Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 11
10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Börkur Gunnarssonstefnir á 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann opnar kosningaskrifstofu á sunnudaginn kl. 17 í Bolholti 6, 3. hæð. Allir velkomnir, kaffi og veitingar. Stuðningsmenn Elliott Brandsma kom hingaðtil lands frá Texas í Banda-ríkjunum til þess að setjast á skólabekk og læra íslensku en sjálfur hóf hann að eigin frum- kvæði íslenskunám vestanhafs þeg- ar hann var 17 ára. Það eitt og sér væri að sjálfsögðu frásagnarvert en það sem kemur enn meira á óvart er að hann er að undirbúa bók um rithöfundana Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness og Þórberg Þórðarson sem hann hyggst gefa út vestanhafs. „Þegar ég var 17 ára heyrði ég lag með Björk og ég fékk nær samstundis brennandi áhuga á Ís- landi og ekki síst tungumálinu. Ég fór svo að læra bókmenntir og var fljótur að fara að skoða þær ís- lensku. Raunar var fyrsta bókin sem ég las sem fjallaði um Ísland eftir Paul Sullivan og kallast Wak- ing up in Iceland. Þar komst ég að því að Ísland ætti nóbels- verðlaunahafa í bókmenntum og mér fannst það magnað hjá jafnlít- illi þjóð. Fyrsta skáldsagan sem ég las svo eftir íslenskan rithöfund var Sjálfstætt fólk,“ segir Elliott. Elliott er 23 ára og fékk styrk frá Fulbright-stofnuninni til að fara í framhaldsnám hérlendis og leit stofnunin þá ekki síst til skrifa hans um íslenskar bókmenntir en hann hefur haldið fjölda fyrirlestra í heimalandi sínu um íslenskar bókmenntir og skrifað greinar og ritgerðir. „Í fyrstu fannst fjölskyldu minni og vinum þetta kannski svolítið undarleg ástríða hjá mér en þegar þau sáu hvað ég var að ná miklum árangri voru þau að vonum mjög ánægð fyrir mína hönd. Lokarit- gerð mín úr framhaldsskóla var svo um verk Gunnars Gunn- arssonar og Halldórs Kiljan Lax- ness og í umsókninni minni um Fulbright-styrk skrifaði ég að auk þess að læra íslensku ætlaði ég að skrifa bók um eina þrjá stærstu rithöfunda Íslands frá 20. öld. Vinnan við bókina er þegar hafin en Elliott ætlar sér að kafa ofan í ævi höfundanna ekki síður en bók- menntir og hitta ættingja þeirra. „Mig langar að skrifa um þá Gunnar, Halldór og Þórberg á að- gengilegan hátt fyrir hinn almenna lesanda og vekja áhuga í Banda- ríkjunum á íslenskum bók- menntum. En mig langar einnig til að bókin komi út hérlendis.“ Elliott mun dvelja á Íslandi í það minnsta til 2014 en þá hefur hann möguleika á að framlengja dvölina um þrjú ár. Hann skilur íslensku mjög vel og les hana einnig en seg- ist eiga erfiðara með að tjá sig sjálfur. Þess má geta að hann er í blaðamannateymi Stúdentablaðsins og skrifar þar einkum um bók- menntir. „Áður en ég kom til Íslands sagði ég gjarnan að Ísland væri án efa svalasta land í heimi en reyndi nú samt að gera mér ekki of mikl- ar væntingar um hversu fullkomið það væri. En ég verð að segja að landið hefur staðist allar mínar væntingar og meira til. Bæði nátt- úran og fólkið sjálft.“ HLAUT FULBRIGHT-STYRK TIL SKRIFA Ísland hefur staðist væntingar 23 ÁRA TEXASBÚI SITUR Á SKÓLABEKK Í HÁSKÓLA ÍS- LANDS OG ÆTLAR SÉR AÐ SKRIFA BÓK UM RITHÖFUND- ANA GUNNAR GUNNARSSON, HALLDÓR KILJAN LAXNESS OG ÞÓRBERG ÞÓRÐARSON. HANN HEFUR LÆRT ÍSLENSKU FRÁ ÞVÍ HANN VAR 17 ÁRA. Elliott Brandsma ætlar sér stóra hluti vestanhafs og gefa út bók um ævi og verk þriggja íslenskra rithöfunda. * „Þegar ég var17 ára heyrðiég lag með Björk og ég fékk nær sam- stundis brennandi áhuga á Íslandi“ „Við stofnuðum hljómsveitina eða tvíeykið Two Step Horror fljótlega eftir að við kynntumst en við komumst fljótt að því að við deilum sameiginlegum tón- listaráhuga,“ segir Anna Margrét Björnsson. Auk þess að vera kynningarfulltrúi Hörpu tónlistar- húss er hún í hljómsveit með sambýlismanni sínum Þórði Grímssyni myndlistarmanni. Þau gáfu út plötuna Living Ro- om Music árið 2011 sem fékk af- bragðsdóma á sínum tíma, fjórar stjörnur bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu en frá því hafa þau verið önnum kafin í sínum störfum og þá ekki síst eftir að þau eignuðust dóttur. „Við höfðum því ekki spilað mikið á tónleikum en höfum ver- ið dugleg við það undanfarið. Okkur bauðst að spila í Berlín núna 7. desember á áströlsku tónleikaröðinni Fifth Floor Events sem snýst um alls kyns uppákomur og tónleika í New York, Berlín, London og víðar. Tónleikarnir eiga sér stað í yf- irgefnum verksmiðjum og vöru- geymslum og með plakötum víðs vegar um borgina er myndaður spenningur í kringum viðburðinn. Nákvæm staðsetning er hins veg- ar ekki kunngjörð fyrr en nokkr- um dögum áður,“ segir Anna Margrét. Þau Þórður spila á Har- lem næsta miðvikudagskvöld. Anna Margrét Björnsson og Þórður Grímsson eru sérstaklega svöl á sviði. Tónlistarparið á leið til Berlínar ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON OG ÞÓRÐUR GRÍMSSON SPILA SAMAN Í BERLÍN Í BYRJUN DESEMBER.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.