Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Þegar menn vilja nefna einhvern augljósansparnað í útgjöldum ríkisins er utanrík-isþjónustan auðveldasta fórnarlambið. All- ir eru tilbúnir að skera niður þar – spara milljarða – ekkert mál. Alla vega séð úr fjarlægð. Og oft hefur utanríkisþjónustan gefið höggstað á sér. Fríðindi starfsfólks, rándýrt húsnæði og gælu- verkefni. En þá vill hitt gleymast sem jákvætt er, farvegurinn sem hún skapar fyrir tengsl og menn- ingarsamskipti. Að mínu mati eiga Íslendingar að forgangsraða mjög markvisst í utanríkisþjónust- unni: Leggja rækt við norrænt samstarf, horfa til Sameinuðu þjóðanna, alls sem kemur sjónum við, eldfjöllum og jarðhitarannsóknum og síðan eiga mannréttindamál að sjálfsögðu alltaf að vera í brennidepli. Sjálfum brá mér ögn við þegar Gunn- ar Bragi utanríkisráðherra kvaðst ætla að fjölga sérfræðingum í Brussel. Er virkilega þörf á því? En samstarfið við útlönd fer ekki einvörðungu fram í gegnum utanríkisþjónustuna eða formleg tengsl ríkisins. Sveitarfélögin hafa tengsl, vís- indamenn, listamenn skapa tengsl, íþróttafélög, verkalýðsfélög, stofnanir og fyrirtæki; við menn- ingarviðburði eru ofin samskiptanet, gott dæmi er Airwaves – að ógleymdum einstaklingunum sem kynnast einstaklingum sem aftur þekkja fólk og koll af kolli. Þegar Bretar settu skólagjöld á er- lenda háskólanemendur á áttunda áratug síðustu aldar var gjöldunum andæft úr tveimur áttum, annars vegar af hálfu þeirra sem vildu hafa landið sem opnast fyrir menningarlegri fjölbreytni og hins vegar af hálfu viðskiptalífsins. Þar á bæ skildu menn að erlendir skólanemar þurftu að kosta framfæri sitt, kaupa mat, föt, bækur, leigja húsnæði og fara í bíó. En það sem meira var, þeir mynduðu tengsl, lærðu að lesa bresk blöð og sér- fræðitímarit í sínu fagi. Þar læsu verkfræðing- arnir um tækninýjungar og það sem meira er, sæju auglýsingar um breska framleiðslu. Síðan kæmu allir í frí til Bretlands síðar á lífsleiðinni. Erlendir háskólanemar væru með öðrum orðum góður bissniss! Sjálfur átti ég kost á því að kynn- ast erlendri menningu á uppvaxtarárum mínum og mun ævinlega standa í þakkarskuld við for- eldra mína fyrir að líta á það sem hluta af uppeld- inu að opna heiminn fyrir börnum sínum. Slíkt er gert með skipulegum hætti af hálfu skiptinema- sambandsins, AFS. Þessi samtök starfa í yfir 50 löndum í öllum heimsálfum. Þótt saga samtak- anna sé eldri hófust nemendaskipti árið 1947. Ís- lendingar fóru að taka þátt í þessu starfi tíu árum síðar. Frá þeim tíma hefur umfangið aukist jafnt og þétt og fara nú 100-120 skiptinemar árlega til dvalar erlendis og við tökum á móti 20-30 nemum hingað til lands ár hvert. Á heimasíðu samtakanna segir að markmið AFS sé að „að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum upp- runa, víkka sjóndeildarhring ungs fólks og auka menntun þess“. Þær íslensku fjölskyldur sem hafa opnað heimili sín erlendum skiptinemum eiga lof skilið. AFS hef ég aðeins kynnst úr fjar- lægð en verður oft hugsað til allra þeirra sendi- herra sem samtökin gera árlega út af örkinni fyrir okkar hönd og hvernig tengsl Íslands út á við styrkjast á jákvæðum forsendum fyrir tilstilli þessarar ódýru utanríkisþjónustu. AFS: Ódýr utanríkisþjónusta * Sjálfum brá mér ögn viðþegar Gunnar Bragiutanríkisráðherra kvaðst ætla að fjölga sérfræðingum í Brussel. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Mesta púður fólks á netinu þessa vikuna fór í tvö mál; KSÍ og Jón Gnarr. Klúður KSÍ í miðasölu á Króatíuleikinn og að Jón Gnarr ætlar að hætta sem borgarstjóri. Önnur mál blikn- uðu í samanburði og komast ekki á lista. „Ég er svo reiður út í KSÍ að ég ætla að byrja á Twitter,“ sagði Ari Eldjárn grínisti á fésbókarsíðu sinni og uppskar 527 læk fyrir það. Twittersamfélag Íslands geymir margan fótbolta- spekinginn og fór sá samskiptamið- ill nánast á hliðina þegar fólk áttaði sig á því að uppselt hefði verið á leik- inn hálfátta. „Upp- selt, hvernig væri að bjóða góðan daginn,“ sagði Sólmundur Hólm, annar grínisti, þótt fáum hafi verið hlátur í huga. Arnar Björnsson, íþrótta- fréttamaður Stöðvar 2, gat þó séð spaugilegar hliðar á málinu og blandaði tveimur eldfimum málum saman í hrærigraut. „Vallarvinir, systursamtök Hraunavina, hafa far- ið fram á að lögbann verði sett á fótboltaleik Íslands og Króatíu 15. nóvember. Svörður Finnjónsson, talsmaður Vallarvina, segir að Laug- ardalsvöllurinn þoli ekki að spilað sé á þessum árstíma. Samtökin hafa óskað eftir umhverfismati á vell- inum. Í ljós hefur komið að Vall- arvinir keyptu fjögur þúsund miða á leikinn og ætla að mótmæla með því að mæta ekki.“ Jón Gnarr til- kynnti að hann myndi hætta eftir kjörtímabilið sem borgarstjóri. „Setning dagsins, ef ekki bara ald- arinnar: „Pólitík er eins og að vera í leshring með öðru fólki þar sem endalaust er talað um stafsetningu, ekki söguna.“ sagði Tinna Hrafnsdóttir, leikkona á fésbók- inni, og vitnaði í borgarstjórann fyrrverandi sem tilkynnti að hann myndi ekki fara í framboð aftur á Rás 2. AF NETINU Hollywood-leikarinn Chris Hemsworth, er þessa dagana að kynna myndina Thor 2 The Dark World sem frumsýnd var í vikunni. Ís- land leikur stórt hlutverk í myndinni og kuldinn nísti kinnar Hemsworths. „Það voru mínus fimm gráður þegar við vorum á Ís- landi. Ég var í stuttermabúningnum og á köflum fannst mér ég vera að missa fing- urna, slíkur var kuldinn,“ segir stjarnan í viðtali við miðilinn Entertainment Weekly. Hann talar mjög vel um Ísland og aðstæð- urnar hér á landi en það sem kom honum mest á óvart var hversu margir hétu Þór. „Það var frábært að vera á Íslandi, standa á eldfjallinu þar sem þetta allt byrjaði. Þá þarf maður varla að leika.“ Myrkur, kuldi, ís og snjór eru í Thor 2 þó engin sé Skálmöld. Monitor gaf henni þrjár og hálfa stjörnu. AFP Ískaldur Hemsworth Tónlistarstjarnan Ásgeir Trausti Einarsson er í stóru viðtali við vefmiðilinn Sabotage Times í vikunni þar sem Íslendingurinn er kynntur fyrir lesendum vefmiðilsins og tvö myndbönd með honum spiluð. Platan hans Dýrð í Dauðaþögn heitir á ensku In the Si- lence. Spyrlinum finnst mjög merkilegt að Ásgeir Trausti hafi eitt sinn einbeitt sér að spjótkasti en Ásgeir þótti mjög liðtækur kast- ari og á nokkur unglingamet enn þann dag í dag. Íslandsmet hans í flokki 14 ára unglinga er 63,38 metrar. „Þegar ég var 17 ára kastaði ég lengst 67 metra,“ segir Ásgeir en skömmu síðar meiddist hann í baki og þurfti að leggja spjótið á hilluna. Tónlistin tók yfir og hefur Ásgeir Trausti ekki litið um öxl síðan. Í Sabo- tage Times kemur einnig fram að Ásgeir sé nafn sem lesendur eigi að leggja á minnið – slík sé snilldin. Á best 67 metra Ásgeir Trausti var mikill kastgarpur og einbeitti sér að spjótkasti. Íslandsmet hans stendur enn. Morgunblaðið/Kristinn Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.