Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Viðtal Þ að var undurfagur haustdagur í Stokkhólmi er ég hélt á fund for- sætisráðherra Svíþjóðar, Fre- driks Reinfeldts, fyrr í mán- uðinum. Við lestarstöðina í Sollentuna réttu tvær eldri dömur mér dreifi- blað á vegum nýju móderatanna: Ríkis- stjórnin lækkar skatta ellilífeyrisþega. Sólin skartaði sínu fegursta og í ys og þys dagsins settu starfsmenn Stokkhólmsborgar upp jóla- ljósin, sem verða tendruð er nær jólum dreg- ur. Forsætisráðherra Svíþjóðar stóð fyrir svör- um á sænska þinginu og átti tíma aflögu fyrir fjölmiðlana á eftir. Allir helstu fjölmiðlar Sví- þjóðar, sjónvarpsstöðvar, útvarp og blaða- menn biðu fyrir utan þingsalinn eftir því að Fredrik Reinfeldt kæmi út og svaraði spurn- ingum þeirra. Á þinginu fékk forsætisráðherrann spurn- inguna, hvort leyniþjónusta sænska varn- armálaráðuneytisins hleraði síma sænskra stjórnmálamanna og almennings og umferð þeirra á netinu. Svar forsætisráðherrans var að lögin segja skýrt til um að einungis er heimilt að sækja upplýsingar frá útlöndum en ekki innanlands. „Við erum samt sem áður opin fyrir því í söfnun upplýsinga að geta skipst á upplýs- ingum við önnur ríki til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk og alvarlega glæpastarfsemi og að auki til stuðnings alþjóðlegum her- sveitum sem við tökum þátt í,“ sagði Fredrik Reinfeldt. Í nýlegri könnun segja 75% Svía að þau óttist ekki að verið sé að njósna um þau. 13% eru þó hrædd um að vera undir eftirliti á netinu og 7% óttast símahleranir. Eftir upp- ljóstranir Snowdens eiga leyniþjónustur Vesturlanda erfiðara um vik að hlera samtöl hryðjuverkamanna og fylgjast með sam- skiptum þeirra á netinu. Að vera forsætisráðherra Svíþjóðar er er- ilsamt starf. Um morguninn tók Fredrik Reinfeldt á móti 200 manna sendinefnd frá Tyrklandi undir forystu forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Recep Erdogan. Það var því ekki tími fyrir neina langsetu, þegar Morgunblaðið bar að garði en mikið hægt að útrétta á góðu korteri. Eftir að forsætisráð- herrann hafði lokið viðtölum við sænsku fjöl- miðlana benti blaðafulltrúi Reinfelds mér að koma á fund með forsætisráðherranum í einu af fjölmörgum fundaherbergjum sænska þingsins. Skuldir lækkaðar samhliða skattalækkunum Ég byrjaði á því að kynna mig og elsta dag- blað Íslands, Morgunblaðið, og spurði Rein- feldt, hvað lægi að baki velgengni Svíþjóðar á tímum fjármálakreppu í Evrópu. Á ríkis- stjórnartímanum hafa rúmlega 200 þúsund ný störf í Svíþjóð komið til, aðallega vegna nýrra vinnuhvata í stað opinberra styrkja. Þegar sósíaldemókratarnir skildu við eftir 2002-2006 hafði 300.000 Svíum verið breytt í „fyrirfram“ ellilífeyrisþega. Það þýðir að meira en 150 manns var daglega parkerað á framfærslu hins opinbera á tímabilinu. Þrátt fyrir að hjólin gengju í efnahagslífinu og mælt í heilsársstörfum voru 690.000 Svíar annaðhvort skráðir sem „fyrirfram“ ellilífeyr- isþegar eða veikir. Samtals var yfir ein milljón Svía á vinnu- færum aldri fyrir utan vinnumarkaðinn háð ríkisframfærslu, er bandalagsstjórn Fredriks Reinfeldts tók við völdum 2006. Ríkisstjórn Reinfeldts er eina ríkisstjórnin innan ESB, sem tekist hefur að lækka skuldir ríkisins samhliða almennum skattalækkunum. Efnuð lönd á borð við