Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 60
* Man. City 1 – 1 Blackburn – 11. september 2010Rauk af línunni, fékk boltann yfir sig og Nikola Kalinic skoraði. * England 2 – 2 Sviss – 9. júní 2011Tranquillo Barnetta skoraði á nærstöng úr aukaspyrnu. Ódýrt mark. * Sunderland 1 – 0 Man. City – 26. des. 2012 Aftur mark á sig á nærstönginni frá Adam Johnson. * Southampton 3 – 1 Man. City – 9. feb. 2013Fékk skot á sig sem hann missti einhvern veginn í gegnum klofið á sér og Steven Davis skoraði í autt markið. * England 3 – 2 Skotland – 14. ágúst 2013James Morrison skoraði mark sem skrifast á Hart. * Cardiff 3 – 2 Man. City – 25. ágúst 2013 Færði Cardiff sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni. * Aston Villa 3 – 2 Man. City – 28. sept. 2013Andreas Weimann skoraði heldur auðvelt mark. * Man. City 1 – 3 Bayern Munich – 2. okt. 2013Tvö af mörkum FC Bayern skrifast á reikning Hart. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is M arkvörður Manchester City, Joe Hart, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hafa fært Chelsea sigurinn um síðustu helgi á silfurfati. Þá fór hann í glórulaust úthlaup og Fernando Torres skoraði í autt markið. Úthlaup Hart var greinilega hljóð- laust því Matija Nastasic hélt augljóslega að sinn maður væri á línunni. Þetta er þó ekki fyrstu og einu mistök Hart það sem af er tímabilinu. Enginn alvörumarkvörður er að keppa við Hart um markvarðarstöðuna hjá Man- chester City sem flestum finnst ákaflega einkennilegt. Rúmeninn Costel Pantilimon er þeirra maður númer tvö í rammanum og þar fer gríðarlega stór og mikill maður. Hálfgerð körfuboltahæð á þeim ágæta manni en það sem menn hafa séð af Pantil- imon segja að þar sé bara ágætis varaskeifa – ekkert meir. Ef City ætlar sér ein- hverja hluti í vetur er risinn frá Rúmeníu ekki svarið. Pantilimon var í marki City í vikunni en það var viðbúið. Um helgina, gegn Norwich, kemur í ljós hvort Hart heldur stöðu sinni eða ekki. Þá er spurning hvort Hart verði í marki Englands gegn Chile í næsta mánuði eða Fraser Forster, markvörður Glasgow Celtic. Fjórum dögum eftir þann leik mætir England Þjóðverjum og þar verður engin tilraunastarfsemi – bara sterkasta liðið og ekkert kjaftæði. Verður Hart þá í markinu? Var efnilegur í krikket Joe Hart er búinn að spila hartnær 200 leiki með City-liðinu og hefur yf- irleitt fengið mjög mjúka meðferð ensku blaðanna þrátt fyrir að gera ein og ein mistök í leik. Það eru jú ekki allir fullkomnir. Hart hefur fengið að gera sín mistök og komið sterkari til baka. Á tímabili varði hann alveg eins og berserkur og loksins, loksins sögðu ensk- ir; við höfum eignast góðan markvörð. Hart er fæddur í Shrewsbury og þótti efnilegur krikketspilari en valdi fótboltann frekar. 15 ára var hann kominn á bekkinn hjá félaginu en dag- inn eftir að hann varð 17 ára var hann kominn í liðið. Tímabilið 2005-2006 var hann markvörður númer eitt hjá Shrewsbury, spilaði 46 leiki og fékk á sig 55 mörk en fékk, þrátt fyrir að hafa fengið meira en mark á sig í leik, mikið lof fyrir frammistöðuna og ljóst að Úrvalsdeildin enska væri handan við hornið. Í maí 2006 samdi hann við City og keppti við Nicky Weaver og Andreas Isaksson um markvarðarstöðuna. Eins og búist var við var Hart sendur í lán til að öðlast reynslu en undir lok tímabilsins 2007-2008 ákvað Svíinn Sven Göran Eriksson að Hart yrði sinn maður. Gerði hann að mark- verði númer eitt hjá félaginu og Hart gerði nýjan fimm ára samning. Skömmu síðar spilaði hann fyrsta landsleik sinn. 2008-2009 tók Hart sér treyju númer eitt. Given sló út Hart – Hart sló út Given Allt var í blóma en tímabilið hófst ekki alveg eins og menn bjuggust við og Shay Given var keyptur til félagsins í janúarglugganum 2009 til að veita unga piltinum