Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 13
AVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK BORÐSTOFU- STÓLADAGAR G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili – MANTONI PU-grátt. Viðarfætur. TILBOÐSVERÐ: 9.990 KR. Fullt verð 15.990 TANGO Ljósgrátt áklæði. Viðarfætur. TILBOÐSVERÐ: 23.990 KR. Fullt verð 29.990 ENIGMA PU-svart og svartlökkuð viðargrind. TILBOÐSVERÐ: 19.990 KR. Fullt verð 29.990 BAMB Svart birki. Flettuð seta. TILBOÐSVERÐ: 19.990 KR. Fullt verð 25.990 AfsláttuR 6.000 kRónuR! AfsláttuR 6.000 kRónuR! AfsláttuR 10.000 kRónuR! AfsláttuR 6.000 kRónuR! * TILBOÐIN GILDA TIL SUNNUDAGSINS 3. NÓVEMBER EÐA Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. AfsláttuRAföll uMBoRðstofus tóluMuMhelgin A 3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 búið var að æfa almennilega nýju bítlalögin, heldur voru þeir einnig í alvörubúningum. Rúnni hafði á boltaferðalagi í útlöndum keypt forláta svart leðurvesti með rauðu baki og krómuðum hnöppum og fékk mömmu sína til að sauma samskonar vesti á hina strákana. Undir vestunum voru allir í röndóttum Melkaskyrtum sem Eddi hafði keypt í London og með svartar leð- urslaufur. Langflottastir! Það var líkt með Hljóma frá Keflavík og Bítlana frá Liver- pool, frægð þeirra barst með leifturhraða um landið allt. Þennan vetur voru þeir eftir- sóttasta hljómsveitin á skólaböllum Reykja- víkuræskunnar. Um vorið var haldið í hringferð um landið allt og leikið á stærstu útisamkomu sumarsins í Húsafelli. Karl hætti áður en fyrsta hringferðin hófst og fór á námssamning hjá rafvirkjameistara. Rúnar, Gunnar og Erlingur skiptu söngnum á milli sín þetta sumar, en um haustið eftir fræga för til Liverpool borgar settist Eng- ilbert Jensen við trommusettið í stað Egg- erts og gerðist ásamt Rúnari Júlíussyni helsti söngvari sveitarinnar næstu árin. Áður en árið var á enda hafði Svavar Gests, helsti útgefandi landsins, samband við þá og gerði við þá plötusamning, fyrsta allra ungra hljómsveita í landinu. „Bláu augun þín“ og „Fyrsti kossinn“ prýddu fyrstu tveggja laga plötu Hljóma, tvö af fjölmörgum sönglögum Gunnars Þórð- arsonar sem slegið hafa í gegn hjá íslensku þjóðinni. Ólafur Gaukur gerði söngtexta við bæði lögin. Hljómar tóku á sínu fyrsta starfsári forystuna í bítlamenningunni á Ís- landi og létu hana aldrei af hendi. Umrædd plata Hljóma var tekin upp í Ríkisútvarpinu við Skúlagötu í febrúar 1965. Nýr liðsmaður kom inn, Pétur Östlund, sem þá þegar var orðinn fremsti jazztrommuleikari landsins. Síðasta verk Engilberts að þessu sinni með Hljómum var að syngja „Bláu augun þín“, en hann átti eftir að koma aftur og syngja meira! Tilkoma Péturs breytti tónlistinni verulega. Bítlalögin hopuðu fyrir taktföstum rythmablús og tilfinningaþrunginni soul- tónlist svertingjanna í Ameríku. Þessi tón- listarstíll var um svipað leyti að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum. Rolling Stones lögðu línuna á árunum 1964 -1965, þeir eyddu drjúgum tíma í Ameríku og tóku upp ógrynni af góðum rytmablús í Chess stúd- ióinu í Chicago og í hljóðveri RCA í Holly- wood. Á Bretlandi voru kapparnir Eric Clapton, Jimmy Page og Jeff Beck, sem all- ir komu við sögu hjá Yardbirds, helstu merkisberarnir, ásamt 17 ára gömlu undra- barni, Stevie Winwood sem blúsaði af full- um þroska í hljómsveit Spencer Davies. Þróun tónlistar