Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 „Það er alveg ljóst að þetta eru nei- kvæð tíðindi fyrir rannsókna- og ný- sköpunarheiminn á Íslandi. Til að gæta sanngirni þarf samt sem áður að muna að um aukningu er að ræða frá árinu 2012. Það varð 500 milljóna króna aukning á árinu 2013 sem hugsuð var sem leiðrétting á status quo-stöðu síðustu ára. Sú aukning helst inni að hluta,“ segir Sveinn Margeirsson, formaður tækni- nefndar Vísinda- og tækniráðs, um niðurskurðinn sem boðaður er í fjár- lögum. Mikil sóknarfæri Hann segir mikil sóknarfæri í því fólgin að setja aukið fé í rannsókna- og nýsköpunarstarf á Íslandi og beina því sérstaklega gegnum sam- keppnisleiðirnar, það er sjóðina. „Stefna Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2013-16 er að taka á sig loka- mynd og við horfum þar til þess að afraksturinn sem kemur út úr þess- ari fjárfestingu verði sem allra best- ur. Menn ættu því að gera sér grein fyrir því hversu arðsöm hún getur verið.“ Sveinn segir erfitt að meta hvort aðgerðir eins og að fjölmenna á þingpalla skili árangri. „Auðvitað vonar maður að alþingismenn horfi sérstaklega til þessa málaflokks. Það skiptir miklu máli fyrir framtíð- arverðmætasköpun í þjóðfélaginu að fjárfest sé í þessum geira. Alþjóða- samkeppnishæfni okkar Íslendinga byggist á því að þróa hlutina áfram og geta boðið upp á umhverfi sem freistar ungs fólks. Þetta er ekki bara spurning um þekkingarsköpun, heldur atvinnuvegina ekki síður. Þeir byggja vitaskuld á nýsköpun, meðal annars grunnatvinnuvegirnir okkar.“ Fjárfest til framtíðar Sveinn kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér eftir að fjárlögin voru birt líkt og þremenningarnir í vís- indanefnd gerðu. „Ég hef skilning á þeim við- brögðum en hef eigi að síður ekki talið það réttu leiðina hvað mig varð- ar. Nú skiptir máli að snúa bökum saman og berjast fyrir því að nið- urskurður verði ekki framtíðin í þessum málaflokki á Íslandi. Það þarf að bíta í skjaldarrendurnar og fjárfesta til framtíðar.“ Sveinn Margeirsson, formaður tækni- nefndar Vísinda- og tækniráðs. Niður- skurður verði ekki framtíðin F járlagafrumvarpið er í al- gjörri andstöðu við yf- irlýsta stefnu stjórnvalda í málefnum rannsókna og nýsköpunar og fyrir vik- ið þótti mér eðlilegt að stíga til hliðar. Þeir sem eiga að standa að baki þessari stefnubreytingu verða að vera sáttir við hana. Það þýðir ekki að tala í austur þegar gengið er í vestur,“ segir Magnús Gott- freðsson, læknir og prófessor, sem sagt hefur sig úr vísindanefnd Vís- inda- og tækniráðs í kjölfar nið- urskurðar til rannsóknasjóða á Ís- landi. Hann gegndi þar vara- formennsku. Auk Magnúsar Gottfreðssonar sögðu Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands, og Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild HÍ, sig úr nefndinni. Alls eiga tíu manns sæti í nefndinni. Skaðleg stefnubreyting Magnús er þeirrar skoðunar að stefnubreytingin sé mjög skaðleg og óttast að menn hafi ekki kynnt sér nægilega vel gögn málsins t.d. þau sem lúta að öflun erlendra rannsóknarstyrkja. „Staðreyndin er sú að Íslendingar þurfa að greiða umtalsverðar fjárhæðir, meðal ann- ars í rammaáætlanir Evrópusam- bandsins. Það er ekki val- kvætt. Við erum svo lánsöm hér að eiga öfluga vís- indamenn sem hafa verið duglegir að sækja um þessa Evrópustyrki og þegar dæm- ið er gert upp hafa þeir aflað mun meira fjár en Íslendingar hafa lagt í púkkið. Þetta hefur því með öðr- um orðum verið mjög arðbær fjár- festing vegna þess að flestir af þessum vísindamönnum hafa stigið sín fyrstu skref með aðstoð inn- lendra samkeppnissjóða. Verði