Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 47
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Búum til betri stjórnendur – Í erindi þínu á fundinum spurðirðu eftir- farandi spurningar: „Hvað þurfa stjórn- endur stórfyrirtækja að læra í dag um morgundaginn?“ Hver er niðurstaðan? „Ég velti þessari spurningu upp í erindi í Wharton-viðskiptaháskólanum fyrir fáein- um vikum. Ég hef mikinn áhuga á því að efla nám í viðskiptafræði í þeim tilgangi að búa til betri stjórnendur í fyrirtækjum. Eitt af því sem hefur setið á hakanum er að kenna viðskiptafræðinemum að horfa á mál frá sjónarhóli annarra. Setja sig í þeirra spor. Það hjálpar fólki venjulega að skilja málin betur. Viðskiptafræðinemum er kennt að græða peninga, hvað sem það kostar. Og lendi þeir í vandræðum eiga þeir bara að hringja í laganemann eða umhverf- isfræðinemann og biðja þá um aðstoð. Ef allt um þrýtur má svo bara hafa samband við guðfræðinemann og fá hann til að biðja fyrir sér. Þetta nær auðvitað engri átt. Það er hvorki í verkahring laganemans né guð- fræðinemans að losa viðskiptafræðinemann úr vandræðum. Hann á að gera það sjálf- ur.“ – Skilji ég þig rétt skiptir líka sköpum að hafa hjartað á réttum stað? „Já, það er ekki nóg að stjórna fyrir- tækjum með höfðinu og höndunum. Hjart- að þarf að vera þarna líka. Það á ekki síst við um stjórnendur framtíðarinnar. Stjórn- endur eiga að vera óhræddir við að sýna að þeir geti verið berskjaldaðir. Við erum líka fólk. Það að verða stjórnarformaður í fyrirtæki gerir mann ekki sjálfkrafa að vél- menni. Þess vegna tala ég ævinlega ekki bara um PepsiCo sem fyrirtæki heldur sem fjölskyldu. Eina stóra fjölskyldu.“ – Hefur andrúmsloftið breyst mikið síðan þú hófst störf hjá fyrirtækinu? „Í raun og veru ekki. PepsiCo hefur alltaf verið fjölskylda. Það sem við höfum gert er að styrkja böndin.“ Smeykir við að skipa sér í flokk – Þú hefur kallað eftir meiri þátttöku stjórn- enda stórfyrirtækja í þjóðfélagsumræðunni og vilt að þeir tali á uppbyggilegum nótum. Hvers vegna þarf að hvetja menn til þess? „Tvennt hefur gerst eftir að efnahags- kreppan skall á. Annars vegar hafa stjórn- endur fyrirtækja horfið inn í skelina. Þeir eru sagðir bera ábyrgð á ástandinu og það þykir ekki lengur fínt að græða peninga. Hins vegar er hið pólitíska landslag orðið alltof pólariserað á heimsvísu. Menn eru allt- of uppteknir af því að vera ýmist hægri- eða vinstrimenn í stað þess að snúa saman bök- um í þágu almennings. Stjórnendur fyr- irtækja eru upp til hópa smeykir við að skipa sér í flokk og þess vegna þegja þeir þunnu hljóði. Þetta er skelfilegt ástand. Einskonar pattstaða. Þess vegna hvet ég kollega mína til að stíga fram fyrir skjöldu og tala í öllum bænum á uppbyggilegum nótum. Ekki veitir víst af.“ Hey, piltar! Hér komum við – Snúum okkar aðeins að þér sjálfri. Und- anfarin ár hefur þú verið fastagestur á lista Forbes yfir valdamestu konur í heimi. Hvað þýðir það í raun og veru? Svo sem með tilliti til ábyrgðar. Er þetta með einhverjum hætti tæki í þínum höndum? „Listar eru bara listar og ég hef ekkert um þá að segja. Hitt er annað mál að ekki er langt síðan konur fóru að láta að sér kveða í stjórnmálum eða sem stjórnendur stórra fyrirtækja. Listar sem þessir eru því öðrum þræði leið til að fagna því að konur séu komnar fram á stóra sviðið. „Hey, pilt- ar! Heimurinn er að breytast. Hér komum við.“ Um leið og þetta er viðurkenning fyrir þær konur sem þegar hafa látið til sín taka er það hvatning fyrir aðrar konur til að feta sömu braut. Það er pláss fyrir fjölmargar konur til viðbótar. Þess vegna eru svona listar gerðir. Nú og svo selja þeir auðvitað fullt af tímaritum.“ Hún hlær. – Er leiðin á toppinn samt ennþá lengri fyrir konur en karla? „Já, hún er það. Það hefur reyndar lagast mjög mikið á síðustu árum. Þegar ég kom út á vinnumarkaðinn fyrir rúmum þremur áratugum voru svo til engar konur í áhrifa- stöðum. Það var mjög einmanalegt. Þegar ég lít í kringum mig á fundum núna hefur konum fjölgað til muna. Ísland er frábær fyrirmynd í þessu tilliti. Hér hafa konur gegnt flestum lykilembættum, bæði innan stjórnsýslunnar og í atvinnulífinu. En betur má ef duga skal. Það liggur bæði hjá körl- um og konum. Karlar þurfa enn að toga konur upp til sín, þangað til fullum jöfnuði verður náð. Bæði með tilliti til fjölda og launa. Konur mega líka vera duglegri að ráðleggja öðrum konum. Það háir konum að þær taka ekki leiðbeiningum frá öðrum kon- um nægilega vel. Það er að lagast en samt má gera betur. Í þeim skilningi eru konur konum verstar.“ Indra Nooyi bar lof á Ölgerðina á hátíðarfund- inum í Þjóðleikhúsinu en markaðshlutdeild Pepsi á Íslandi hefur farið úr 15% árið 2000 upp í ríflega 40%. Lofaði Nooyi að koma aftur þegar Pepsi fer fram úr „hinum cola-drykknum“. Indra Nooyi fæddist í Madras, sem nú kallast Chennai, á Indlandi árið 1955. Hún lauk BS-prófi í eðlisfræði, efna- fræði og stærðfræði frá kristna háskól- anum í Madras 1974 og MBA-námi við Indian Institute of Management í Kal- kútta tveimur árum síðar. Starfsferil sinn hóf hún heima á Ind- landi, fyrst hjá Johnson & Johnson og síðan hjá vefnaðarvörufyrirtækinu Mettur Beardsell. Hún flutti búferlum til Bandaríkjanna 1978 til að leggja stund á meistaranám í stjórnun við Yale- háskóla. Að því loknu, 1980, réð Nooyi sig til Boston Consulting Group áður en hún tókst á hendur störf við stefnu- mörkun hjá bæði Motorola og Asea Brown Boveri. Nooyi gekk til liðs við PepsiCo árið 1994 og varð fjármálastjóri sjö árum síðar. Hún hefur haft veg og vanda af markaðssetningu fyrirtækisins síðan og leitt endurskipulagningu PepsiCo, með- al annars yfirhalninguna á veit- ingastöðum fyrirtækisins sem nú kallast Yum! Þá var hún potturinn og pannan á bak við kaupin á Tropicana 1998 og samrunann við Quaker Oats Company sem færði PepsiCo meðal annars Gato- rade, orkudrykkinn vinsæla. Nooyi tók við sem forstjóri PepsiCo árið 2006 og ári síðar varð hún einnig stjórnarformaður. Vann sig upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.