Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 22
* „Í upphafi voru konur fjölmennarien karlar á ketilbjölluæfingum en í dag er kynjaskiptingin orðin jöfn. Konurnar virðast oft vera óhræddari við að prófa nýja hluti því karlarnir eru oft fastari í því sem þeir eru vanir að gera,“ segir Vala Mörk. * „Kostir ketilbjölluæfinga eru marg-þættir. Maður er alltaf að vinna í styrk, liðleika og úthaldi á sama tíma. Þú ert alltaf að vinna þetta saman í einum pakka og þarft því ekki að skipta æfing- aráætluninni upp eftir þessum þáttum, þú klárar þetta allt bara í einni æfingu.“ * Ketilbjölluæfingar styrkja vel svo-kallaða „kjarna“ vöðva en það eru vöðvarnir á miðjusvæði líkamans. Þ etta byrjaði allt saman er þjálf- aragoðsögnin Steve Maxwell kom í heimsókn til okkar í sumar. Hann skipulagði heila æfingu þar sem hann skipaði öllum að fylla munninn af vatni við upphaf æfingarinnar. Svo átti fólk að halda vatninu í munninum alla æfinguna án þess að missa það ofan í maga,“ segir Guð- jón en hann rekur fjölskyldufyrirtækið kettlebells.is ásamt eiginkonu sinni. Hjónunum fannst æfingartæknin framandi í fyrstu en nú skipuleggja þau reglulega slíkar æfingar sjálf. Ávinningurinn er marg- víslegur að þeirra mati. „Það eru heilmikil fræði á bak við þetta og margir halda því fram að það sé óhollt fyrir líkamann að anda of mikið í gegnum munninn. Þá ertu kominn í of mikið álag, svokallaða örvæntingaröndun og þá er æf- ingin jafnvel farin að vinna á móti lík- amanum,“ segir Vala. „Með þessari nýju æfingartækni neyðist fólk til að anda rétt í gegnum nefið með meiri þindaröndun. Með þessum hætti lær- irðu að nýta lungun betur og öndunin verð- ur skilvirkari.“ Í anda Egils Ólafs Slíkar öndunaræfingar hafa gefið góða raun að þeirra mati og þau finna sjálf fyrir já- kvæðum áhrifum. „Maður lærir fljótt að stýra betur álaginu á æfingunum með þess- um hætti. Það merkilegasta við þetta er að þrátt fyrir að taka mjög þunga púlæfingu er maður algjörlega endurnærður á eftir ef maður passar sig á að anda rétt,“ segir Vala. „Ég hljóp stífluhringinn í Elliðaárdal um daginn og flestir sem ég mætti önduðu svo- kallaðri örvæntingaröndun líkt og himinn og jörð væru að farast. Með slíkri öndun ertu í raun að sjúga í burtu orku og kraft út úr líkamanum,“ segir Guðjón. Hann segir söngvarann Egil Ólafsson vera í svipuðum pælingum en hann hefur heyrt að söngvarinn sé að vinna markvisst í sinni öndun. Vilja ekki ganga of langt Öndunaræfingarnar eru í samræmi við breyttar áherslur þeirra í íþróttafræðilegri nálgun á æfingar. „Við erum dálítið að breyta línunni okkar í sambandi við ærsla- gang á æfingum. Við erum að hallast frá því að fólk þurfi gjörsamlega að keyra sig út á hverri einustu æfingu. Það vinnur svo mikið á móti líkamanum að vera í gríðarlega miklu álagi mörgum sinnum í viku. Æfingarnar okkar ganga út á að styrkja líkamann þann- ig að hann endist betur út lífið. Við hugsum til framtíðar, þú hefur bara einn líkama og viljum við ekki öll geta haldið heilsu og ver- ið virk hvort sem við erum þrítug eða átt- ræð?“ segir Vala. „Að sjálfsögðu keyrum við upp keyrsluæf- ingar við og við en alls ekki alltaf. Sumir krefjast þess að það sé mikil ákefð á æfing- um og eru ekki ánægðir fyrr en það er búið að píska þeim algjörlega út. