Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 Matur og drykkir Þ essi kjúklingaréttur er mjög einfaldur og einfaldlega algjört æði en ég reyni yfirleitt að stíla inn á rétti sem eru ekki of flóknir en mjög góðir,“ segir Eva Rós Brink, nemi í iðnaðarverkfræði og matarbloggari með meiru. Eva útbjó hvítlaukskjúklingarétt fyrir vinkonuhóp sinn sem hún segir aldrei bregðast og í eftirrétt var hún með súkkulaðiköku með kremi úr Milka-súkkulaði með karamellu. „Við vinkonurnar erum með algjört æði fyrir þessu súkkulaði svo mér fannst spennandi að prófa að útbúa krem úr því en ég er mikil súkkulaðikökukona. Þetta kom sérlega vel út.“ Eva Rós heldur úti geysi- vinsælu matarbloggi, eva- brink.com, sem og Facebook-síðu þar sem hún deilir uppskriftum. Þrátt fyrir að hún sé önnum kaf- in móðir og nemi er hún með brennandi mataráhuga þannig að hún er alltaf að prófa sig áfram í eldhúsinu – en hún segist þó aldrei prófa eitthvað nýtt daginn sem matarboðið er til að lenda ekki í því að vita ekki hvað hún er að gera. „Við erum í þessum hóp fjórar mömmur sem kynntumst í fæðing- arorlofinu og við höfum verið mjög duglegar að hittast og gefa hver ann- arri að borða og eru þarna tvær mágkonur mínar einnig. Þetta var ljúft og gott kvöld.“ En hvaða uppskriftir hafa fengið mestan lestur hjá Evu Rós? „Kókos- bolludraumurinn minn hefur fengið ótrúlega góðan lestur og margir hafa deilt þeirri uppskrift á Facebook. Svo er pestókjúklingarétturinn minn af- ar vinsæll. Sjálf er ég mikil kökukona en reyni nú að baka ekki nema einu sinni í viku til að fjölskyldan borði ekki of mikla óhollustu í miðri viku. En stundum getur maður bara ekki beðið og þarf að prófa eitthvað strax. En af einhverju matarkyns er mexíkósk kjúklingasúpa með því besta sem ég fæ.“ Hvítlauksbrauðið hitti í mark og passaði vel með hvítlaukskjúklingnum. MATARBOÐ VINKVENNA Ótrúlegur eftirréttur * „Við vinkonurnarerum með algjörtæði fyrir þessu súkku- laði svo mér fannst spennandi að prófa að útbúa krem úr því.“ EVA RÓS BRINK GERÐI ÓMÓTSTÆÐILEGAN KJÚKLINGA- RÉTT OG EFTIRRÉTT FYRIR VINKONUHÓP SINN EN HÚN NOTAÐI EFTIRLÆTISSÚKKULAÐISTYKKIÐ SITT, MILKA- SÚKKULAÐI MEÐ KARAMELLU, Í KÖKUKREMIÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is FYRIR 6 8-10 kjúklingabringur 150 ml olía 8 hvítlauksrif, pressuð 140 g brauðteningar 140 g rifinn parmesanostur salt og pipar eftir smekk Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Blandið olíu og pressuðum hvítlauknum saman og hitið örlítið í örbylgju. Myljið brauðteningana og blandið þeim saman við rifna parmesanostinn. Ég notaði Cheese & Garlic brauðteningana frá Chat- ham Village, þeir komu mjög vel út. Dýfið kjúklinga- bringunum, einni í einu, ofan í hvítlauksolíuna og svo ofan í brauð- og ostablönduna þannig að blandan hylji hana alla. Ef einhver afgangur er af brauð- og ostablöndunni, er hægt að strá henni yfir bring- urnar. Raðið bringunum í eldfast mót og bakið í ofni við 220°C í 35-40 mínútur. Stökkur hvítlaukskjúklingur FYRIR 6-8 500 g hveiti 7 g þurrger 300 ml ylvolgt vatn ólífuolía 3 heilir hvítlaukar ½ bakki fersk basilíka maldonsalt Blandið hveiti, þurrgeri og salti saman í skál og hellið 300 ml af yl- volgu vatni saman við. Blandið vel saman og hnoðið. Búið til kúlu úr deiginu, setjið ofan í olíuborna skál, hyljið og leyfið að hefast í um það bil klukkustund. Afhýðið hvítlauksgeirana og legg- ið þá á álpappír. Hellið svolítilli ólívuolíu yfir geirana og kryddið með salti og pipar. Brjótið álpapp- írinn saman þannig að hann loki geirana inni og bakið við 190°C í 45 mínútur. Takið svo úr ofninum, opnið álpappírinn og leyfið hvít- lauknum að kólna. Setjið basilíkublöðin í skál sem og hvítlauksgeirana og örlítið af ólífuolíu. Merjið allt saman og hell- ið meiri ólífuolíu saman við, eða þar til blandan er orðin þykk og þétt. Þegar deigið er búið að hefast í ca klukkustund, þjappið það þá niður og leyfið því að standa í 10 mínútur. Setjið bökunarpappír í tvær ofnskúffur og smyrjið með ol- íu. Skiptið deiginu í tvo hluta og setjið sitt í hvora ofnskúffuna. Not- ið fingurna til að þrýsta deiginu niður, myndið hring eða kassa. Hyljið og leyfið deiginu að lyfta sér í ca 20 mínútur. Þegar brauðið hefur lyft sér eru margar litlar holur gerðar í það með fingrinum. Því næst er hvít- lauks- og basilíkublöndunni smurt jafnt yfir brauðið og það bakað í miðjum ofni við 190°C eða þar til það hefur náð fallega gylltum lit, í ca 20 mínútur. Smyrjið brauðið með ólífuolíu þegar það er komið út úr ofninum, stráið yfir það smá- vegis maldon-salti og hyljið svo á meðan það kólnar. Ljúffengt hvítlauksbrauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.