Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 45
arinnar, sem einstaklingarnir hafa meiri ábyrgð og frelsi í orðum og gerðum.“ Síðar segir Sigurður Bjarnason: „Undir þessum merkjum stýrðu þeir Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson Morgunblaðinu. Ritstjórn þeirra var blaðinu farsæl og þjóðinni gagn- leg.“ Morgunblaðið leiddi Stefnumörkun ritstjóranna tveggja er sett fram fimm árum áður en Sjálfstæðisflokkurinn er stofnaður, en hljómar þó eins og sumt af því besta sem síðar var að finna í stefnuyfirlýsingum þess flokks. Hann er 16 ár- um yngri en Morgunblaðið og hafði aldrei yfirráð yfir blaðinu, hvorki formleg eða óformleg. En vafalaust er að samkenndin var mikil á milli flokksins og Morgun- blaðsins og samstarfið ekki síður, enda lífsskoðun leiðtoga beggja einatt á mjög svipuðu róli. Aðrir stjórnmálaflokkar eða félög á þeirra vegum áttu kraftmikil dagblöð seinna meir, sem fylgdu flokks- línum fast eftir, enda ráð fyrir því gert. Þau blöð voru gjarnan fjármögnuð að hluta af flokkunum eða fé- lagsmönnum þeirra beint eða af samvinnuhreyfing- unni í tilfelli Framsóknarflokksins. Morgunblaðið beitti sér af afli fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningum. Enginn vafi getur verið á, þegar slagurinn var sem óvægnastur og aðrir flokkar studdust við flokksblöð, að Sjálfstæðisflokkurinn og stuðningsmenn hans hefðu stofnað til dagblaðs ef Morgunblaðið hefði orðið algjörlega viðskila við Sjálfstæðisflokkinn. Á slíkum tímum hefði slíkt blað getað orðið Morgunblaðinu mjög skeinuhætt. En eftir því sem á öldina leið sner- ist tískan gegn flokksblöðum og flokkstengdum blöð- um. Hjörtum svipaði saman Einstakir forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru lengi vel í hópi forystumanna í stjórn Árvakurs, sem gefið hefur út Morgunblaðið í rúm 90 ár. En þeir sátu þar ekki í umboði flokksins og því síður voru þeir skip- aðir til slíkrar setu af flokknum. Þar á undan byggð- ust tengsl Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins ekki síst á traustri vináttu og sameiginlegri sýn Ólafs Thors og Valtýs Stefánssonar á þjóðmálum, en báðir voru óvenjulega lengi í forystu, hvor á sínum stað. Þeir féllu frá um svipað leyti. En þótt þessi tengsl hafi ekki byggst á formlegu sambandi né á neinum skrif- uðum skuldbindingum var lengi litið svo á, um allt þjóðfélagið, að þar færu baráttubræður og pólitískir sálufélagar. Sú almenna tilfinning breytti engu um það, að Morgunblaðið varð yfirburðablað í frétta- mennsku og útbreiðslu. Bréfritara er í minni, þegar hann ók með kunnugum um blómlegar sveitir lands- ins og hinn fróði bílstjóri upplýsti hann um hver sæti hvern bæ. Það orðaði sá jafnan þannig: „Á þessum bæ eru framsóknarmenn.“ Og svo: „Á þessum bæ eru morgunblaðsmenn.“ Þetta var drjúg ökuferð og mikl- um fróðleik miðlað, en aldrei var minnst á Sjálfstæð- isflokkinn. Nýr tími, betri siðir Eftir því sem miðaði í rétta átt í landinu breyttust for- sendur fyrir hinu flokkslitaða þjóðfélagi. Kjördæma- skipan varð í áföngum miklu réttlátari en lengi hafði verið. Fyrirtækjum fjölgaði, svigrúm þeirra jókst og sjálfstraustið í kjölfarið. Millistétt fann til sín og fram- haldsmenntun varð ekki lengur fyrir fáeina. Við- skipta- og efnahagsfrelsi fór vaxandi og náðust stórir áfangar í þeim efnum upp úr 1960 og aftur upp úr 1991. Morgunblaðið hafði barist fast og einarðlega fyrir öll- um þessum þáttum og gat vel við unað. „Moggalygin“ um kommúnismann og sovéthelsið hafði reynst heil- agur sannleikur, þótt enn eigi eftir að biðja Moggann afsökunar á þeim stimpli. Ekki svo að skilja að það sé nauðsynlegt. „Moggalygin“ varð eins og heiðurskrans um enni blaðsins, hafi blöð enni. Morgunblaðið hafði staðið fast á „moggalyginni“ af því að það vildi, eins og það vill enn, vera í liði með sannleikanum. Og Morgun- blaðið studdi ekki öll framantöld baráttumál og mörg önnur góð vegna þess að það væri taglhnýtingur stjórnmálaflokks. Stuðningurinn við þau voru í sam- ræmi við lífsskoðanir eigenda blaðsins og helstu penna þess og stjórnenda alla tíð. Og þau voru öll í góðu sam- ræmi við stefnuyfirlýsingu blaðsins frá 1. apríl 1924: „Saga vor og þjóðarlund geta fært hverjum þeim, sem um það vill hugsa, heim sanninn um það, að því blóm- legra er yfir andlegu og efnalegu lífi þjóðarinnar, sem einstaklingarnir hafa meiri ábyrgð og frelsi í orðum og gerðum.“ Flokksblöð eru ekki lengur til og bóndabæir eru ekki lengur eignfærðir morgunblaðsmönnum í hjali á milli manna. Flokkar hafa ekki lengur þá einokun á lífsskoð- unum sem þeir virtust hafa forðum tíð. Sumir segja, að flokkarnir hafi ekki bjargfasta lífsskoðun lengur. En hjörtun hafa þó ekki hætt að slá í brjóstum manna og þeim er ekki orðið sama, að minnsta kosti ekki öllum. Þeir vilja enn vera í liði sannleikans um leið og þeir gæta sín á Stóra-Sannleikanum, sem meðal annars reyndi að kæfa „moggalygina“. Þeim er enn annt um frelsið. Þeim er enn annt um ábyrgð. Og þeir telja að þetta tvennt geti ekki hvort án annars verið. Morgunblaðið/RAX Á afmæli í dag 3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.