og aukin færni á hljóðfæri bar árangur Það var á þessum nótum sem Hljómarnir þróuðu tónlist sína næstu tvö árin eða svo. Vinsældapoppið var látið fjúka lönd og leið, lögin á prógramminu urðu færri og lengri. Löng gítarsóló, trommusólo og jafnvel bassasóló einkenndu flutninginn. Færnin á hljóðfærin jókst til mikilla muna á Péturstímabilinu, þeir stóðu erlend- um rythmablússveitum fyllilega á sporði, enda uppskáru þeir erlendan plötusamning hjá ekki minna fyrirtæki en CBS í Banda- ríkjunum 1966. Svavar Gests gaf út fjögurra laga plötu í nóvember 1965. Vinsælasta lag þeirrar plötu var „Ertu með?“ eftir Gunnar Þórðarson með texta Ómars Ragnarssonar. Svavar kom ekki oftar að útgáfu Hljóma. Það var stærsta hljómplötuútgáfa landsins Fálkinn á Laugavegi, sem tók við Hljómum. Fálkinn útvegaði Hljómum útgáfusamning í Bretlandi hjá EMI samsteypunni og 1966 kom plata út hjá Parlaphone, sama merki og hýsti sjálfa Bítlana. Plata Hljóma hjá EMI var tveggja laga plata með lögunum „Once“ og „Memory“. Á CBS plötunni bandarísku voru lögin „Show me you like me“ og „Stay“. Öll lögin voru eftir Gunnar Þórðarson með textum Péturs Östlund. Um svipað leyti kom út á Íslandi sex laga EP plata með lögum úr stuttmyndinni „Umbar- umbamba“, sem Reynir Oddsson kvik- myndagerðarmaður gerði um Hljóma á leið á sveitaball og sýnd var sem aukamynd í Austurbæjarbíói snemmsumars 1966 og seinna sama sumar víðsvegar um landið. Ekki varð neitt framhald á útrás Hljóma að þessu sinni og Pétur Östlund skildi við Hljóma í mars 1967. Engilbert Jensen tók aftur sæti sitt á trommustól Hljómanna og urðu nú enn á ný straumhvörf í tónlistarsköpun sveit- arinnar. Gunnar Þórðarson, sem var óum- deilanlega foringi hópsins, hafði fest mikið dálæti á bandarísku söngsveitinni „The Beach Boys“ sem undir forystu Brian Wil- son hafði þróað með sér allsérstæðan stíl þar sem mikið var lagt upp úr sterkri mel- ódíu og margrödduðum söng. Endurkoma Engilberts, þess mikla söngvara, og sú stað- reynd að þeir Rúnar, sem hafði orðið að- alsöngvari sveitarinnar, mynduðu ásamt Gunnari og Erlingi afbragðs söngkvartett, sem Gunnar samdi fyrir og útsetti að mestu leyti. Vorið 1967 samdi Svavar Gests (SG hljómplötur) við Hljóma um útgáfu fyrstu 12 laga plötunnar. Þeir fóru til Lundúna þá um sumarið og hljóðrituðu í Chappel stúd- íóinu. Platan kom síðan út þá um haustið og var afskaplega vel tekið. Sígild lög Mörg laganna eru löngu orðin sígild og hljóma enn á öldum ljósvakans og í veislu- sölum landsins nú nærri hálfri öld síðar. Má þar nefna „Þú og ég“, „Heyrðu mig góða“, „Sveitapiltsins draumur“ og „Þú ein“. Vin- sældir Hljóma náðu nýjum hæðum við út- komu stóru plötunnar. Í ársbyrjun 1968 fóru Hljómar til Svíþjóðar og tóku þátt í dægurlagakeppni norrænna útvarpsstöðva og stóðu sig vel, án þess þó að hljóta sigur. Povl Dissing söngvari frá Danmörku varð hlutskarpastur í það skiptið. Um vorið bættist góður liðsafli við söng- sveitina, Patricia Gail Owens , í daglegu tali kölluð Shady Owens. Shady bjó uppi á Keflavíkurflugvelli með bandarískum föður sínum og íslenskri móður. Shady var uppal- inn í Bandaríkjunum, var hæfileikarík söng- kona með góðan tónlistarsmekk. Hún setti skemmtilegan lit á bandið og söngvaflóran varð fjölbreyttari. Hvort sem um var að ræða rokkblúsaða söngva Janis Joplin, eða hárfína og viðkvæma tónlist Burt Bach- arach, sem bæði