teppinu kippt undan þeim hér heima segir það sig sjálft að þeir munu eiga í erfiðleikum með að keppa um erlenda styrki, m.a. þessa Evrópustyrki,“ segir Magnús. Sérkennileg vinnubrögð Hann gagnrýnir líka vinnubrögðin. Ekkert samráð hafi verið haft við vísindanefnd vegna niðurskurðarins, alltént viti hann ekki til þess. „Það er sérkennilegt að hafa ekki samráð við fólkið sem hefur að beiðni stjórnvalda unnið að stefnumótun í þessum málaflokki undanfarin ár. Ef til vill þykir einhverjum stjórn- málamönnum þessi vinnubrögð eðli- leg en frá mínum bæjardyrum séð eru þau sérkennileg. Reynsla ann- arra þjóða sem hafa lent í efna- hagslegum hremmingum ætti að vera okkar leiðarljós,“ segir Magn- ús sem átt hefur sæti í vísindanefnd frá árinu 2009. Ef þessi áform raungerast væri heiðarlegast að dómi Magnúsar að breyta yfirlýstri stefnu Vísinda- og tækniráðs á þann veg að það ætti að draga úr umfangi rannsókna, hafa sem minnst framlag í sam- keppnissjóði til að tryggja sem minnsta faglega gagnrýni þegar ákveðið er hverjir hljóti rannsókn- arstyrki og draga kerfisbundið úr nýliðun. „Það er nákvæmlega þetta sem verið er að boða með þessu fjárlagafrumvarpi.“ Fram kom í ályktun vísinda- manna til fjárlaganefndar Alþingis að fyrir lægi að þrjátíu til fjörutíu störf töpuðust úr íslensku vísinda- samfélagi á næsta ári vegna nið- urskurðarins. Bitnar á nýjum verkefnum Spurður um þetta segir Magnús að verkefni ungra vísindamanna og leiðbeinenda þeirra, sem gjarnan greiða þeim laun, séu að verulegu leyti fjármögnuð gegnum sam- keppnissjóði. Iðulega er um tíma- bundin verkefni að ræða, til tveggja eða þriggja ára. Þetta þýðir að stór hluti af fé rannsóknarsjóðs er skuldbundinn fram í tímann. „Ég held að enginn vilji stöðva verkefni í miðjum klíðum,“ segir Magnús, „sem þýðir að þetta kemur til með að bitna á nýjum verkefnum. Högg- ið kemur því fyrst og fremst á þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það gæti hugsanlega leitt til þess að ungir vísindamenn og þeir sem eru að koma undir sig fótunum hér- lendis þurfi að leita annað.“ Í stað þess að draga úr sam- keppni vill Magnús auka hana. Um- hugsunarvert sé að of lágt hlutfall styrkja til vísindastarfs komi gegn- um samkeppni en það hljóti að vera besta leiðin til að hámarka þjóð- hagslegan ávinning af rannsóknum. „Nú mun þetta hlutfall lækka enn frekar – og ekki var á það bæt- andi.“ Frá Vísindavöku í Háskólabíói síðastliðið sumar. Morgunblaðið/Golli Þýðir ekki að tala í austur þegar gengið er í vestur VÍSINDAMENN FJÖLMENNTU Á ÞINGPALLA Í VIKUNNI TIL AÐ MÓTMÆLA FYRIRHUGUÐUM NIÐURSKURÐI TIL RANN- SÓKNASJÓÐA Á ÍSLANDI. VARAFORMAÐUR VÍSINDANEFNDAR VÍSINDA- OG TÆKNIRÁÐS HEFUR SAGT AF SÉR. * Ef við vissum hvað við værum að gera væri það varlakallað rannsókn, eða hvað? Albert Einstein, eðlisfræðingur.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Vísinda- og tækniráð markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tækni- málum til þriggja ára í senn. Umfjöllun ráðsins á hvoru sviði um sig er undirbúin af starfsnefndum ráðsins, vísindanefnd og tækni- nefnd. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar vís- indanefnd úr hópi þeirra sem skipaðir eru í Vísinda- og tækniráð skv. tilnefningum ráðsins, og skipar hann jafnframt formann og varaformann úr hópi nefndarmanna. Atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra skipar tækninefnd með sama hætti. Nefndirnar skulu hafa með sér samráð um þau atriði sem máli skipta fyrir stefnumótun Vísinda- og tækniráðs. MARKAR STEFNUNA Magnús Gottfreðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.