Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 15
mannvirki við Lónið þannig að þau falla mjög vel inn í umhverf- ið. Þetta gerir að verkum að þeir sem koma í Bláa Lónið ganga inn í sérstakan heim. Við höfum fjár- fest mikið í uppbyggingu og erum nú að njóta ávaxanna af henni. Allt þarf að gerast í réttri röð. Við fjárfestum í uppbyggingu og í framhaldi af því gátum við hækk- að verð og höfðum meiri tekjur af hverjum gesti. Með þessum hætti og með eflingu annarra vöru- og þjónustuþátta varð fyrirtækið arð- bært, en í því sambandi má ekki gleyma þróun okkar á Blue Lago- on húðvörum, sem seldar eru í sérverslunum okkar hér á landi og um allan heim á netinu. Þetta er nú sterk tekjustoð í okkar starfsemi. Það gerist svo sjálf- krafa þegar fyrirtækið er orðið jafn fjárhagslega sterkt og við er- um nú orðin að þá er hægt að bjóða betri laun, veita betri þjón- ustu og efla þjónustu- og vöruþró- un enn frekar.“ Þú sagðir fyrr í þessu viðtali að Blue Lagoon væri vörumerki. Hvernig vörumerki er það? „Í mínum huga er Blue Lagoon vörumerki sem stendur fyrir ákveðin gildi, eins og öll önnur vörumerki. Það sem kemur upp í huga fólks þegar vörumerkið Blue Lagoon er nefnt er einstök upp- lifun, Ísland, hraun, jarðvarmi, en fyrst og fremst jákvæðar tilfinn- ingar sem snúa að vellíðan og heilsu.“ Svört atvinnustarfsemi versti bletturinn Ef þú miðar við reynslu þína í uppbyggingarstarfi í Bláa Lóninu, hvað eru Íslendingar þá að gera rangt í sambandi við ferða- mennsku? „Það er umhugsunarefni að meðaltekjur af hverjum erlendum ferðamanni nú í erlendri mynt eru minni en fyrir hrun. Meðan ferðamönnum fjölgar jafnmikið og raun ber vitni þá er slæmt að við séum ekki á sama tíma að fá meiri tekjur af hverjum og einum. Á Íslandi er einstök náttúra sem hefur sterkt aðdráttarafl á fjölda erlendra ferðamanna en við erum ekki að verðleggja ferða- mannaperlur okkar eins og við ættum að gera. Að mínu mati er- um við að undirverðleggja Ísland hvað ferðamannaperlurnar varðar. Ég tala af reynslu því árið 2008 var ég að undirverðleggja þá upp- lifun að heimsækja Bláa Lónið. Ég held reyndar að Ísland nú sé Morgunblaðið/Kristinn * Að mínu mati erum við að undirverðleggja Ísland hvaðferðamannaperlurnar varðar. Ég tala af reynslu því árið2008 var ég að undirverðleggja þá upplifun að heimsækja Bláa Lónið. Ég held reyndar að Ísland nú sé í þessu efni í sömu stöðu og Bláa Lónið var árið 2008. í þessu efni í sömu stöðu og Bláa Lónið var árið 2008. Við fórum þá leið að hækka verðskrár okkar, en við rekum fyrirtækið í evrum. Á fimm árum höfum við tvöfaldað grunnverð en á sama tíma hefur gestum okkar fjölgað um 50 pró- sent. Ég er ekki að segja að það eigi að ráðast í að tvöfalda verð á allri afþreyingu, sem boðin er hér á landi en ég tel sóknarfærin mikil ef við vöndum okkur. Bláa Lónið hafði forgöngu um það ásamt Icelandair, Isavia og Bílaleigu Akureyrar að fá Boston Consulting Group til að gera út- tekt á stöðu íslenskrar ferðaþjón- ustu og sóknarfærum til fram- tíðar. Niðurstöður þeirrar vinnu voru kynntar á fjölmennum fundi í Hörpu nú í byrjun september síðastliðins. Í þessari skýrslu er því spáð að eftir tíu ár muni ein og hálf milljón ferðamanna heim- sækja Ísland. Mér finnst sú spá vera hófleg. Í ár munum við Ís- lendingar taka á móti 800.000 er- lendum ferðamönnum þannig að verið er að spá tvöföldun á næstu tíu árum. Það er athyglisvert að það var fyrst nú í ár sem ég fór að heyra fólk tala með neikvæðum hætti um erlenda ferðamenn. Maður heyrir að ekki verði þverfótað fyrir erlendum ferðamönnum og það heyrast jafnvel fréttir af slæmri umgengni þeirra. Mér hrýs hugur við tilhugsunina um að við fáum eina og hálfa milljón gesta eftir tíu ár í það umhverfi og við þær aðstæður sem við höf- um í dag. Það væri skelfilegt, bæði fyrir ferðaþjónustuna sem atvinnugrein, þjóðina og landið sjálft því margir okkar helstu ferðamannastaðir þola vart átroðninginn sem er á þeim nú þegar yfir háannatímann. Það þarf að huga að gjaldtöku af ferðamannastöðum og um leið tryggja að fjármagnið sem kemur út úr þeirri gjaldtöku sé notað til uppbyggingar á þessum stöðum. Það er nauðsynlegt að dreifa ferðamannafjöldanum betur yfir árið og betur um landið, þannig að um leið og við fáum meiri tekjur af hverjum og einum ferða- manni þá styrkjum við innviðina og ferðamannastaðina. Þetta vinn- ur allt saman. Við verðum að standa rétt