Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 13
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 betrumbætt sænska sjúkratryggingakerfið og allar þessar umbætur hafa beinst að því að auka eftirspurn eftir atvinnu og skapa hvetj- andi skilyrði fyrir eigið vinnuframlag. Sam- anlagt hefur þetta byggt upp varnarmúr gegn minnkandi eftirspurn og öðrum efna- hagsvandamálum sem við höfum glímt við.“ Skattgreiðendum var ekki sendur reikningurinn „Reynsla okkar af bankakreppunni í upphafi tíunda áratugarins hefur nýtzt okkur vel, t.d. tókum við þá ákvörðun að fara ekki þá leið að fjármagna banka með skatttekjum eða nota fé skattgreiðenda til að bjarga bönkum í erfiðleikum eins og svo mörg önnur lönd hafa gert. Í staðinn völdum við að láta eigendur bankanna axla sína ábyrgð og í einstaka til- vikum þjóðnýttum við tímabundið banka sem gátu snúið aftur til markaðarins eftir skamma hríð. Þessar sænsku aðgerðir gagn- vart bönkunum hafa þýtt að skattgreiðendum hefur ekki verið sendur neinn reikningur vegna bankanna. Það er afar þýðingarmikið að skilja þetta, sér í lagi þegar horft er til fleiri landa, og út- skýrir mikla hækkun ríkisskulda og vaxandi vaxtagreiðslur. Munurinn á Svíþjóð og öðrum ríkjum með miklar álögur á ríkissjóði vegna skulda og tengdra greiðslna er að Svíþjóð lét ekki skattgreiðendur standa undir reikn- ingnum.“ Íslensku bankarnir féllu haustið 2008 og Íslendingarnir hafa í tveimur þjóðaratkvæða- greiðslum þurft að ganga gegn því að ríkið tæki yfir bankaskuldirnar og sendi skatt- greiðendum reikninginn. Málið var tekið fyrir hjá EFTA-dómstólnum sem dæmdi Íslend- ingum í vil. Bankarnir á Íslandi höfðu á skömmum tíma blásið út yfir 10 sinnum stærra umfang en árleg þjóðarframleiðsla Ís- lands. Hvernig er þessu farið í Svíþjóð? „Það er mikilvægur lærdómur fyrir Ísland og önnur lönd að stærð bankakerfisins verð- ur að vera í hlutfallslegu jafnvægi við árlega þjóðarframleiðslu landsins. Ég er þeirrar skoðunar að þótt bankakerfi okkar í Svíþjóð sé hlutfallslega ekki eins stórt og það ís- lenska varð í samanburði við þjóðarfram- leiðslu, þá er þessi reynsla Íslands einnig for- sendan hjá okkur. Fjármálastarfsemi þýðir áhættu og sú áhætta leiðir oft til vandamála og þá skiptir það sköpum, hversu stór fjár- málageirinn er í heildina tekið. Því stærri sem hann er því meira verður að byggja inn mótstöðukraft í kerfið og láta eigendur fjár- málafyrirtækja sæta ábyrgð. Forsendurnar voru að þessu leyti öðruvísi á Íslandi en í Sví- þjóð. Svíþjóð tók þátt í aðstoð til Íslands til að komast út úr þeirri stöðu, sem Ísland lenti í og ég veit að Íslendingar hafa þurft að leggja hart að sér til að vinna sig frá. Mér finnst eftirtektarvert að sjá þá endurreisn ís- lenska efnahagskerfisins sem tekist hefur þrátt fyrir allt. Ísland hefur endurheimt efna- hagslegan styrkleika á þróttmeiri og skjótari hátt en mörg önnur lönd sem enn eru að kljást við erfið fjárhagsvandamál víða í Evr- ópu.“ Ef við höldum okkur aðeins við Ísland og Norðurlönd. Ísland er ekki með í ESB, Nor- egur er ekki með í ESB og Grænland er ekki með í ESB. Hvernig er hægt að auka sam- starf Norðurlanda og styrkja norrænu bönd- in, þegar sum löndin eru með í ESB en önn- ur ekki? Þið hafið kannski rætt þetta, þegar forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og aðrir forystumenn Norð- urlanda funduðu í boði þínu í Stokkhólmi ný- verið? „Já, það er rétt. Íslensku ríkisstjórninni er frjálst að velja þá leið sem hún vill fara. