Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 27
Kæri Manni. Það fór eins og ég óttaðist að þú kveddir okkur með- an ég væri erlendis og gæti ekki verið við útförina þína. Í staðinn sendi ég þér nokkrar fátæklegar línur, vinur minn. Mikið er ég feginn að ég skuli hafa hitt á þig svo óvenjuhressan um daginn og mikið var gaman að sjá hvað þú hresstist allur þegar við fórum að rifja upp gamla ýtu- mannadaga og samverustundir. Fyrstu kynni okkar voru hjá Vegagerðinni, í heimi véla og tækja. Vinna efni í vegi og síðar að ýta upp vegum hvor á sinni jarð- ýtunni. Þegar við kynntumst var ég um tvítugt en þú um þrítugt. Ég tók strax eftir því hversu eld- hress þú varst, þrátt fyrir að vera svona mikill karl. Svo varstu líka svo ógurlega sterkur og hafðir gaman af að tuskast við okkur strákana. Ég man ennþá hvernig það brakaði í hálsinum á mér þeg- ar þú náðir hálstaki á mér er við vorum að tuskast í einni malar- námunni. Við pöntuðum okkur saman jarðýtu, ásamt Silla vini okkar, og héldum upp á það með eftirminni- legum hætti, sem ekki er vert að tíunda í minningargrein. Þessi ýta okkar var örlagavald- ur, ég var á henni þegar ég kynnt- ist Kristínu minni heitinni, frænku Ingu þinnar. Þú varst nú ekkert að skafa utan af því, þegar þú útlistaðir hvernig þú ætlaðir að fara með mig, ef ég reyndist Stínu ekki vel. Mér hefur oft orðið hugs- að til þessara orðaskipta síðar og kannski staðið mig betur í hjóna- bandinu vegna þeirra. Þú áttir margar þakkir skildar fyrir fórnfúst starf að félagsmál- um, t.d. í Rotarýklúbbi Borgar- ness, en þó einkum fyrir ung- mennafélagshreyfinguna. Um tíma varstu ómissandi á öllum frjálsíþróttamótum þar sem þú kunnir skil á öllum störfum. Sumum fannst þú hrjúfur og stundum svolítið stórkarlalegur, en innan við yfirborðið var mikið valmenni og góð sál. Þetta hafa blessuð börnin, sem þú umgekkst, séð. Það var ótrúlegt að sjá hversu auðvelt það var fyrir þig að hæna að þér börn. Þú, Manni minn, sem varst nokkurskonar fóstri minn, uppal- andi og vinnufélagi, varðst síðar starfsmaður minn. Að öllum öðr- um ólöstuðum albesti starfsmað- ur sem ég hef haft. Vinnusamur, samviskusamur og klár. Þakka þér fyrir allt gott sem þú gafst af þér og gafst mér, öll þessi ár sem við áttum saman. Guð gefi Ingu og afkomendum ykkar styrk til að takast á við sorgina við að missa góðan eigin- mann, föður og afa. Bjarni H. Johansen. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga, Bjarna G. Sigurðsson. Kynni okkar hófust upp úr 1970, þegar við unnum að frjálsíþrótta- málum á vegum Umf. Skallagríms og UMSB. Þeir tímar voru skemmtilegir. Uppgangur var mikill og nóg var af ungu og efnilegu íþróttafólki. Ekki skemmdi fyrir að sterkir fé- lagsmálamenn stóðu þeim að baki. Einn af þeim traustustu var „Manni“ eins og Bjarni var oftast kallaður. Hann var úrræðagóður, ákveðinn og ekki skemmdi fyrir að hann var hress, sagði skemmti- lega frá og var oft með spaugyrði á vörum. Samvinna okkar gekk vel enda áhugi og metnaður til staðar. Margar skemmtilegar minningar eru frá þessum tíma. Má þar nefna undirbúning fyrir Húsafellsmót, héraðsmót í hinum ýmsu aldurshópum og Íslandsmót 14 ára og yngri sem fram fór í Borgarnesi. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Manna fyrir ánægjuleg kynni, vináttu og skemmtilega samvinnu. Biðjum góðan Guð að styrkja eiginkonu hans, börn og aðra ætt- ingja í sorg þeirra. Flemming og Ingimundur. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 ✝ Sigríður Frið-riksdóttir (Sísí) fæddist á Patreks- firði 13. október 1942. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. októ- ber 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Kristín Kristjáns- dóttir, f. 5. október 1909 á Gili í Dýra- firði, d. 14. júlí 1985, og Friðrik Magnússon, f. 14. apríl 1905 í Laugardal í Tálknafirði, d. 22. Kristín Steindórsdóttir, f. 21. júlí 1972. Faðir hennar var Steindór Hjörleifsson, hann er látinn. Sigríður ólst upp á Patreks- firði og gekk þar í barna- og unglingaskóla, en lauk lands- prófi frá Núpi 1958. Alfarin fór hún frá Patreksfirði 1960 og þá lá leiðin í Samvinnuskólann á Bifröst, þaðan sem hún útskrif- aðist árið 1962. Fljótlega hóf hún störf í Vélsmiðjunni Héðni og starfaði þar óslitið til ársins 1998, er hún lét af störfum. Sig- ríður bjó í Reykjavík eftir að hún flutti frá Patreksfirði, allt til ársins 2008 er hún flutti til Hafnarfjarðar, þar sem hún bjó til æviloka. Útför Sigríðar fer fram í Há- teigskirkju í dag, 4. nóvember 2013, kl. 15. ágúst 1984. Bræður Sigríðar: Magnús Vagn Friðriksson, f. 27. nóvember 1939, d. 22. júlí 2009, maki Krist- jana Péturs Ágústs- dóttir, f. 27. mars 1938, d. 28. janúar 1994. Gunnar Páll Bakkmann Frið- riksson, f. 29. ágúst 1945, maki Hulda Friðþjófsdóttir, f. 26. september 1943. Dóttir Sigríðar er Hanna Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem) Hvíldin er fengin, himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Nú ber ei lengur yfirskin né skugga, skínandi ljómi Drottins blasir við. Fagurt um eilífð blossar andans bál. Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína, allt sem þú gafst af þinni heitu sál. (Matthías Jochumsson) Þín dóttir, Hanna Kristín. Við andlát frænku minnar og vinkonu streyma að minningar frá löngu liðnum dögum. Allt frá bernskudögum hefur líf okkar tvinnast saman. Við fæddumst í sama húsinu á Aðalstræti 39, Patreksfirði en fjölskyldur okkar bjuggu undir sama þaki á þess- um árum. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur bræðrum, umvafin ást og kær- leika. Hún hlaut í vöggugjöf alla þá kosti sem foreldrar geta ósk- að nýfæddu barni sínu, falleg, heilbrigð og góðum gáfum gædd. Hún var glöð og kát, þroskaðist fljótt. Leikvöllur okkar var fjar- an og hlíðin og þar hlupum við frjálsar um götur og tún. Friðrik faðir Sísíar var fram- sýnn og eignaðist fljótlega bíl. Marga sunnudagsmorgna var börnunum í fjölskyldunni boðið í bíltúr. Að fara til Tálknafjarðar var mikið ferðalag og toppurinn á tilverunni, örugglega eins og að fara til framandi landa hjá börn- um í dag. Unglingsárin voru ljúf, þar sem skyldunám og alvara lífsins tók við. Þegar skóla lauk að vori fóru flestir krakkar í fisk- vinnu en það gafst líka tími til að njóta lífsins, tjaldútilegur og sveitaböll í nágrenninu þar sem Sísí sveiflaði sér og rokkaði af hjartans lyst. Á þessum árum eignaðist Sísí sínar bestu vinkon- ur á Patró sem haldið hafa hóp- inn síðan. Sísí hafði ríka réttlætiskennd, var félagslynd, hrókur alls fagn- aðar og átti gott með að tjá sig um menn og málefni, var fagur- keri og handavinna lék í höndum hennar. Hún var viðkvæm sál en var jafnframt persónuleiki sem hafði sterk áhrif á þá sem hún umgekkst mest. Sísí flutti að vestan og fór í Samvinnuskólann. Í