að uppbyggingu ferðaþjónustunnar og það er bent á í skýrslu BCG að nauðsynlegt sé að einfalda stjórnsýsluna í kringum ferða- þjónustuna. Stjórnsýslan er barn síns tíma og hefur ekki þróast í samræmi við hraðan vöxt grein- arinnar. Þar er margt úrelt og þar eru margir aðilar að gera sömu hlutina. Það verður að setja skýran lagaramma og stýra vext- inum í ferðaþjónustunni. Eins og staðan er í dag getur hver sem er stofnað bílaleigu og rekið hana úr bílskúrnum og hver sem er getur stofnað ferðaskrifstofu og rekið hana af eldhúsborðinu og hver sem er getur leigt út herbergi og íbúðir á netinu án þess að borga af því skatta og skyldur. Svört at- vinnustarfsemi er að mínu mati versti bletturinn á íslenskri ferða- þjónustu nú um stundir. Meðan slíkt gullgrafaraæði er við lýði þá verður ekki sá þjóðhagslegi ávinn- ingur af starfseminni, sem greinin á að geta skapað. Hömlulausum vexti fylgja léleg gæði og mistök samanber það sem við sjáum í fréttum. Erlendir ferðamenn lentu fyrir ekki ýkja löngu í óhappi á ótryggðum gömlum jeppa frá að- ila sem var með tugi slíkra bíla í rekstri og stjórnvöld höfðu engin úrræði til að loka búllunni. Þetta er vitaskuld fráleitt. Þá koma er- lendir ferðamenn í einkabílum og á rútum til landsins með Nor- rænu, sem flytja með sér allan matarkost og jafnvel bensínið á bílana líka, til þess að njóta Ís- lands án þess að borga neitt fyrir það. Þetta gengur vitaskuld ekki. Það má ekki gleyma því að það steðja ytri ógnir að íslenskri ferðaþjónustu eins og öðrum at- vinnugreinum og verði ferðaþjón- ustan fyrir skakkaföllum til dæm- is vegna alþjóðlegra hryðjuverka eða innlendra náttúruhamfara skiptir miklu máli að innviðir greinarinnar séu sem sterkastir.“ Þor til að fjárfesta Ertu bjartsýnn á að það verði viðsnúningur í þessum málum? „Umræðan er hafin. Menn sjá jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúskapinn en einnig mögu- leg neikvæð áhrif hennar á nátt- úru landsins. Til að hafa ávinning af ferðaþjónustu á Íslandi verður að stýra uppbyggingu hennar og gæta þess að ferðamannaperlur okkar og auðlindir skaðist ekki. Um leið og menn sjá tækifærin verða þeir að gera sér grein fyrir hættunum, grípa í taumana og stýra þróun mála í stað þess að ana stjórnlaust áfram. Stjórnvöld virðast gera sér góða grein fyrir þessu og eru reiðubúin að vinna að þessum málum í samvinnu og samráði við ferðaþjónustuna og því ber að fagna.“ Finnst þér að menn geti eitt- hvað lært af uppbyggingu Bláa Lónsins? „Já, það tel ég. Það er mik- ilvægt að menn hafi þor til að fjárfesta í uppbyggingu og að- stöðu og verðleggi þjónustuna í samræmi við upplifun og gæði, sem slík uppbygging býður upp á. Á Íslandi eru einstakir staðir sem eru allt öðru vísi en Bláa Lónið og veita annars konar upplifun en eru sérstæðir á sinn hátt. Bláa Lónið er á margan hátt einstakt fyrirbæri, en það eru klárlega mörg sóknarfæri í öllum lands- hlutum þar sem menn gætu beitt sömu aðferðarfræði og beitt er í Bláa Lóninu til þess að skapa mikil verðmæti bæði staðbundið og fyrir þjóðarbúið allt Það er oft talað um að vandi ferðaþjónustunnar sé sá að þar séu ekki til arðbær fyrirtæki og þar séu ekki borguð nógu góð laun. Bláa Lónið hefur slegið þessi gömlu ferðaþjónusturök út af borðinu og er mjög arðbært fyrirtæki og greiðir samkeppn- ishæf laun. Ég segi: Búum til fleiri fyrirtæki sem fjárfesta í upplifun, verðleggja sig í sam- ræmi við gæði þeirrar upplifunar, veita mörg vel launuð störf, hagn- ast, borga arð og greiða skatta.“ 3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 faldaaflið KomduámorgunverðarfundhjáFélagiatvinnurekenda Skaðastóru bankarnir samkeppni? þriðjudaginn 5. nóvember kl. 8:30 í Nauthóli Félag atvinnurekenda kallar eftir skýrari takmörkun á eignarhaldi banka á fyrir- tækjum,meðal annars í nýbirtum tillögumumFalda aflið. Dagskrá: „Lögin umþað semer bannað“ - Páll RúnarM. Kristjánsson, lögmaður FA „Endurskipulagning, atvinnulíf og snjóhengja“ - Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MPbanka „Seinni hálfleikur hrunsins - Atvinnulíf í beisli fjármála- fyrirtækja“ - Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans Fundarstjóri: AlmarGuðmundsson, framkvæmdastjóri FA Fundargjald: 1.500 kr. fyrir félagsmenn FA / 2.900 kr.- fyrir aðra. Létturmorgunverður og kaffi innifalið. Skráðuþignúnaávefnumáatvinnurekendur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.