Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 38
Morgunblaðið/Eggert Nýlegustu kaup Guð- rúnar er svartur bómullarbolur úr vandaðri bómull. Guðrún fær gjarnan innblástur úr tískublöðum. Bestu kaup Guðrúnar eru „biker“ leðurjakkinn sem hún keypti í Berlín. GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR KAUPIR VANDAÐAR VÖRUR Kryddað með rokki og hátísku GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR KVIKMYNDAGERÐARKONA LAUK NÝLEGA TÖKUM Á MYNDINNI SUMARBÖRN SEM ER VÆNTANLEG Í KVIKMYNDAHÚS NÆSTA HAUST. GUÐRÚN HEFUR VAKIÐ EFTIRTEKT FYRIR FLOTTAN OG FÁGAÐAN STÍL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Guðrún á stórt safn af svörtum skóm sem alltaf má bæta við. Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ætli það hafi ekki verið svartur mótorhjólaleðurjakki og svartir há- ir Trippen-skórnir sem ég keypti í Berlín síðastliðið vor. En þau verstu? Það voru buxur sem ég keypti í H&M. Algjörar druslur sem rifn- uðu strax þó að þær væru vel rúm- ar á mig. Manstu eftir einhverjum tísku- slysum sem þú tókst þátt í? Hef sem betur fer ekki tekið þátt í tískuslysi, allavega ekki viljandi! Ef einhver grefur eitthvað upp … Þá var það ekki ég! Hverju er mest af í fataskápnum? Mörg pör af svörtum skóm og ég get enn bætt við. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Já, það er einfaldlega að kaupa vandaðar vörur, þó að þær kosti meira og kaupa sjaldnar föt í stað- inn, vönduð föt, vel sniðin úr góð- um efnum, á maður lengi. Hvert sækir þú innblástur? Bara hingað og þangað. Ég skoða mikið tískublöð og tísku á netinu og svo finn ég eitthvað gamalt sem ég á og er komið aftur í tísku, kaupi svo eitthvað nýtt með til að poppa það upp. Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á fatakyns? Svartur einfaldur bómullarbolur úr góðri bómull. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég mundi vilja halda mig í nútím- anum og versla á netinu á síðum hönnuða, ef ég ætti pening. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Blanda af klassík með karlmann- legu ívafi, kryddað með rokki og smá high fashion. *Föt og fylgihlutir Rómantískar blúndur og kvenleiki er áberandi hjá ítölskum tískuhúsum í vetur »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.