Reykjavík var ævistarf hennar bundið skrifstofustörfum, lengst af hjá Héðni. Hún sinnti starfi sínu af kostgæfni. Mesta lán hennar í lífinu var þegar hún eignaðist einkadóttur sína Hönnu Kristínu en Sísí var ávallt stolt af henni. Vegna heilsu- brests á miðjum aldri minnkaði starfsþrek Sísíar. Henni þótti erfitt að þurfa að hætta störfum. Smám saman dró hún sig í hlé þegar hreyfifærni hennar fór dvínandi og dvaldi hún því mest heima. Sterkt samband og náið hefur alla tíð verið milli þeirra systkina Gunnars og Sísíar og hefur fjöl- skylda hans reynst þeim mæðg- um traust bakland. Sísí lifði lífi sínu á sjálfstæðan hátt, þrátt fyr- ir ýmsar hindranir. Hún var heiðarleg og stóð fast á sannfær- ingu sinni, metnaður hennar var að standa skil á sínu og skulda aldrei neitt. Hún nýtti sér tölvu- tæknina og var fljót að tileinka sér kosti hennar til samskipta. Hún komst fljótt í samband við gamla vini og eignaðist nýja á Fésbókinni. Hún var dugleg við að afla sér ýmiss fróðleiks á net- inu og ekki síður fannst henni gaman að fá fréttir frá æsku- stöðvunum. Sísí átti marga trygga vini. Hún mat mikils að- stoð dóttur sinnar og naut sam- vista við hana. Fyrir nokkrum árum keypti Sísí sér íbúð í Hafnarfirði, þá jukust samskipti okkar. Við átt- um margar góðar spjallstundir í síma, nú mun ég ekki lengur heyra rödd hennar á línunni sem segir: Hæ ertu vöknuð? Mig langaði bara til að heyra í ein- hverjum. Við fráfall frænku minnar votta ég Hönnu Kristínu og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð. Þórdís Bakkmann Kristinsdóttir. Fyrir meira en 50 árum stofn- uðum við nokkrar vinkonur á Patreksfirði saumaklúbb eins og algengt er hjá ungum stúlkum. Það fer ekki sögum af hve mikla handavinnu við gerðum, en alltaf var glatt á hjalla. Í kringum tví- tugt yfirgáfum við ein á eftir annarri fjörðinn okkar fagra í leit að vinnu og ævintýrum á nýj- um slóðum. Við Sísí yfirgáfum foreldrahús á svipuðum tíma og héldum til Reykjavíkur. Við höfðum ákveðið að reyna að fá leigt saman og fór Sísí í þau mál og fékk fyrir okkur herbergi með aðgangi að eldhúsi á Marargöt- unni. Þetta var upphafið að ein- stakri vináttu okkar sem entist út hennar líf. Við nutum þess að vera til. Vorum duglegar að fara í leikhús, kvikmyndahús og á ýmsa skemmtistaði. Það var margt í boði í höfuðborginni fyrir ungar þorpsstúlkur. Þá voru Glaumbær, Hótel Saga og Hótel Borg aðalstaðirnir og við létum okkur ekki vanta þar. Við gátum líka verið heimakærar með handavinnu ef svo bar undir, sér- staklega þegar líða tók á mán- uðinn og buddan tók að léttast! Eitt haustið brugðum við okkur til London og versluðum einhver ósköp. Við höfum stundum rifjað upp hve ótrúlega mikið við gát- um keypt fyrir þann gjaldeyri, sem við fengum til fararinnar. Þá voru engin krítarkort komin til sögunnar og engin hætta á að maður eyddi umfram efni. Sísí var reyndar sérstaklega gætin í fjármálum og þótt hún væri ekki með mikið milli handanna átti hún alltaf til næsta dags og skuldaði aldrei neinum neitt. Gömlu vinkonurnar frá Patró héldu áfram að vera saman í saumaklúbbi eftir að til Reykja- víkur var komið. Síðan bættust í hópinn vinkonur frá þorpinu okkar og undanfarin ár höfum við verið ellefu saman, sem nefn- um okkur Patrónur. Það er mikil væntumþykja og hlýja í þessum góða hópi og ómetanlegt að eiga slíka vini. Síðustu ár hefur Sísí okkar ekki