Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 13
mun meiri en hjá þeim sem eldri eru. Við höfum reiknað út frá neyslutölum og öðru að það sé einn á móti þremur.“ Það er sláandi hátt hlutfall og í þessu er mesti vandinn fólginn hér á landi, að sögn Þórarins. Hann segir kannabisvímu bæði trufla persónuþroska og félagslegan þroska einstaklinga, sérstaklega byrji þeir að neyta þess fyrir tvítugt. „Neyslan hefur oftar en ekki í för með sér óljósa eða jafnvel brotna sjálfsmynd sem er yfirleitt grundvöllur að geðrænum vandamálum svo sem kvíða, þunglyndi og almennri vanlíðan. Oft er þetta ástand greint sem þunglyndi, kvíða- röskun, ofvirkni eða athyglisbrestur en er í raun bein afleiðing neyslunnar. Það er engin tilviljun að helmingurinn af börnunum, sem koma í meðferð hjá okkur á Vogi, sýnir greini- lega þunglyndis- og streitueinkenni. Flest eru óróleg og eiga erfitt með að einbeita sér. Það er dæmigerð afleiðing kannabisreykinga.“ Þórarinn segir skaðann líffræðilegan þó að kannabis skaði ekki taugavefinn varanlega heldur séu þetta tímabundnar breytingar sem gangi til baka ef menn hætta kannabisreyk- ingum. „Það liggur hins vegar fyrir að þroskist fólk ekki eðlilega á ákveðnu árabili, eins og hættan er með unga kannabisneytendur, getur það haft afleiðingar langt fram í lífið. Hugræn geta er tengd æfingu og félagslegum tengslum, þannig að það er alveg ljóst að reyki maður kannabis til lengri tíma hefur það slæm áhrif. Enda þótt fólk hætti að reykja getur tekið langan tíma að ná aftur upp hugrænni getu. Í sumum tilvikum tekst það aldrei.“ Félagsleg óvirkni Kannabisfíkn lýsir sér fyrst og fremst með fé- lagslegri óvirkni. Ungmennin taka minni og minni þátt í samfélaginu og sækja aðallega í sinn hóp, það er aðra fíkla. Sumir einangrast algjörlega. Áhugamálum fækkar og ungmennin fara að hreyfa sig minna, hætta oftar en ekki í íþróttum, hafi þau lagt stund á þær. Þá eiga kannabisfíklar iðulega í miklum erfiðleikum með að vakna á morgnana. „Yfirleitt endar þetta með því að krakkarnir hætta að mæta í skóla eða vinnu og hætta að sinna fjöl- skylduskyldum svo sem að mæta í jólaboð og annað slíkt,“ segir Þórarinn. Prófið að fara í bindindi! 80% ungmenna undir tvítugu sem leita sér að- stoðar á Vogi gera það vegna kannabisfíknar. Flestir hafa þá verið í daglegri neyslu í hálft ár eða lengur sem Þórarinn segir mjög langan tíma. Mörg hver eru þessi ungmenni komin í þrot. Vanlíðan er mikil. Hann segir býsna al- gengt að viðkomandi hafi lítið sem ekkert not- að áfengi, jafnvel aldrei. Þórarinn leggur áherslu á að áfengi geri eft- ir sem áður mestan usla í röðum ungmenna. Skaðinn sé hins vegar öðruvísi, miklu fleiri noti áfengið og fólk verði örara og ágengara í áfengisvímunni en „skakkt“ og fyrir vikið sé það í meiri slysa- og áfallahættu undir áhrif- um. Í aldurshópnum tuttugu til þrjátíu ára lækk- ar hlutfall kannabisfíkla niður í 60% sem er samt sem áður mjög hátt enda um ólöglegt fíkniefni að ræða. „Flestir leggja kannabis- neyslu af eftir fertugt sem helgast fyrst og fremst af því að efnið er ólöglegt. Fólk færist þá yfir í lögleg vímuefni,“ segir Þórarinn. Velkist fólk í einhverjum vafa um hvort það sé orðið háð kannabis segir Þórarinn upplagt prófa að fara í bindindi. „Gangi það ekki upp ætti fólk að leita sér ráðgjafar – þegar í stað.“ Kannabisplantan er svo sem ósköp sak- leysisleg á að líta. Oft er flagð undir fögru skinni. AFP 10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Kannabisefni voru fyrstu ólöglegu vímu- efnin sem flutt voru til landsins og not- uð að einhverju marki. Neysla ólög- legra vímuefna var óþekkt hér á landi fyrir árið 1967. Dreifing, sala og neysla kannabisefna skapaði ólöglegan markað vímuefna á Íslandi á árunum 1970-75. Þó að einhver brögð væru að því á þessum árum að LSD gengi kaupum og sölum má segja að kannabisefnin hafi verið einu ólöglegu vímuefnin á mark- aðnum fram til ársins 1983. Hass var eina kannabisefnið sem not- að var á Íslandi að einhverju marki lengst framan af. Er það yfirleitt bland- að saman við sígarettutóbak og reykt. Á árunum fyrir 1980 var nokkuð um að neytendur ræktuðu kannabisjurtina og framleiddu marijúana. Þetta lagðist að mestu af og marijúana var ekki á mark- aði hér að neinu ráði fyrir en að nýju eftir 1998 að innlend ræktun hefur aft- ur aukist. 1980 óx innflutningur á kannabis- efnum verulega og hélst stöðugur fram til ársins 1988. Neyslan náði ákveðnu hámarki á árunum 1985 til 1987. Með minnkandi neyslu eftir 1988 dró úr inn- flutningi allt fram til 1994. Árið 1995 jókst mjög innflutningur og neysla á hassi og hefur neyslan aldrei verið meiri en undanfarin 3 ár. Aukningin er sérstaklega mikil meðal þeirra yngstu. Íslendingar hafa aldrei notað eins mikið af kannabisefnum og nú. Upplýsingar af vef SÁÁ. ALDREI NOTAÐ EINS MIKIÐ Þórarinn Tyrfingsson Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Komdu og skoðaðu allt það nýjasta í flísum í dag. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 Full búð af flottum flísum Full búð af flottum flísum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.