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það er ekki endilega besta leiðin til að byggja sig upp og það endar oftast með meiðslum,“ segir Guðjón. „Við leggjum mikla áherslu á að fólk framkvæmi æfingarnar rétt. Þegar fólk er farið að fórna réttri tækni á altari hraðans viljum við að fólk taki sér pásu. Okkar markmið er að byggja fólk upp en ekki að meiða það eða að láta því líða illa eftir æf- ingu.“ Markmið hjónanna er að fólk gangi út af æfingu með þá tilfinningu í farteskinu að það hafi meiri orku heldur en áður. Æfa í bílskúrnum Hjónin eru frumkvöðlar á sínu sviði en þau hófu ketilbjölluþjálfun hér á landi árið 2006, fyrst Íslendinga. Fyrirtæki þeirra, kettlebells.is, er lítið fjölskyldufyrirtæki og allar æfingar fara fram í eða við bílskúr þeirra í Mosfellsbæ. „Við notum ekki bara ketilbjöllur því við erum einnig með sleggjur, dekk, kaðla og upphífingarstangir. Við notum mikið æfingar með líkamsþyngd og fólk veit aldrei hvað stendur til á æfingum hjá okkur. Við reyn- um að viðhalda fjölbreytileika og umfram allt að hafa þetta skemmtilegt,“ segir Vala. NÝSTÁRLEGAR ÆFINGAR Í KETILBJÖLLUÞJÁLFUN Æfa reglulega með fullan munn af vatni Morgunblaðið/Eggert HJÓNIN VALA MÖRK OG GUÐJÓN SVANSSON SKIPULEGGJA STUNDUM ÆFINGAR ÞAR SEM IÐKENDUR ÆFA MEÐ MUNNINN FULLAN AF VATNI. MEÐ ÞESSUM HÆTTI NEYÐIST FÓLK TIL AÐ ANDA Í GEGNUM NEFIÐ OG NÝTA LUNGUN BETUR. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Heilsa og hreyfing „Nú erum við flestöll sitjandi stóran hluta dagsins og því er þessi æfing nánast nauðsyn- leg þar sem hún hjálpar okkur að rétta úr mjöðmunum og styrkja aftari keðjuna á lík- amanum,“ segir Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálf- ari og afrekskona í frjálsum íþróttum. „Æfingin er einföld í framkvæmd og því getur þú framkvæmt hana hvar sem er, hve- nær sem er.“ Hún segir æfinguna henta vel fyrir alla, allt frá byrjendum til atvinnu- íþróttamanna. „Það er fínt að gera þetta tvisvar í viku, tvö til þrjú sett af tíu endurtekningum. Ef þú færð krampa í „hamstrings“ (aftan í lærin) þegar þú gerir æfinguna eru þeir vöðvar líklega ekki nógu sterkir, þá er gott að byrja rólega, og jafnvel bara á gólfi eða lægra undirlagi.“ ÆFING DAGSINS Mjaðmarétta 1. Liggur á bakinu með annan fótinn (eða báða) upp á stól, fínt að miða við að hnén séu í 90°. Hendur á bringu til að gera æfinguna erfiðari, annars meðfram síðum. 2. Þrýstir hælum í gólf og lyftir mjöðmunum upp með því að spenna rassvöðvana þannig að líkaminn myndi beina línu frá hnjám til axla, haltu stöðunni í 3-5 sekúndur. 3. Nú lækkarðu mjaðmirnar niður í gólf og ferð aftur í byrjunarstöðu. Morgunblaðið/Eggert Grænir heilsusafar hafa ýmsa góða eiginleika fyrir utan það að vera oftast einstaklega bragðgóðir. Í þeim má oft finna holl matvæli á borð við spínat og grænkál en slíkir drykkir hafa jákvæð áhrif á blóðsykur. Þeir auka jafnframt orku, veita okkur mikið magn af hollum andoxunarefnum og gefa meltingarfærunum hvíld frá þungmeltri fæðu. Allt er vænt sem vel er grænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.