Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 57
ÓTRÚLEGT EN SATT! Það er erfitt að trúa því, en þar sem kirkjubækur á Jökuldal ljúga ekki þá liggur það ljóst fyrir að hagyrðingurinn og kennarinn, Ragnar Ingi Aðalsteinson frá Vaðbrekku, verður sjötugur þann 15. janúar næstkomandi. Af því tilefni hafa vinir hans og velunnarar ákveðið að gefa út vandað afmælisrit honum til heiðurs. Það verður að stærstum hluta byggt á úrvali úr ljóðum hans, allt frá grafalvarlegum kveðskap yfir í gamansaman. Aftast í ritinu verður heillaóskaskrá. Þar geta þeir sem gerast áskrifendur að því fengið nafnið sitt birt og um leið sent afmælisbarninu kveðju. Verð þess er kr. 5.480.- og er sendingargjald innifalið. Hægt er að panta bókina í síma 557-5270 og í netfanginu holar@holabok.is en útgefandi hennar er Bókaútgáfan Hólar. F.h. ritnefndar Þórður Helgason Sigurður Sigurðarson Bjarki Karlsson www.holabok.is/holar@holabok.is 3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Í Ástarsögu Íslendinga að fornu fjallar Gunnar Karlsson, pró- fessor í sagnfræði, um ástir Ís- lendinga á tímabilinu 870-1300. Hann segir meðal annars frá ástum, makavali og hjónaskiln- uðum. Hann leitar fanga í forn- um kvæðum, lögbókum, Ís- lendingasögum, Sturlungu, biskupasögum og fleiri ritum. Frásögn Gunnars er lifandi og iðulega mjög skemmtileg, eins og þegar hann segir les- andanum frá fyrsta Íslend- ingnum sem var nappaður fyrir að lesa klámrit. Fræðimenn hafa of oft van- metið mátt ástarinnar. Gunnar Karlsson fellur sannarlega ekki í þá gryfju heldur sýnir fram á hin miklu áhrif hennar. Máttur ástarinnar Skuggasund nýjasta bók Arn- aldar Indriðasonar er nýkom- in út, en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hlaut Arn- aldur nýverið virt spænsk bók- menntaverðlaun einmitt fyrir hana. Bókin virðist vera að slá í gegn á Spáni því hún er á tveimur spænskum met- sölulistum þessa vikuna í tveim- ur af víðlesnustu dagblöðunum. Ekki þarf svo mikla spádómsgáfu til að spá því að bókin muni fara á topp metsölulistans hér á landi. Sagan gerist bæði í nútíman- um og á árum síðari heimsstyrj- aldar. Einstæðingur finnst látinn í íbúð sinni og gamlar blaða- úrklippur í fórum hans vekja for- vitni lögreglunnar, en þar segir frá óhugnanlegu morði við Þjóðleik- húsið snemma árs 1944. SKUGGASUND GERIR ÞAÐ GOTT Á SPÁNI Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar er komin á metsölulista á Spáni. Skuggasund AFP Skýjaglópur skrifar bréf er lokabókin í þroskasögu Ólafs Hauks Símonarsonar, en fyrri bækurnar eru Fluga á vegg og Fuglalíf á Framnesvegi. Þessi bók fjallar um árin frá 16 ára til 25 ára í lífi höfundar. Grunn- urinn í bókinni eru bréf sem Ólafur Haukur skrifaði vini sín- um á þessum árum. Líkt og í fyrri bókunum á Ólafur Hauk- ur gott með að lýsa af tíð- aranda og lesandinn mætir lit- ríkum persónuleikum. Lýsingar á tíðaranda Einkar fjölbreytt bókajól NÝJAR BÆKUR JÓLABÓKAFLÓÐIÐ ER HAFIÐ OG LESENDUR HAFA SANNARLEGA ÚR NÆGU AÐ VELJA, HVORT SEM ÞEIR KJÓSA AÐ LESA SKÁLDSKAP, ÆVISÖGUR EÐA FRÆÐIBÆKUR. MIKIÐ ÚRVAL ER SÍÐAN AF BÓKUM FYRIR BÖRN OG UNGLINGA. LESTRARHESTAR GETA EKKI VERIÐ ANNAÐ EN HÆSTÁNÆGÐIR ÞESSA DAGANA. Skólaus á öðrum fæti er spænsk verðlaunabók eftir skáldkonuna Önu Maríu Matute, en hún er einn virtasti núlifandi rithöfundur Spánar. Þetta er barna- og ung- lingabók um Gabríelu sem er höfð útundan og leitar athvarfs í æv- intýraheimi. Kristinn R. Ólafsson þýðir bókina sem kemur út í tví- mála útgáfu á íslensku og spænsku. Erla Erlendsdóttir ritar eftirmála. Verðlaunabók fyrir unglinga Bókin Sauðfjárrækt á Íslandi er alhliða fræðslurit um íslenskt sauðfé og sauðfjárrækt fyrr og nú. Bókin skiptist í fjórtán kafla og höfundar eru tíu. Ritstjóri bókarinnar er Ragnhildur Sigurðardóttir. Ritið, sem er hið aðgengilegasta, er að sjálfsögðu prýtt fjölda ljósmynda og skýringarmynda og nýtist bæði starfandi bændum og öðru áhugafólki um sauðfé. Jólabók íslenska bóndans. Allt sem þið viljið vita um sauðfjárrækt * Það brestur í hugrekki mínuen að vera hræddur er engin afsökun fyrir uppgjöf.Kristín Svava Tómasdóttir BÓKSALA 23.-29. OKTÓBER Allar bækur 1 Árleysi aldaBjarki Karlsson 2 Maður sem heitir Ove - kiljaFredrik Backman 3 MánasteinnSjón 4 Glæpurinn ÁstarsagaÁrni Þórarinsson 5 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 6 Við JóhannaJónína Leósdóttir 7 GrimmdStefán Máni 8 Amma glæponDavid Walliams 9 Höndin - kiljaHenning Mankell 10 AndköfRagnar Jónsson Innbundin skáldverk, ljóðabækur og hljóðbækur 1 Árleysi aldaBjarki Karlsson 2 MánasteinnSjón 3 Glæpurinn ÁstarsagaÁrni Þórarinsson 4 GrimmdStefán Máni 5 AndköfRagnar Jónsson 6 DísusagaVigdís Grímsdóttir 7 Skýjaglópur skrifar bréfÓlafur Haukur Símonarson 8 Heimsedir fylgir þér alla æviEva Rún Snorradóttir 9 Megas textar 1966-2011Magnús Þór Jónsson 10 Ferðin að miðju jarðarJulesVerne Listinn er tekinn saman af Eymundsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Æ sér gjöf til gjalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.