Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 L ára Rúnarsdóttir, tón- listarkona og verðandi kynjafræðingur, vann í sumar að rannsókn þar sem hún kortlagði stöðu kvenna í tónlist. Þar kemur fram að konur standa höllum fæti á öllum sviðum, hvort sem er við að skapa tónlist, flytja hana, spila á útvarpsstöðvum, stjórna útgáfu- málum og þar fram eftir göt- unum. Rannsóknin var styrkt af nýsköp- unarsjóði náms- manna og Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Lára kynnti rannsóknina með erindi á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í fé- lagsvísindum, sem haldin var fyrir stuttu ásamt Gyðu Margréti Pét- ursdóttur, lektor í kynjafræði. Rannsókn Láru sýnir fram á það að karlmenn eru í miklum meirihluta meðal þeirra sem starfa innan tón- listargeirans á Íslandi. Engin gögn til Tímabilið sem Lára skoðaði í rann- sókn sinni nær frá september til desember árin 2010, 2011 og 2012. Þegar tónlistargagnrýni er skoðuð kemur í ljós að gagnrýnendur platnanna voru aðallega karlar. Eins eru plöturnar sem gagnrýndar eru með kaörlum í töluverðum meirihluta. Hins vegar er ekki hægt að bera mun á umfjöllun og gagn- rýni tónlistarkarla og tónlistar- kvenna saman við útgefnar plötur á árunum þar sem hvergi eru til ná- kvæmar tölur yfir útgefnar plötur frá ári til árs. ?Gögnin eru ekki til. Þegar ég kynnti FÍH rannsóknina var talað um að það væri kominn nýr gagna- grunnur og þar ætti að vera skrá yfir allar nýjar útgáfur. Hins vegar er það svo nýtt að ekki er hægt að líta aftur í tímann,? segir Lára. ?Mér finnst að það eigi að vera gagnsæi í þessu. STEF skráir að- eins verk og kynjaskiptingu þar. Ef kona kemur að verki er hún skráð, en þær eru einnig í miklum minni- hluta þar.? Einungis er hægt að líta til Plötutíðinda, rits sem kemur út fyr- ir jólin og er það yfirlit sem kynnir útgáfu ársins í tónlist. Allir útgef- endur hafa aðgang en hver kynning kostar sitt og því ekki gefið að allir geti kynnt plötu sína þar. ?Helst eru það stóru útgáfufyrirtækin sem komast að og er þeim aðallega stjórnað af körlum.? Karlar ávallt í meirihluta Tónlistinn inniheldur mest seldu plötur landsins og er hann unninn upp úr sölugögnum verslana sem selja íslenska tónlist. Þar rata konur sjaldan inn í efstu 10 söluhæstu sætin. Árið 2010 áttu 13 konur en 83 karlar plötur í efstu 10 sætum listans frá september til desember, ári seinna áttu 18 konur en 73 karl- ar plötu í efstu 10 sætum listans en árið 2012 áttu aðeins sjö konur plötu í einhverju af 10 efstu sætum listans en 52 karlar. Lagalistinn er á svipuðum nótum en hann er inni- heldur mest spiluðu lögin á Íslandi og er unninn upp úr helstu útvarps- stöðvunum. Farið er yfir sama tíma- bil og var gert á Tónlistanum. Árið 2010 voru fjórar konur en 56 karlar með lag á listanum, 10 konur en 47 karlar árið 2011 og þrjár konur en 53 karlar árið 2012. KÍTÓN hefur áhrif ?Konur eru ekki víða þegar kemur að stjórnum og félögum í íslenskri tónlist. Til að mynda er engin kona í stjórn STEF og ÚTÓN sem bæði eru lykilfélög í íslenskri tónlist- arsenu. En með tilkomu KÍTÓN finnst mér að FÍH og fleiri séu að átta sig á þessu og vera tilbúnir að berjast með okkur.? Lára er ein af fjórum konum sem stofnuðu Félag kvenna í tónlist eða KÍTÓN á þessu ári og situr hún í stjórn ásamt átta öðrum konum. ?Í félaginu sitja um 200 konur í dag og er það sífellt að vaxa,? segir Lára. Hún segir næsta skref hjá félaginu vera að opna augu fólks fyrir þessari miklu kynjaskekkju innan greinar- innar. ?Okkur fannst vanta einhver gögn til að vísa í þar sem við fundum fyrir miklum mun á kynjum í tónlist- ariðnaðinum og er rannsóknin til- komin vegna þessa. KÍTÓN hefur líka skapað mikla vitund meðal kvenna um að koma frekar inn í ým- is ráð og félög á vegum tónlistar. Ég held að það verði breyting á næstu árum og að þetta nái að leiðréttast aðeins með tilkomu þessarar vitund- arvakningar.? Lára segist nokkuð viss um að kynjaskekkjan liggi í grunninum, í uppeldinu. ?Mér finnst mikilvægt að kennslu í kynjafræði verði komið fyr- ir á öllum skólastigum og þar verði fræðsla um staðalímyndir og kyn- ímyndir, sérstaklega til þess að fólk sé meðvitaðara um þetta og hvaða afleiðingar þetta hefur. Það er grundvöllur að jafnrétti,? segir Lára. Til að uppræta kynjaskekkjuna sé mikilvægt að viðurkenna þau áhrif sem menningarlegur mismunur og úreltar staðalímyndir og kynímyndir hafi á stöðu kvenna í íslenskri tónlist. Hljómsveitin Mammút er m.a. skipuð flottum stelpum sem spila á ýmis hljóðfæri. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hallar verulega á konur í íslenskri tónlistarsenu LÁRA RÚNARSDÓTTIR VANN AÐ RANNSÓKN UM STÖÐU KVENNA Í TÓNLIST EN ÞAR ER KYNBUNDINN MUNUR GRÍÐARLEGUR. HÚN SEGIR MIKILVÆGT AÐ ALLIR TAKI HÖNDUM SAMAN TIL AÐ UPPRÆTA ÚRELTAR STAÐALÍMYNDIR. Gagnrýnendur á Morgunblaðinu Tónlistargagnrýni september-desember 2010-2012 Gagnrýnendur á Fréttablaðinu 16 karlar 4 konur 8 karlar 0 konur 48 plötur eftir tónlistarkarla 21 plata með hljómsveit með a.m.k. einni konu innanborðs 39 plötur með hljómsveitum eingöngu skipuð karlmönnum Fréttablaðið 123 umfjallanir Morgunblaðið 159 umfjallanir 15 plötur eftir tónlistarkonur 26 plötur með hljómsveit með a.m.k. einni konu innanborðs 15 plötur eftir tónlistarkonur 62 plötur eftir tónlistarkarla 56 plötur með hljóm- sveitum eingöngu skipuð karlmönnum Plötur í Plötutíðindum: 26 plötur eftir konur 95 plötur eftir karla Lára Rúnarsdóttir Engin gögn eru til um útgefnar plötur. Ekki var því hægt að bera saman umfjöllun við útgefnar plötur undanfarin ár. Plötutíðindi eru eina viðmiðið en þar er öllum frjálst að tilkynna útgáfu sem kostar þó sitt. * Ég held að það verði breyting á næstu árum og að þettanái að leiðréttast aðeins með tilkomu þessarar vitund-arvakningar. Lára RúnarsdóttirÞjóðmálGUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR gunnthorunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.