Austurríki, Þýzkaland, Belgíu, Danmörku og Finnland hafa öll aukið skuldir ríkisins og eru hlutfallslega með langtum hærri skuldir en Svíþjóð, sem skuldar rúm- lega 40% af árlegri þjóðarframleiðslu. Árið 2006 skuldaði Svíþjóð hlutfallslega svipað og Bretland, sem síðan hefur tvöfaldað skuld- irnar á meðan skuldir Svíþjóðar hafa lækkað. Göran Persson spáði á valdatíma sósíal- demókrata að algjör upplausn tæki við í Sví- þjóð ef skattar yrðu lækkaðir meira en nem- ur 140 milljörðum sænskra króna. Því marki náði ríkisstjórn Fredriks Reinfeldts fyrir töluverðum tíma. Árlegar vaxtaafborganir Svía vegna ríkisskulda hafa lækkað frá 50 milljörðum í 22 milljarða á tímabili rík- isstjórnarinnar. Heildarskattaálögur hafa samtals lækkað um rúm 4% og samtímis hafa skatttekjur ríkisins aukist um 40 milljarða sænskra króna. Launþegar hafa fengið mun meira en þrettánda mánuðinn í aukinn kaup- mátt vegna tekjuskattslækkana. Skapa hvetjandi skilyrði Á flokksþingi móderata í Norrköping nýverið sagði Fredrik Reinfeldt að það væru ekki einungis sænskir sósíaldemókratar sem skorti stjórnmálastefnu og kæmu með dýrari og verri útkomu fyrir almenning í fullkominni andstöðu við gefin loforð: „Við höfum einnig séð þetta í Evrópu. Spyrjið danska kjós- endur, spyrjið franska kjósendur, hvernig það er að kjósa sósíalista og uppgötva síðan að þeir höfðu bara uppkast í höndunum og framkvæmdu síðan eitthvað allt annað. Lát- um ekki Svíþjóð verða fyrir barðinu á slíkri tilraunastarfsemi!“ Það er því raunveruleg ástæða fyrir sænska sósíaldemókrata að sjá rautt, þegar ríkisstjórnin boðar nú fimmta og síðasta hluta lækkunar tekjuskatts hjá launþegum. Margir telja að borgaraleg ríkisstjórn Fre- driks Reinfeldts sé meiri alvöru verka- mannastjórn en sósíaldemókratar hafi nokkru sinni getað státað af. Þú hefur verið forsætisráðherra Svíþjóðar bráðum í átta ár. Á þeim tíma sjáum við að fjármálakreppan hefur breiðst út í Suður- Evrópu en Svíþjóð brunar áfram eins og lest- in. Hvað liggur að baki velgengni Svíþjóðar? „Já, það er rétt. Við höfðum alvarlega krísu í Svíþjóð, við og Finnar í byrjun tíunda áratugarins. Við lærðum töluvert þá, m.a. hvernig á að meðhöndla banka, og við inn- leiddum umbætur með því að gera hluta af mörkuðum neytenda frjálsan, skapa sjálf- stæðan seðlabanka og ganga í Evrópusam- bandið. Ég vil bæta því við að þar fyrir utan gerðum við umtalsverðar breytingar á vinnu- markaðinum, við lækkuðum tekjuskatt vinn- andi fólks með lágar tekjur og meðaltekjur og hækkuðum skattleysismörk mikils hluta launþega. Við höfum jafnframt lækkað skatta á fyrirtæki og aukið markaðsfrelsi á valda- tímabilinu. Þar fyrir utan höfum við einnig Umbætur til að skapa hvetjandi skilyrði í atvinnulífinu SVÍAR HAFA AÐ ÝMSU LEYTI FARIÐ AÐRA LEIÐ Í EFNAHAGSMÁLUM OG LAUSN Á VANDA BANKA EN AÐRAR EVRÓPUÞJÓÐIR. SKATTAR HAFA VERIÐ LÆKKAÐIR, SKULDIR RÍKISINS HAFA HALDIST HÓFLEGAR OG SKATTGREIÐENDUM VAR EKKI SENDUR REIKNINGUR VEGNA BANKANNA, EINS OG FRAM KEMUR Í VIÐTALI MORGUNBLAÐSINS VIÐ FORSÆTISRÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR, FREDRIK REINFELDT. Gústaf Adolf Skúlason gustaf@99design.net Ljósmyndir/GS Fredrik Reinfeldt í viðtali við eina af fjölmörgum sjón- varpsstöðvum Svíþjóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.