Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaVistin á dvalar- og hjúkrunarheimilum geta kostað stórar fjárhæðir mánaðarlega Þegar Helena er ekki að vinna að lokarit- gerð í þroskaþjálfafræði galdrar hún fram dýrindis rétti og deilir uppskriftum og myndum á matarblogginu Eldhusperl- ur.com. Hún segist eiga í mesta vanda með að standast rándýrar kryddjurtir. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum þrjú í heimili. Ég, Heimir mað- urinn minn og sonur okkar Gunnar Þór, fimm ára. Á heimilinu býr líka læðan Mysa svo við erum eiginlega fjögur. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum verða að vera til egg sem er nú oftast raunin. Þá er alltaf hægt að töfra fram ódýra og góða máltíð. Þar má líka alltaf finna hið mjög svo nauðsynlega di- jon-sinnep, einhverjar kryddjurtir, nokkr- ar tegundir af ostum og ósaltað smjör. Sonurinn verður svo mjög móðgaður ef það er ekki til skinka með grænu skráar- gati. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Örugglega allt of mikið. Ég reyni þó að kaupa inn einu sinni til tvisvar í viku og ákveð nokkrar máltíðir fram í tímann. Ef það næst sparast alltaf dálítið því tíðar búðarferðir fela alltaf í sér einhver óþarfa kaup. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Rándýrar ferskar kryddjurtir sem ég vildi óska að ég gæti ræktað allan ársins hring. Parmesan ostur, hráskinka, ferskar fíkjur, íslensk ber og gæðasúkkulaði. Semsagt allt þetta dýra. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Við höfum tekið okkur á undanfarið – að eiga alltaf bara passlega mikið í ísskápnum svo við þurfum ekki að henda mat. Yfirsýn er lykilatriði. Góða afganga frystum við í passlegum nestiskömmtum sem hægt er að grípa með sér í vinnu eða skóla. Svo er líka ágætt að hvíla aðeins raf- tæki eins og þurrkara og leyfa rokinu að þurrka þvottinn þegar þannig viðrar. Eyðir þú í sparnað? Já. Við reynum alltaf að leggja eitthvað til hliðar. Svo er ágætis sparnaður fólginn í því að eyða peningum í reiðhjól og vera bara með einn bíl á heimilinu. Skothelt sparnaðarráð? Nota það sem er til og ekki henda mat. Taka til í ísskápnum og skápum og búa til grænmetissúpu eða eggjaköku og ekki fara út í búð nema með fyrirfram ákveðin markmið. HELENA GUNNARSDÓTTIR MATARBLOGGARI Með yfirsýn yfir ísskápinn Helena með syni sínum Gunnari Þóri. Hún gæt- ir þess að taka reglulega til í ísskápnum. * Aurapúkanum þykir of algengtað samlandar hans skipuleggi fjár- hag heimilisins ekki lengra en einn mánuð fram í tímann og er mark- miðið það eitt að láta peninginn örugglega duga fram að næsta launaseðli. * Púkinn er búinn að læra aðþað er vissara að setja og vinna skipulega að skýrum fjárhagslegum markmiðum mörg ár og jafnvel áratugi fram í tímann. * Hvað viltu hafa í vasapening áelliárunum og hvað þarf mikinn sparnað til? Hve stóran varasjóð viltu eiga til að geta brugðist við neyðartilfellum? Hvernig langar þig að búa eftir 10 ár og hvað kostar að komast í draumahúsið? * Þeir sem halda að allir fjár-hagslegu draumarnir rætist af sjálfu sér vakna fyrr eða síðar upp við vondan draum. Það þarf að kort- leggja markmiðin, skilja hvers þau krefjast og fylgja skýrri áætlun. púkinn Aura- Settu skýr markmið F jármálaráðgjafar leggja