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson var skýr um breytta afstöðu ríkisstjórnarinnar samanborið við fyrri ríkisstjórn sem vildi semja við og nálgast ESB. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki sömu tilfinningu fyrir málinu. Til er ann- að fyrirkomulag, eins og samningur Evr- ópska efnahagssvæðisins sem leggur grund- völlinn fyrir þau ríki sem vilja vera hluti af innri markaðinum. Við höfum aukið við nor- ræna samstarfið og þegar ég lít til baka yfir þann tíma sem ég hef tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi, þá hefur stórum hluta tímans verið varið í norrænt samstarf, eins og t.d. sam- starf Norrænu ráðherranefndarinnar og sér- staka fundi forsætisráðherra Norðurlanda. Drifkrafturinn í samstarfinu er að miklu leyti sameiginleg umbótareynsla okkar, sameig- inlegar áskoranir og að við reynum að starfa saman í efnahagsmálum og atvinnumálum, velferðarmálum og í varnarsamstarfi, sem hefur verið uppi á teningnum með Ísland. Þannig að það er til staðar samstarfs- grundvöllur við önnur lönd, ef Ísland ákveður að ESB sé ekki sú leið sem farin verður. Mér skilst að mögulega fari fram þjóðaratkvæða- greiðsla um málið en það er sem sagt í hönd- um Íslendinga sjálfra að taka þá ákvörðun.“ Skýr völd ESB Í yfirstandandi deilu ESB við Færeyinga og hótanir um viðskiptabann við Íslendinga sat Svíþjóð hjá innan ESB, vegna þess að rík- isstjórn Svíþjóðar telur rangt að leysa deilu- mál með viðskiptaþvingunum. Vill Fredrik Reinfeldt segja eitthvað um yfirstandandi viðskiptabann ESB á Færeyjar vegna síldveiðideilunnar? „Þetta er eitt af þeim sviðum, þar sem Evrópusambandið hefur skýr völd og ESB notar kvóta, vegna þess að við óttumst að um ofveiðar sé að ræða í heildina tekið. Sam- anlögð veiðigeta flotans [ESB-flotans – inn- skot GS] hefur verið of mikil og við höfum víða séð ofveiðar og áhættu tengda þeim. Persónulega hef ég ekki verið þátttakandi í beinum umræðum um kvótaskiptinguna og veit því ekki nákvæmlega hvað hefur verið sagt eða ákveðið, svo ég mun ekki að reyna að tjá mig um það í einstökum atriðum. Allir skilja, hversu mikilvægur fiskurinn er fyrir Ísland og hversu þýðingarmikil tekjulind fyr- ir landið fiskurinn er, það vitum við.“ Nýlegar skoðanakannanir sýna að ríkis- stjórnarflokkarnir njóta ekki meirihlutafylgis í augnablikinu og svipuð staða var uppi á ten- ingnum fyrir þingkosningarnar 2010 en breyttist er nær dró kosningum. Rík- isstjórnin hefur ekki hreinan meirihluta á þingi, sem gefið hefur Svíþjóðardemókrötum þá vogaraflsstöðu að vera stundum með rík- isstjórninni og stundum á móti eftir því hvað hentar hverju sinni. Á næsta ári eru þingkosningar í Svíþjóð, hvernig líst þér á horfurnar fyrir ríkisstjórn- ina að halda velli? „Við munum reyna að gera það sem mjög fáir hafa fengið tækifæri til að reyna, þ.e.a.s. að vinna kosningasigur í þriðja skiptið í röð. Alla vega hefur engin borgaraleg ríkisstjórn í lýðræðissögu Svíþjóðar áður fengið mögu- leika á að vinna kosningasigur í þrjú skipti í röð. Þar af leiðandi er engin forskrift fyrir því, sem við upplifum núna. Við erum eins og aðrar ríkisstjórnir í Evrópu harðlega gagn- rýnd eins og venja er með sitjandi ríkis- stjórnir