Gunnar og Shady höfðu yndi af, fór Shady létt með alltsaman. Shady sem var nokkrum árum yngri en strákarnir (f. 1949) var sérstaklega fé- lagslynd og glaðvær stúlka sem hafði góð áhrif á strákana. Hljómarnir voru nú á há- tindi frægðar sinnar, höfðu nóg að starfa í spilamennskunni, festu kaup í ársbyrjun 1968 á stórum yfirbyggðum Dodge Van, sem tók öll hljóðfæri þeirra, réðu sér jafn- framt rótara, fyrstir íslenskra hljómsveita. Sá var Óttar Felix Hauksson, sem seinna átti eftir að koma aftur við sögu sveit- arinnar. Síðsumars 1968 var enn haldið til Lundúna og farið í stóra plötu. Að þessu sinni varð Olympic studio fyrir valinu. Þar höfðu ýmsir risar dægurtónlistarinnar gert stóra hluti. Má þar m.a. nefna Rolling Sto- nes. Þess má til gamans geta að Olympic stúdíóið var tvískipt og á sama tíma og Hljómar voru við vinnu sinni í stúdíói 2 voru fjórir náungar að vinnu í stúdíói 1, sem á næstu misserum áttu eftir að slá rækilega í gegn. Þeir kölluðu sig Led Zep- pelin og urðu eitt stærsta band heimsins á árunum upp úr 1970. Önnur 12 laga plata Hljóma leit dagsins ljós fyrir jólin 1968 og jók enn frekar á söngvaarfleifð þá sem Hljómar skildu eftir sig. Lög eins og „Ást- arsæla“, „Ég elska alla“, „Lífsgleði“ og „Er hann birtist“ sýndi landanum enn frekar að í Gunnari Þórðarsyni átti það söngvasmið, sem átti sér varla jafnoka á sínu sviði. Eiturlyfjaneysla jókst 1968-1969 var mikið umbrotatímabil í menn- ingarsögu Vesturlanda. Áhrif stúdentaóeirð- anna sem hófust í Frakklandi, risu sem misháar öldur víða í Evrópu. Ungt fólk var í mótþróa gegn ríkjandi kerfi og leitaði nýrra leiða. Lausung og eiturlyfjaneysla jókst og gömlum gildum var kastað á glæ. Þetta ástand hafði einnig sterk áhrif á tón- listargeirann. Þar vildu menn prófa nýjar leiðir og lögðu af það gamla. Súpergrúppur náðu vinsældum. Hugmyndin að baki þeim var að velja bestu mennina úr 2-3 hljóm- sveitum og etja þeim saman í enn frekari átök á tónlistarsviðinu í svokallaðri súp- ergrúppu. Englendingar riðu á vaðið með þetta þegar fram komu hljómsveitir eins og Cream og Blind Faith. Á Íslandi voru menn einnig spenntir fyrir slíkum hugmyndum. Tvær hljómsveitir þóttu skara framúr í ís- lenskum dægurlagaheimi veturinn 1968- 1969, frumherjarnir Hljómar frá Keflavík og Flowers úr Reykjavík, sem státaði af þeim snillingunum Gunnari Jökli Hákonarsyni trommuleikara og Hammondorgel- og píanó- leikaranum Karli Sighvatssyni. Úr varð að Gunnar Þórðarson gekk ásamt félaga sínum Rúnari Júlíussyni og söngkonunni Shady Owens til liðs við þá Gunnar Jökul og Karl og þau stofnuðu íslensku súpergrúppuna Trúbrot. Þessi tíðindi leiddu til mikilla hræringa í íslenskum dægurlagaheimi og eru efni í aðra sögu, sem ekki verður sögð hér. En kafla Hljóma í íslenskri dæg- urlagasögu var hvergi nærri lokið, þó önnur verkefni væru sett á oddinn að þessu sinni. Hljómar voru endurreistir 1974 og gáfu út plötu og aftur komu þeir saman á nýrri öld, héldu hljómleika víðsvegar um land og gáfu út tvær plötur 2003 og 2004. Aldrei var ætl- unin að fara út í þá sálma að þessu sinni og læt ég því þessari frásögn af frum- herjum frumsaminnar popptónlistar á Ís- landi lokið. Blessuð sé minning fallins félaga, Rúnars Júlíussonar. * Eftir þriggja mánaðaþrotlausar æfingarfengu strákarnir tækifærið óvænt upp í hendurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.