Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 10
Félag íslenskra náttúrufræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga, skammstafað FÍN, var stofnað af nokkrum náttúrufræðingum árið 1955. FÍN er eitt af stærstu aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM) sem eru heildar- samtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Alls starfa rúm30% félagsmanna FÍN á almennummarkaði og tæp 70% á opinberum markaði, þ.e. hjá ríkinu, sveitar- félögum, sjálfseignastofnunum og öðrum sem hafa gert kjarasamninga við FÍN sem byggja á ríkissamningum. Hlutverk félagsins er að stuðla að samvinnu og samheldni náttúrufræðinga á Íslandi og að bæta markvisst kjör félagsmanna sinna. Félagið annast gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn sína sem félags- menn greiða atkvæði um. Aðild að FÍN er háð ákveðnum skilyrðum samkvæmt lögum félagsins. Þeir geta orðið félagsmenn í FÍN sem hafa lokið bachelor-pró? eða sambærilegri menntun í náttúrufræðum, arkitektúr eða öðrum tengdum greinum frá háskóla eða hliðstæðum menntastofnu- num. Nemar í náttúrufræðum, arkitektúr eða öðrum tengdum greinum geta sótt um aukaaðild að félaginu þegar þeir hafa lokið a.m.k. eins árs háskólanámi og ráðnir eru til tímabundinna faglegra starfa. Aukaaðild veitir full félagsréttindi önnur en kjörgengi. Umsókn um aðild að félaginu skal vera skri?eg og hægt er að senda inn umsókn í gegnum heimasíðu félagsins www.?n.is, ásamt afriti af prófskírteinum. Stjórnarmenn og trúnaðarmenn FÍN eru mjög virkir í félaginu, en stjórn félagsins hittist mánaðarlega og trúnaðarmenn og stjórn tvisvar á ári. Félagið er skipað 20 stjórnarmönnum og af þeim skipa 5 stjórnarmenn framkvæmdastjórn félagsins. Formaður FÍN heimsækir árlega alla vinnustaði þar sem 5 eða ?eiri félagsmenn starfa, en félagsmenn eru út um allt land. Á vinnustaða- fundnum fer formaður y?r kjaraumhver? náttúru- fræðinga, launaþróun og ýmis réttindamál. Félagið hefur mótað sér stefnu til ársins 2017 og er hún aðgengileg á heimasíðu félagsins. Í þessari stefnu hefur stjórn dregið upp mynd af félaginu eins og stjórn- endur FÍN vilja sjá stöðu félagsins árið 2017, unnið er markvisst að og samkvæmt þessari framtíðarsýn. FÍN er umhugað að veita persónulega, faglega og góða þjónustu. Félagið veitir margskonar aðstoð og ýmsa þjónustu. Þar má nefna að félagið aðstoðar félags- menn við að ná fram rétti sínum ef ekki er staðið við gerða samninga. Félagið kemur ekki beint að persónu- bundnum ráðningarsamningum, en leiðbeinir félags- mönnum um það sem betur má fara í ráðningarsamningi. Félagið aðstoðar félagsmenn sína við að undirbúa sig undir launaviðtal. Á skrifstofunni eru þrír starfsmenn í fullu star?, sem aðstoða félagsmenn FÍN og veita þeim persónulega ráðgjöf sé eftir því leitað. Formaður FÍN er Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri FÍN er Maríanna H. Helgadóttir og móttöku- og skjalafulltrúi FÍN er Margrét Rafnsdóttir. Ha?ð samband við félagið í síma 5955175 eða sendið tölvupóst á netfangið ?n@bhm.is ef þú vilt panta viðtal við formann eða framkvæmdastjóra félagsins. Félag íslenskra náttúrufræðinga er stéttarfélag og er fyrsti kostur náttúrufræðinga hvort sem þeir starfa á opinberum eða almennum markaði. Við hvetjum félagsmenn okkar og aðra sem hafa áhuga á félaginu að heimsækja heimasíðu félagsins www.?n.is en þar eru ýmsar upplýsingar um stéttarfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.