núna hef ég þig alltaf með mér og ég efast ekki um að þú haldir áfram að fylgjast með okkur öll- um úr fjarska. Sofðu rótt, elsku afi minn, við hittumst aftur á öðrum stað. Þín Inga Birna. Elsku afi. Afi var góður og traustur og alltaf gott að koma til þeirra ömmu hvenær sem var. Hann var alltaf tilbúinn til að gera allt fyrir okkur og leiðbeina. Okkur langar til að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir okkur og hjálpaðir okkur með. Takk fyrir allt skutlið og snún- ingana og fyrir að vera þú. Við höldum svo áfram að kíkja til ömmu og hjálpa henni fyrir þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín afabörn, Bjarni Guðmann og Ingibjörg Rósa. Bjarni G. Sigurðsson eða Manni eins og hann var að öllu jöfnu kallaður er fallinn frá síð- astur úr hópi fjögurra systkina. Fjölskyldurnar fjórar bjuggu all- ar í Borgarnesi og stórfjölskyldan var fyrirferðarmikil í mínum upp- vexti, þar voru Stjáni og Gyða í Arabíu, Tóta og Emil á efri hæð og Manni og Inga á þeirri neðri í Berugötu 5, auk foreldra minna Fíu og Gísla á Þórólfsgötunni. Í minningunni stendur einn frænd- inn upp úr, móðurbróðir minn sem hér er kvaddur. Hann var ærslafullur, skemmtilegur og barngóður frændi sem tók okkur krakkana oft með í „pissubílinn“. Það var bíllinn sem Manni ók í þá daga á laugardögum yfir sumarið um götur Borgarness til að ryk- binda þær með sjó, en Manni starfaði í áratugi hjá Vegagerð- inni í Borgarnesi. Þetta er reynd- ar ein af mínum fyrstu minning- um úr æsku ásamt minningum um heimsóknir Manna á laugardags- morgnum til foreldra minna. Þeg- ar ég heyrði að frændi var kominn var ég fljótur á fætur, annars beið manns bóndabeygja og kitl sem og góðlátlegar skammir fyrir að vera ekki kominn á lappir. Þá voru þær ófáar heimsóknirnar í Berugötuna með okkur krakkana til að láta Ingu klippa á okkur bræðrum hárið. En Manni var ekki bara ærslafullur og hávaða- samur frændi, þegar maður horfir til baka sem fullorðinn einstak- lingur sér maður að þarna var á ferð umhyggjusamur faðir. Hann tók t.d. mikinn þátt í íþróttastarfi barna sinna, löngu áður en farið var að skrifa lærðar greinar um mikilvægi þátttöku foreldra í slíku starfi. Hestarnir voru aldrei langt undan og man ég aldrei annað en að frændi héldi hross og stundaði reiðmennsku af nokkru kappi. Í gegnum árin hefur verið ljúft að koma við í Berugötunni, setjast niður við eldhúsborðið og spjalla við þau hjón, þó svo að þeim heim- sóknum hafi því miður fækkað með árunum. Með frænda er genginn góður drengur sem setti mark sitt á þann sem þetta skrifar og Berugatan verður ekki söm, blessuð sé minning frænda. Ingu, börnum, tengdabörnum og afkomendum öllum vottum við fjölskyldan innilega samúð. Elías Bj. Gíslason. Mest er yndi á okkar landi yfir víðar sveitir ríða upp frá strandar eyðisandi inn til fríðra dala hlíða; finna vildarvin að kveldi vaka um stund á gamanfundi fá svo hvíld hjá árdagseldi undurþæga, í værum blundi. (Guðmundur Björnsson) Í dag kveðjum við góðan vin og frænda, hann Manni er horfinn yfir móðuna miklu en ótal minn- ingar koma í hugann. Ungur kom hann í sumardvöl að Sauðafelli og tengdist þessu heimili mikið. Alla tíð var hann boðinn og búinn að hjálpa ef þörf var, því hann var greiðamaður mikill. Það voru ófáar ferðirnar sem hann kom vestur ef verið var að smala, taka inn bagga eða koma með eitthvað sem vantaði. Alltaf fljótur og fullur af lífsgleði, það var upplífgandi að hitta hann. Foreldrum mínum var hann einstaklega trygglyndur og hjálp- samur alla tíð, fyrir það skal nú þakkað, hann var þeim sem besti sonur. Manni var barngóður og börn hændust að honum, hann gaf sér alltaf tíma til að tala við þau. Hestar voru honum hugstæðir og hafði hann gaman af ferðalögum á hestum og fór oft greitt því hann var duglegur maður að hverju sem hann gekk. Hestarnir voru vinir hans og hugurinn leitaði oft til þeirra á seinni árum. Við þökk- um fyrir allar góðar samveru- stundir og hjálpsemina sem hann sýndi öllu okkar fólki. Elsku Inga, innilegar samúðar- kveðjur til þín og fjölskyldunnar. Hörður og Kristín á Sauðafelli. Bjarni Guðmann Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.