Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Lífsviðhorf Hafsteins Vilhelms- sonar sem er í viðtali í blaðinu í dag er til eftirbreytni. Þótt aðrir hafi verið til í að láta það bitna á honum að vera dökkur á hörund hefur hann aldrei látið það á sig fá. Hann mætir fordómum með gleði og léttleika, ekki hatri og reiði. „Ég áttaði mig snemma á því að þetta gæti orðið óbærilegt léti ég það ná til mín. Þess vegna slæ ég þessu iðulega upp í grín og af- vopna fólk þannig,“ segir hann í viðtali aftar í blaðinu í dag þar sem hann greinir frá því að þótt hann mæti enn fordómum hér á landi vegna hörundslitar síns hafi mjög dregið úr þeim í seinni tíð. Þótt Hafsteinn erfi ekkert við neinn þá segir hann þó frá því þegar hann var krakki á fótbolta- velli og fékk yfir sig gusur frá áhorfendum vegna hörundslitar síns. Það er eiginlega ekki hægt annað en að leiða hugann að því hvort það hafi verið krakkar eða foreldrar þeirra sem hreyttu út úr sér einhverju fordómarausi við lít- inn fótboltapjakk. Getur verið að það gerist enn? Fyrir skömmu steig unglings- stúlka fram, Selma Björk Her- mannsdóttir, og sagði frá einelti sem hún hefur orðið fyrir á netinu og í raunheimum fyrir það eitt að vera með skarð í vör. Hún er öðru- vísi og það er nóg til að fá yfir sig formælingar og mega upplifa þjösnaskap og útskúfun. Hún vakti athygli á því hvernig hægt er að mæta slíku ranglæti með gæsku og jákvæðni. Svipað við- horf kemur fram hjá Hafsteini – að mæta ranglæti og fordómum með engu nema gleði, gríni og góðmennsku. Og hann veltir sér barasta ekkert of mikið upp úr ranglæti yfir höfuð heldur horfir á fegurðina í augum dóttur sinnar. Það er gaman að bera á borð fyrir lesendur viðtal við mann með svona heilbrigt viðhorf til lífsins. RABBIÐ Heilbrigð viðhorf Eyrún Magnúsdóttir Réttur barna til hamingju, matar, foreldra og heilbrigðis var mörgum ofarlega í huga í réttindagöngu barna sem fram fór í Reykjavík í vikunni. Einhverjir nefndu reyndar að þeim þætti einnig mikilvægt að börn ættu rétt á bíl! Tæplega 300 börn gengu sem leið lá frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsinu þar sem Jón Gnarr borgarstjóri tók á móti þeim. Börnin voru úr Austurbæjarskóla, af leikskólanum Miðborg og frístundaheimilunum Draumalandinu, Eldflauginni og Halastjörnunni. Liðin eru 24 ár frá því Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á Allsherjarþingi SÞ og í tilefni þess verður haldið menning- armót, vegleg hátíð, í aðalsal Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu sunnudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Allir eru velkomnir, þátttaka ókeypis og heilmargt verður til skemmtunar. Börnum gefst kostur á að troða upp og sýna skemmtiatriði, einnig að koma með eigin hluti af ýmsu tagi og sýna öðrum. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Ómar BÖRN EIGA RÉTT TÆPUR ALDARFJÓRÐUNGUR ER SÍÐAN BARNASÁTTMÁLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA VAR SAMÞYKKTUR Á ALLS- HERJARÞINGI ÞESS. HALDIÐ VERÐUR UPP Á TÍMAMÓTIN MEÐ VEGLEGUM HÆTTI Í BORGARBÓKASAFNINU. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Friðuð hús skoðuð. Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði. Hvenær? Sunnudag kl. 15. Nánar: Sigríður Björk Jónsdóttir leiðir göngu um miðbæ Hafnarfjarðar. Friðuð og falleg hús Hvað? Opið skákmót fyrir alla, háa sem lága. Hvar? Vin, Hverf- isgötu 47. Hvenær? Mánudag kl. 13. Nánar: Mót tileinkað skáklandnáminu á Grænlandi. Skákmót Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Málþing með þátttöku um 30 glæpasagnahöfunda og þýðenda. Hvar? Norræna húsinu. Hvenær? Laugardag og sunnudag. Nánar: Viðburðir alþjóðlegu glæpa- sagnahátíðarinnar eru opnir öllum. Frír aðgangur, sjá dagskrá á icelandnoir.com. Glæpasagnahátíð Hvað? Sýningunni Hinsegin fólk í máli og myndum lýkur um helgina. Hvar? Þjóðminjasafn- inu. Hvenær? Opið kl. 11- 17 laugardag og sunnudag. Nánar: Jónína Leósdóttir les upp úr bók sinni Við Jóhanna kl. 13.30 á laugardag. Hinsegin sýningu lýkur Hvað? Tónleikar með Stjórninni. Hvar? Græna hattinum, Akureyri. Hvenær? Kl. 20 og 23 á laugardag. Nánar: Miðaverð er 3.000 krónur. Stjórnin fyrir norðan Hvað? Barna- leiksýning. Hvar? Kúlunni, Þjóðleikhúsinu. Hvenær? Laugardag kl. 13.30 og 15. Nánar: Búið er að sýna verkið um bræðurna sem höggva í tennur yfir hundrað sinnum í þessari lotu. Miðaverð er 1.900 krónur. Karíus og Baktus * Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.