Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 Græjur og tækni sýn, en svínvirkar þó vélin fari reyndar ekki vel í hendi. Ég prófaði hana með statífi, skrúfgangur fyrir slíkt neðan á vélinni, og það var afskaplega þægilegt. Það verður þó að segjast eins og er að hún er ekki hraðvirk, þ.e. hún er fljót að smella af en tekur tíma að stilla aðdrátt og eins að senda myndina yfir í símann. Ekkert er þó upp á myndirnar að klaga, þær voru framúrskarandi eins og vélin á kyn til. Það er líka hægt að nota DSC-QX100 eins og myndavél þó enginn sé farsíminn, en með þeim ókosti þó að ekki er hægt að sjá af hverju maður er að taka mynd, þ.e. það er enginn skjár og ekkert til að horfa í gegnum. Maður getur þó tekið myndir með því að þrýsta á hnapp á vélinni og þær myndir eru vist- aðar á minniskort í vélinni. Ef vélin er notuð með síma og minniskort er í henni, eru myndirnar vistaðar samtímis á minniskortið og sendar í síma. DSC-QX100 er fáanleg í dag á 89.990 kr., en DSC-QX10 mun víst kosta 39.900 kr. þegar hún kemur í verslanir á næstu dögum. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er myndavélin líkari linsuen hefðbundinni myndavél, enda er enginn skjár á henni. Gald-urinn er nefnilega sá að vélin sú notar farsíma sem skjá og þá hvaða farsíma sem er, eða svo gott sem, því hægt er að sækja forrit fyrir Android-síma og iPhone og stýra vélinni með símanum með þráðlausri tengingu. Skjárinn á sím- anum verður því að skjánum á myndavélinni og á þeim skjá getur maður síðan valið fókuspunkt, smellt af og átt við stillingar á vél- inni. Það gefur auga- leið að vélin þarf ekki að vera nálægt sím- anum til að taka myndir; mis-nálægt, eðlilega, eftir því hvað er á milli vélar og síma, en hún virkaði fínt í tíu metra fjarlægð hér uppi í Hádegismóum. Ekki er það þó svo að maður haldi á símanum í annarri hendinni og myndavélinni / linsunni í hinni, heldur fylgir með sérstök klemma sem smellt er á endann á vélinni og síðan notuð til að festa saman vél og síma. Sérkennilegt við fyrstu LINSAN ER MYNDAVÉL SONY Á ÞAÐ TIL AÐ FARA ÓVENJULEGAR LEIÐIR Í HÖNNUN SEM SKILAR STUNDUM FRAMÚRSKARANDI ÁRANGRI. ENN ER OF SNEMMT AÐ SEGJA TIL UM ÞAÐ HVORT CYBER-SHOT DSC-QX100, MUNI VALDA STRAUMHVÖRFUM. Græja vikunnar * Hér til hliðar er fjallað umDSC-QX100, en Sony kynnti líka aðra týpu, DSC-QX10, sem er ætluð almennum notendum á meðal DSC-QX100 er frekar fyr- ir atvinnuljósmyndara. DSC-QX10 er talsvert ódýrari og minni um sig, með 18,2 MP myndflögu, og ekki eins dýrum glerjum. Minna er líka hægt að stilla hana hand- virkt. * Rafhlaða er aftan á vélinni ogeinfalt að kippa henni úr. Á lins- unni er svo lítill LCD-skjár sem sýnir stöðu á rafhlöðu og undir Zeiss-merki á hliðinni er rauf fyrir minniskort, MicroSD eða Memory Stick Micro, og rauf fyrir micro- USB-tengi til að hlaða vélina. ÁRNI MATTHÍASSON * DSC-QX100 er með sömumyndflögu og sú frábæra vél Cy- ber-shot RX100 Mark II; 20,2 megapixel og linsan er sú sama, frábær F1.8 Carl Zeiss Vario- Sonnar T* linsa. Aðdráttur í linsu er 3,6x og Optical SteadyShot hristivörn. Hægt er að taka 1440 x 1080 díla HD vídeó, 30 ramma á sek. verið notast við tölfræði sem byggist á með- altali einstakra leikmanna, svo sem fjölda stiga sem leikmaður skorar að meðaltali í hverjum leik, eða fjölda frákasta sem hann hirðir. Einnig hefur verið horft til meðaltals hvers liðs, svo sem hvað það skorar að með- N BA-deildin í körfuknattleik hófst fyrir skömmu. Framundan eru 1230 leikir af hágæðakörfubolta þar sem íþróttamenn á borð við LeBron James og Derick Rose berjast um réttinn til að taka þátt í úrslitakeppninni. Þeir sem fylgjast með íþróttum geta hugsað sér gott til glóðarinnar, því aldrei áður hefur verið hægt að fylgjast eins náið með nokk- urri íþróttagrein. Á þessu tímabili mun NBA- deildin bjóða upp á nýtt greiningartól sem kallast SportsVU, sem byggist á tækni sem þróuð var til að fylgjast með flugskeytum og áætla skotmark þeirra. Þessi tækni skráir allar hreyfingar leikmanna á vellinum, ásamt hreyfingum boltans með aðstoð sex mynda- véla sem taka myndir 25 sinnum á sekúndu og breyta þeim í mælanleg gögn sem hægt er að skoða nánast í rauntíma. Þetta hljómar kannski ekki eins og bylting. Þetta þýðir hins vegar að í hverjum NBA leik sem stendur í 48 mínútur, verða til tæp- lega 800.000 gagnapunktar sem hægt er að flokka, greina og draga af ályktanir. Yfir heilt tímabil eru það tæplega milljarður af mælanlegum gagnapunktum. Við vitum nú hvar hvert einasta skot er tekið, og hver var aðdragandinn að því. Með aðstoð slíkra gagna verður hægt að greina leikinn með áð- ur óþekktum hætti. Þörfin fyrir flóknari greiningartól Fram til þessa hafa þjálfarar og aðdáendur verið bundir af því að greina leikinn með frekar frumstæðum gögnum. Lengst af hefur altali í leik, hve margar sóknir liðið spilar og svo framvegis. Meðtalsgögn eru mjög frumstæður máti til að greina leikinn, þar sem þau gefa okkur mjög ónákvæma mynd af því sem á sér stað. Á undanförnum árum hefur því aukist mikið notkun flóknari tölfræði, þar sem meðaltal er vegið á móti öðrum þáttum, svo sem því hvort lið spilar hratt eða hægt, og meiri áhersla hefur verið lögð á hlutfallsgögn frem- ur en meðaltal, svo sem hve hátt hlutfall mögulegra frákasta einstakur leikmaður tek- Munu opin gögn breyta því hvernig við fylgjumst með íþróttum? AFP NBA-DEILDIN HEFUR INNLEITT NÝTT KERFI SEM SKRÁIR ALLT SEM GERIST Á VELLINUM OG KYNNI AÐ BYLTA ÞVÍ HVERNIG VIÐ FYLGJUMST MEÐ ÍÞRÓTTUM Í FRAMTÍÐINNI Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Hið nýja kerfi mun hafa mest að segja fyrir þjálf- ara og stjórnendur liða í NBA-deildinni en með því munu þeir geta met- ið getu leikmanna með betri hætti en áður. NBA-DEILDIN OPNAR AÐGANG AÐ RISAGAGNASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.