getað mætt og glaðst með okkur vegna heilsubrests. Við áttum þó frábæra samveru með henni á heimili hennar á sl. ári. Þar bauð hún til matarveislu af bestu gerð með aðstoð góðs vinar. Árið 1972 eignaðist Sísí dótt- urina Hönnu Kristínu. Það var hennar gæfa og gleði í lífinu þessi yndislega dóttir. Hanna hefur reynst móður sinni vel og ég veit að Sísí þótti líka afskap- lega vænt um systkinabörn sín og hafa þau öll sýnt henni mikla umhyggju. Dætur Gunnars bróður hennar voru henni mjög kærar og voru þær sem systur fyrir Hönnu og hafa staðið við hlið hennar í veikindum móður hennar. Elsku Hanna Kristín, við vin- konurnar í Patrónum biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorg þinni og sendum öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðj- ur. Við minnumst Sísíar með hlýju og kærleik. Helga Guðjónsdóttir. Það haustar í lífi félaganna frá Bifröst sem hlupu léttstígir og glaðbeittir úr skóla fyrir rúmri hálfri öld. Hópurinn virðist sífellt minnka en þá kannski um leið þéttast. Nú horfum við á bak Sísí okkar, sem kvaddi þennan heim 26. október sl. Vináttan sem við tengjum við dvölina í samvinnu- skólanum hefur enst vel og ekki síst á seinni árum yljað okkur um hjartarætur. En þegar kemur svo að kveðjustund setur að okk- ur sáran trega og við minnumst góðu, gömlu daganna með gull í mund. Minnumst dillandi hláturs Sísíar sem glumdi um gangana, snöggra tilsvaranna sem gleym- ast ekki og hvíandi upphrópan- anna þegar eitthvað verulega skemmtilegt gerðist. Við munum skörulegar ræðurnar, sérstak- lega í fundarstjórnartímum hjá Snorra, já, stundum mátti jafn- vel greina ræðustíl vinkonu okk- ar í ræðum sem sumir bekkjar- bræðurnir fluttu, alltaf svo greiðvikin og hjálpsöm hún Sísi okkar. Sísí fór vestur í sína heima- byggð eftir skóla, en fluttist svo nokkrum árum seinna til Reykjavíkur og bjó þar og í Hafnarfirði til æviloka. Hún vann skrifstöfustörf meðan heils- an leyfði, mest við bókhald, enda ein af fjöldamörgum samvinnu- skólanemendum sem skildu þá félaga Debet og Kredit til hlítar. Síðustu áratugina hittum við vin- konu okkar sjaldan, heilsan leyfði ekki mikil samskipti. Hennar var ævinlega sárt sakað við endurfundi hópsins og að leiðarlokum sitjum við hljóð og minnumst hvert á sínum stað. Dóttur hennar, Hönnu Krist- ínu, sendum við innilegar sam- úðarkveðjur, móðurmissirinn er sár, en minnstu þess að þú varst ljósið í lífi mömmu þinnar og haltu fast í allar góðu minning- arnar. Öll þökkum við góða samveru og vináttu. Blessuð sé minning Sigríðar Friðriksdóttur. Fyrir hönd bekkjarfélaga á Bifröst 1960-62, Ágústa Þorkelsdóttir. Kveðja frá saumaklúbbskonum. Sá sem veit um ákvörðunar- staðinn þekkir leiðina. Við kveðjun nú í dag okkar elskulegu vinkonu Sigríði Frið- riksdóttur – Sísí sem við urðum samferða í gegnum lífið. Vinátt- an byrjaði í Samvinnuskólanum að Bifröst fyrir rúmri hálfri öld og hefur haldist. Eftir að skóla- vist lauk héldum við nokkrar konur saman og stofnuðum saumaklúbb sem enn starfar. Sísý var alltaf hrókur alls fagnaðar og hafði skoðanir á öll- um hlutum. Hún var góður vinur og trú vinum sínum og sá oft lengra en nef hennar náði. Það var komið að Sísí að hafa næsta saumaklúbb þetta haustið og var hún búin að hafa samband við okkur allar og segja okkur að hún ætlaði ekkert að hugsa um þetta fyrr en í nóvember. En svo skyndilega lagði hún upp í