Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunMæðgur búa í fallega innréttuðu einbýlishúsi sem gjarnan er líkt við félagsheimili »26 É g er að sjá það æ betur að ákveðnir hópar í þjóðfélaginu eru ekki að hætta sér til dæmis á hönnunarsýningar eða ákveðna listviðburði. Við erum svolítið í okkar hornum og höldum að við eigum ekki heima einhvers staðar því við erum ekki hönnuðir eða listamenn. Þess vegna vil ég bjóða íþrótta- fólk, útgerðarmenn á Höfn, húsmæður alls staðar að og alla aðra velkomin á opnunina og kynna fyrir þjóðinni íslenska hönnun. Við þurfum öll að tala meira saman,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Linda hefur verið ákveðinn braut- ryðjandi í textíliðnaðinum hérlendis en ekki síður hefur hún tekið þátt í því að færa umræðu um hönnun nær almenn- ingi. Linda er nú í óða önn að undirbúa opnun á sýningu í Spark Design 21. nóvember næstkomandi á glænýrri línu sandblásinna spegla frá Scintilla. Speglarnir eru innblásnir af skreyti- list Art Deco og póstmódernisma 9. áratugarins eins og Memphis-listahópurinn var þekktur fyrir. Linda kallar speglana póstmóderníska en ekki móderníska því meðan sá síðarnefndi vilji gleyma fortíðinni sé hún í speglum sínum einmitt að gera það sem gert er í póstmódern- isma; minna á liðna tíma, í nýjum búningi að sjálfsögðu. „Ég eignaðist eldgamlan vasa í anda Art Deco fyrir nokkrum árum sem ég hef ekki getað hætt að skoða og heillast af, hann er allur skorinn og þessi skreytilist er svo skemmtileg. Speglar eru praktískir en öll skreytilist hefur því miður verið fjarri speglagerð lengi, þeir hafa verið ferkantaðir og skrautlausir og mig langaði að leika mér með þetta. En speglar og Scintilla hafa verið sam- ferða á einn eða annan hátt allt frá upphafi. Á fyrstu sýningunni minni lagði ég til dæmis spegla á gólf sýn- ingarrýmisins, undir vörurnar, og ég hef hannað rúm- gafl með útskornum speglum.“ Þá segist Linda hafa orðið fyrir hugljómun á kúb- verskum veitingastað á Miami fyrir um ári síðan. Stað- urinn var þakinn speglum með skreytingum sem voru gerðir með því að skafa málmfilmuna aftan af spegl- unum. Verkefnið er óvenjulegt á fleiri vegu. Safnað verður fyrir framleiðslukostnaði í gegnum söfnunarsíðuna Kar- olina Fund og með því móti er líka hægt að eignast spegil en þetta er góð leið fyrir sprotafyrirtæki sem Linda segir spennt fyrir að prófa. „Ef fólk kaupir Scintilla-vörur í gegnum Karolina Fund þá fær það vöruna á betra verði en hún er á úti í búð og ef ekki tekst að safna upp í þá upphæð sem stefnt er að að safna – fær fólk endurgreitt.“ Þeim sem styðja Scintilla í gegnum Karolina Fund, á vefsíðunni karolinafund.com, er boðið í sérstakan fordrykk á laugardaginn, áður en sýningin sjálf verður opnuð. Speglarnir hennar Lindu Bjargar Árnadóttur eru sandblásnir að framan og aftan en með því móti verður til mjög falleg þrívídd. Linda vildi færa spegla nær gamalli skreytilist Art Deco tímabilsins. Morgunblaðið/Golli Hönnuðurinn tekur sjálfsmynd í einum af speglinum. Þeir verða til sýnis og sölu í Spark Design en Linda býður öllum á sýningaropnun um helgina. Speglarnir koma í fimm mismunandi stærðum og eru auk sandblástursins málaðir að aftan þannig að til verður þriggja laga mynstur. NÝ SPEGLALÍNA FRÁ SCINTILLA Ekki bara praktískir SPEGLAR HAFA VERIÐ SKRAUTLAUSIR HREINIR FLETIR UM ÁRABIL. HÖNNUÐUR- INN LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR FER ÞAR NÝJAR LEIÐIR Í ANDA ART DECO. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Linda Björg Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.