og það tekur oft sinn toll í skoðunum almennings. Ég tel að komandi ár muni minna okkur á að kosningar fjalla um aðra hluti, eins og hvað sé framundan, hvernig við viljum að landinu okkar farnist og hvaða val- möguleikar finnast til ríkisstjórnarmyndunar. Í mínum flokki höfum við þegar unnið mik- ilvæg störf til að þróa málin áfram og milli samstarfsflokkanna fjögurra í ríkisstjórninni verða starfshópar skipaðir til að vinna enn frekar að málunum. Við munum í ágúst á næsta ári kynna sameiginlega kosn- ingastefnuskrá okkar og það mun verða eini valkosturinn á ríkisstjórn fjögurra flokka með svo breiðan og skýran sameiginlegan metnað. Ég held að það muni leiða í ljós að gegn okkur er fyrst og fremst uppkast að óskýrum samböndum annarra flokka og þar af leiðandi verulega óljósri ríkisstjórn- arstefnu. Við erum ekki komin í kosningabar- áttuna en kosningaúrslitin ráðast á kjördag. Við höfum góðan möguleika á að ná því for- skoti sem nauðsynlegt er miðað við að við er- um núna undir í skoðanakönnunum.“ Oft komið til Íslands Viltu senda Íslendingum einhverja kveðju? Hefur þú komið til Íslands? „Ég hef verið á Íslandi mörgum sinnum, náttúrufegurðin er ótrúleg og allt öðruvísi en flest annað, m.a. með heitum laugum sem ég hef farið í. Ég hef bæði verið í Reykjavík og á landsbyggðinni og ég held reyndar að ég muni koma til Íslands næsta vor, þegar Ís- land tekur við formennsku Norrænu ráð- herranefndarinnar. Með því fylgir að landið fer fyrir forsætisráðherranefndinni og ég hlakka þess vegna til væntanlegrar heim- sóknar til Íslands næsta vor.“ Ég sagði Fredrik Reinfeldt, að hann hlyti að hafa lært íslensku einhvers staðar, því hann hefði borið nafn íslenska forsætisráð- herrans svo vel fram á sameiginlegum blaða- fundi þeirra tveggja í Stokkhólmi nýverið. „Er það já, þakka þér fyrir.“ Og svo sagði hann það aftur: „Sigmundur Davíð“ á óað- finnanlegri íslensku og brosti breitt. Lengra varð viðtal Morgunblaðsins við for- sætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, ekki að þessu sinni. Hann er störfum hlaðinn með þaulskipulagða dagskrá. Ég hef aldrei áður rætt persónulega við Fredrik Reinfeldt og það var því sérstök ánægja að fá þetta tækifæri f.h. Morg- unblaðsins. Frá þinghúsinu lá leið mín í höf- uðstöðvar Nordea-bankans í Stokkhólmi, þar sem Göran Persson, fyrrv. forsætisráðherra Svíþjóðar, flutti lof um evruna og þá furðu- skipan að best væri fyrir ríki að hafa minni- hlutastjórn þegar illa gengur en meiri- hlutastjórn þegar vel gengur. Daginn eftir gaf Stefan Löfven, formaður sósíaldemókrata, út þá yfirlýsingu, að sósíaldemókratar vildu leiða ríkisstjórn með öðrum flokkum en Sví- þjóðardemókrötum eftir kosningarnar 2014. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna fjögurra gáfu þá út yfirlýsingu hver fyrir sig um að þeir gengju sameiginlega til kosninga næsta haust til að sækjast eftir trausti kjósenda til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það verður því ekkert laust pláss fyrir sósíal- demókrata um borð í bátnum þeim. Ríkisgatan í suður, gatan aðskilur eldri og nýja byggingu sænska þinghússins í Stokkhólmi. * Munurinn á Svíþjóðog öðrum ríkjummeð miklar álögur á ríkissjóði vegna skulda og tengdra greiðslna er að Svíþjóð lét ekki skattgreiðendur standa undir reikningnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.