ferða- lag og það til sumarlandsins og veðrið var yndislegt og þvílíkt sólarlag. Við þökkum innilega fyrir all- ar yndislegu samverustundirnar með henni. Elsku Hanna Kristín við vott- um þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúð. Saumaklúbbsvinkonur úr SVS, Hugrún, Hulda, Ingibjörg, Jakobína, Kristín, Lilja og Steingerður. Sigríður Friðriksdóttir HINSTA KVEÐJA Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Blessuð sé minning kærrar frænku. Auður Kristinsdóttir. Á uppvaxtarárunum í Skugga- hverfinu bar það stundum við í sláturtíðinni að afi Magnús Björns- son, sem var frá Bollastöðum í Flóa, skryppi undir kvöld niður í Sláturfélag á Skúlagötunni. Erind- ið var jafnan að heimta til gistingar eftir fjárrekstra að austan ungan bróðurson, Guðjón Sveinbjörnsson frá Uppsölum. Þannig urðu fyrstu kynni okkar Guðjóns heitins. Ég veitti því strax athygli, hve snyrti- legur Guðjón ætíð var, þótt hann hefði staðið í fjárstússi eða öðrum verkum. Við töldum okkur frænd- ur, þótt Magnús væri í raun ein- ungis stjúpi kjörmóður minnar. Eina helgi sumarið 1952 tókum við Magnús afi okkur til og þágum heimboð í Uppsali. Veður var eins og best getur orðið á Suðurlandi. Þau systkin Guðjón, Guðlaug og Jóna, áttu þá ein fjögur mósótt hross, öll heimaalin að ég tel, og hvert öðru betra reiðhross. Ég reið Guðjón Sveinbjörnsson ✝ Guðjón Svein-björnsson fæddist í Upp- sölum, Hraungerð- ishreppi, 11. októ- ber 1921. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 11. október 2013. Útför Guðjóns fór fram frá Sel- fosskirkju 25. októ- ber 2013. einu þessara ágætu hrossa hátt í dags- ferð með þeim Guð- jóni og Jónu að skoða herminjar í Kaldaðarnesi og víð- ar. Ég minnist enn þessa dags með gleði. Mér sýndist Sveinbjörn í Uppsöl- um vera glöggur kúabóndi og það átti einnig við börn hans. Að minnsta kosti hef ég aldrei séð aðra eins natni við kýr og var í Uppsölum. Mér er enn minnisstætt, hve kýrnar litu miklum þakkaraugum til Jónu, þegar hún fór yfir þær með ryksugunni! Vegna langdvalar erlendis sá ég ekki Guðjón aftur fyrr en haustið 1966 eða 1967. Ég var þá að hjálpa til við að flytja fé til skilaréttar, en Guðjón var nýkom- inn af fjalli úr annarri leit. Skömmu eftir þetta eignaðist ég hesta á ný og kynni okkar komust á fastan grunn. Við Guðjón áttum svo eftir að ríða út saman um áratuga skeið. Guðjóni þótti sérstaklega eftir- tektarvert hve góðir reiðvegir voru, og eru raunar enn, í grennd við Reykjavík. Honum fannst upp- lifun að ríða Selvogsgötu og hann var með okkur Skúla Pálssyni lög- manni þegar við riðum í fjallið Þrí- hyrning í spor Flosa, þótt hann léti sér færra um þann höfðingja en við hinir. Guðjón var eins gegnhreinn framsóknarmaður og frekast verður. Hann tók því hrakföllum Framsóknarflokksins illa og Tím- ans sérstaklega eins og raunar segir í minningargrein á útfarar- daginn. Ég varaðist að ræða við hann stjórnmál til að spilla ekki góðum vinskap. Ég veit, að Guð- jóni þótti ég stundum of litlaus embættismaður, en hann af- greiddi málið á eftirfarandi hátt: „Ég veit að þú vilt fátt segja, því að þú þarft að vinna fyrir alla þessa asskota!“ Með Guðjóni er genginn skel- eggur og litríkur persónuleiki, sem seint líður úr minni þeim, er þekktu. Við hjónin og börn okkar sendum Jónu hugheilar samúðar- kveðjur. Þorkell Jóhannesson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.