alla jafna mikla áherslu það við fólk að leggja sem mest fyr- ir til að tryggja fjárhagslegt öryggi á efri árunum. Veitir ekki af viðbótarsparnaðinum þegar horfið er af vinnumarkaði því þeir sem ætla að stóla á lögbundna líf- eyrissparnaðinn eingöngu mega eiga von á að ráðstöfunartekjurnar dragist skarplega saman. Lítið skilið eftir En dæmið er ekki svona einfalt. Gjaldtaka dvalar- og hjúkrunar- heimla á Íslandi er með þeim hætti að gengið getur mjög hratt á allar viðbótartekjur hins aldraða og í sumum tilvikum er vandséð hvern- ig það borgar sig að safna í sjóð til að njóta í ellinni. Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef íbúi á dvalar- eða hjúkrunarheimili hef- ur tekjur yfir 70.000 kr. á mánuði þá renna þær tekjur sem umfram eru til heimilisins. Að hámarki þarf íbúi á dvalar- eða hjúkrunarheimili að greiða allt að 326.979 kr. á mán- uði fyrir vistina ef tekjurnar leyfa. Rétt er að hafa í huga að fæstir fara á dvalar- eða hjúkrunarheimili strax og eftirlaunaaldri er náð. Í skýrslu velferðarráðuneytisins frá árinu 2011 kemur fram að árið 2010 bjuggu 78% fólks 80 ára og eldra enn heima, enda við nægilega góða heilsu. Eftir stendur samt að ef til þess kemur að flytja þarf inn á dvalar- eða hjúkrunarheimili er til lítils að hafa nörlað saman viðbótar- greiðslum í lífeyrissjóð enda allar líkur á að allar umframtekjur hverfi beint til Tryggingastofn- unar. Hægt að hliðra til? Áhugavert er að skoða hvaða leiðir eru færar til að fara í kringum gjaldtöku hjúkrunarheimilanna. Blasir t.d. við að verið gæti skyn- samlegra að velja sparnaðarleið sem veitir ákveðið frelsi í því hvort, hvenær og þá hversu mikið er tekið út úr þeim potti sem búið er að safna. Tryggingastofnun gengur ekki á höfuðstól eigna og því fengi t.d. innistæða á bankabók eða í bankahólfi að vera í friði og kæmi hvergi fram sem tekjur ef sá sjóður er nýttur til skemmtilegra hluta. Sumar lífeyrissparnaðarleiðir bjóða líka upp á að sparnaðurinn sé greiddur út í heilu lagi eða að öllu eða stærstum hluta og aðeins hluti eða jafnvel ekkert af sparn- aðinum greitt út í formi mán- aðarlegra fastra greiðslna. Eignir til erfingjanna Þá gæti líka borgað sig að selja fasteignir og aðrar verðmætar eignir og geyma söluandvirðið í banka eða jafnvel koma eignum sem bera vexti, arð eða leigutekjur til erfingja. Segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir hjá Landssambandi eldri borgara að hún viti til þess að fólk grípi til slíkra ráða til þess að láta tekjurnar af eignunum ekki hverfa upp í dvalar- og hjúkrunar- gjöld. Sjálfsagt þurfi að greiða erfðafjárskatt þegar eignirnar eru færðar til lögerfingja en skattur á fyrirframgreiddan arf er 10%. EKKI ÓDÝRT AÐ VERA GAMALL Dýr er vistin á dvalarheimilinu TEKJUR ÍBÚA Á DVALAR- EÐA HJÚKRUNARHEIMILI UMFRAM 70.000 KR. Á MÁNUÐI RENNA UPP Í DVALARKOSTNAÐ. RÉTT ER AÐ ATHUGA HVORT BREYTA ÆTTI T.D. UM LÍFEYRISSPARNAÐARLEIÐ EÐA HAGRÆÐA EIGNASAFNINU TIL AÐ FORÐAST ÞAÐ AÐ GREIÐA ALLT AÐ 326.979 KR. Á MÁNUÐI FYRIR HJÚKRUNARVISTINA. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gjöld hins opinbera fyrir þjónustu í ellinni geta orðið há og kalla á vand- lega skipulagningu fjármála og sparnaðar. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.