Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 H ver er sjálfum sér næstur, segir þar og það er sannleiks- klumpur fremur en korn í því. Það breytir ekki hinu að eng- um er hollt að vera svo sjálf- hverfur að hann taki ekki mið út frá neinu öðru. Auk óhollustunnar þykir sam- ferðamönnum slíkir miðdepilsmenn leiðinlegir til lengdar. Dagamunur Mogga En ekkert er á móti því að hver og einn skammti sér fáeina daga, dreifða um lífshlaupið, þar sem hann heldur sér dulítið meira til en endranær. Það fer beinlínis vel á slíku. Samferðamenn taka flestir fagn- andi og af heilum hug þátt í gleðiríkum atburði af því tagi. Bautasteinar á lífsleiðinni og stöku stórafmæli falla sennilega undir hóflega sjálfumgleði. Morgun- blaðið leyfir sér að minnsta kosti að vona það, því að- standendur þess eru óneitanlega dálítið upp með sér vegna aldarafmælis blaðsins. Blaðið hefur þó kosið að nota flesta útgáfudaga af- mælisársins til að beina kastljósi þess út á við, að samferðamönnunum fremur en að því sjálfu og sögu þess. En aldarafmælisdaginn sjálfan lætur blaðið eft- ir sér að skipa sér sjálfu um örskotsstund í nafla til- verunnar, horfa um öxl og minnast nokkurra þeirra sem tengdust blaðinu og atburða sem gerð voru myndarleg skil á síðum þess. Hvorki vísindi eða sögu- leg sanngirni voru grundvöllur efnisvals, svo í því er ekki að finna eiginlegan mælikvarða á mikilvægi efnis og því síður fólks sem komið hefur við sögu afmælis- barnsins fram til þessa. Tækniguðinn tekur og gefur Alla sína daga hefur Morgunblaðið hrærst að verulegu leyti í núinu. Það hefur þó alltaf veitt sjálfu sér svigrúm til að líta um öxl gerist þess þörf. Fjölbreyttar frétta- skýringar blaðsins eru vitnisburður um viðleitni til að leita grundvallar þess sem hæst ber í augnablikinu. Þá er horft til fortíðar, oftast nýliðinnar fortíðar, en stund- um þarf að seilast lengra fram. Eftir að blaðið og vefur þess hófu sína óvígðu en nánu sambúð, þegar tæknin hafði tekið einn af sínum kippum, hefur núið hafist til enn frekari metorða en áð- ur var. Fram til þess tíma höfðu nánast allar tækni- breytingar orðið til að styrkja stöðu dagblaðs í hefð- bundnum skilningi orðsins. Tölvurnar, prentkerfi og símkerfi við hlið þeirra, myndrænir möguleikar og bylting í umbrotskostum voru allt eins og óborganlegir liðsmenn útgefenda og blaðaskapenda, sem voru vilj- ugir til að laga sig að nýjum tímum og möguleikum. Morgunblaðsmenn voru slíkir menn. En svo fór að tæknin virtist vera að velta fyrir sér að skilja pappírinn eftir með glæstri sögu sinni. Það hefði getað glatt einn fyrrum öflugasta ritstjóra og helsta eiganda Morgun- blaðsins, Valtý Stefánsson. Hann hafði verið í senn einn helsti drifkraftur íslenskrar skógræktar og stór- tækasti íslenski notandi pappírs úr erlendum skógum. 50 árum fyrr Þegar Morgunblaðið hafði starfað í hálfa öld var þess atburðar minnst að verðleikum á síðum þess. Þá skrif- aði Sigurður Bjarnason, einn af ritstjórum blaðsins, eins konar ágrip af sögu Morgunblaðsins. Þar segir: „Hinn 1. apríl 1924 taka svo þeir Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson við ritstjórn Morgunblaðsins og Ísa- foldar. Hafa þeir lengst allra manna annazt ritstjórn- ina. Jón Kjartansson til 1. júlí 1947 og Valtýr Stef- ánsson til dauðadags, 16. marz 1963. Ritstjórnartímabil þeirra varð mesta uppgangsskeið blaðsins. Í ávarpi hinna nýju ritstjóra, sem birtist í blaðinu 1. apríl 1924, segja þeir meðal annars, að þeir telji langa stefnuskrá fyrir ritstjórn sinni óþarfa. Blað- ið eigi að sýna stefnu sína bezt í verkinu. Síðan komast þeir að orði á þessa leið: „Þó skal þess aðeins getið, að sú er ætlun vor, að aðaláherzlan verði lögð á það, að skýra sem greinilegast frá því, sem gerist utan lands og innan, eftir því sem rúm blaðsins leyfir. Vér lítum svo á að það sé mest um vert að lesendur kynnist sem bezt högum og ástæðum allra stétta til þess að úlfúð sú og stéttarígur þverri, er annars getur orðið sérlega viðsjárverður hér í fámenninu. Þess skal þó þegar getið, að þá teljum vér að bezt fari, ef í framtíðinni tekst að sigla fyrir sker hafta og banna. Saga vor og þjóðarlund geta fært hverjum þeim, sem um það vill hugsa, heim sanninn um það, að því blómlegra er yfir andlegu og efnalegu lífi þjóð- * „Moggalygin“ varð eins ogheiðurskrans um enni blaðsins,hafi blöð enni. Morgunblaðið hafði staðið fast á „moggalyginni“ af því að það vildi, eins og það vill enn, vera í liði með sannleikanum. Reykjavíkurbréf 01.11.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.