frá Shrewsbury aðhald. Given var enginn aukvisi og sló Hart út úr rammanum. Þrátt fyrir að verja oft vel var hann ekki að verja frábær- lega. 2009-2010 spilaði hann sem lánsmaður í marki Birmingham og var val- inn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum og tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í deildinni ásamt þeim Wayne Rooney, Cesc Fábregas og James Milner. Milner fékk verðlaunin en það var ljóst að City myndi kalla þennan pilt aftur til sín. Hart var látinn byrja og Given settur á bekkinn tímabilið 2010-2011. Þetta tímabil var Hart frábær og varði og varði og varði og varði. Liðið vann FA bikarinn og Hart fékk verðlaun fyrir að halda marki sínu oftast hreinu. Given ákvað að fara til Aston villa og Hart var búinn að eigna sér stöðuna. Velgeng- in hélt áfram og tímabilið 2011-2012 vann City deildina með lokaspyrnu tímabilsins. Mistök enskra markvarða Frá því David Seaman lagði hanskana á hilluna marg- frægu hafa margir markmenn verið prófaðir í marki Eng- lands. David James, Robert Green og Paul Robinson meðal annars. Saga enska landsliðsins hefur verið lengi að þeir eigi ekki nógu góða markmenn. Ensku blöðin hafa verið mjög grimm við enska mark- menn í gegnum tíðina. Öll þessi grimmd byrjaði strax 1970 á HM þegar Gordon Banks fékk matareitrun kvöldið fyrir leik gegn Þýskalandi. Inn kom Peter Bo- netti frá Chelsea og átti hann sök á öllum mörkum Þjóðverja. Enn þann dag í dag trúir fólk á samsær- iskenningar um að Þjóðverjar hafi eitrað fyrir Banks. Bonetti fékk það óþvegið frá bresku pressunni. Peter Shilton fékk á baukinn hjá pressunni 1973 eftir að hafa gert klaufamistök gegn Póllandi í undankeppni HM. Fyrir vikið komst England ekki á HM. David Seamann fékk á sig klaufalegt mark gegn Brössum 2002 þegar Ronaldinho skor- aði úr aukaspyrnu langt utan að velli og fékk bágt fyrir. Svo var það Paul Robinson þegar hann hitti ekki boltann þegar Gary Neville sendi til baka á hann gegn Króatíu fyrir EM 2006. Í heimaleiknum gegn Króatíu fékk Scott Carson á sig klaufamark og hver getur gleymt mistökum Roberts Green gegn Bandaríkjunum á HM 2010 þegar boltinn lak undir hann á óskiljanlegan hátt. Þar fór breska pressan hamförum í fyrir- sögnum. Já, markmenn Englands hafa alltaf fengið á baukinn frá bresku pressunni og kannski eru varamarkmenn City bara fegnir að vera á bekknum. Tveir menn hafa verið nefndir sem arftakar Hart í marki Englands, Fraser Forster hjá Glasgow Celtic og John Ruddy, markvörður Norwich. Forster hefur fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu í marki Celtic í Meistara- deildinni og fræg er frammistaðan hans gegn Barcelona þegar Celtic vann frækin 1:0 sigur. Þegar liðin mættust aftur í ár var Forster frábær enn á ný þrátt fyrir tap Celtic. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í landsliðið en ekki enn spilað eina sekúndu. John Ruddy spilar með Nor- wich og spilar TÍMABIL JOE HART HEFUR EKKI VERIÐ NEINN DANS Á RÓSUM OG HAFA HVER MISTÖKIN REKIÐ ÖNNUR HJÁ ÞESSUM 26 ÁRA MARK- VERÐI MANCHESTER CITY. HART ER HÁLF- GERT FÓRNARLAMB SINNAR EIGIN VEL- GENGNI ÞVÍ HANN VAR FRÁBÆR ÞEGAR CITY VANN ENSKU DEILDINA 2011-2012 OG NEFNDI HANN Í SÖMU ANDRÁ OG BUFFON, CASSILLAS OG NAUER. EFTIR ÞAÐ HEFUR FERILL HART LEGIÐ NIÐUR Á VIÐ. Leggur Hart að sér AFP Ein stærsta ástæðan fyrir slæmri frammistöðu Hart að margra mati, eins skrýtið og það hljómar, er hans eigin velgengni. Eða frá því þegar Manchester City hampaði Englandsmeistaratitlinum. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 * „Ég held að markverðir muni alltaf lenda í svona stöðu, rétteins og framherjar sem hafa ekki skorað í nokkurn tíma. Roy Hodgson landsliðsþjálfari Englands HART Í BAK – MISTÖK JOE HART
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.