Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 S káldið Benedikt Gröndal er ein aðalpersónan í nýrri skáldsögu, Sæmd, eftir Guðmund Andra Thorsson. Sagan byggist á raunverulegum at- burðum; skólapiltur í Lærða skólanum er sak- aður um þjófnað og umsjónarmaður pilta, Björn M. Ólsen, vill taka hart á málinu. Benedikt Grön- dal, sem er kennari í skólanum, hefur aðrar hugmyndir. Ólík sjónarmið takast á. Guðmundur Andri er fyrst spurður hvað sé svo heillandi við Benedikt Gröndal að honum hafi fundist ástæða til að gera hann að persónu í skáldsögu? ?Það er nú erfitt að svara því af hverju maður er allt í einu far- inn að skrifa svona skáldsögu um einhvern fullkomlega óvandabundinn mann,? segir Guðmundur Andri. ?Ég ætl- aði alltaf að skrifa ritgerð um Gröndal þegar ég var í Háskólanum og hélt ég yrði bókmenntafræðingur ? um ljóðlistina hans sem mig sundlaði alltaf af, en það lenti í útideyfu hjá mér eins og svo margt. Og svo var ég allt í einu farinn að skrifa þennan fyrsta kafla um hann. Það er náttúrlega bíræfið að æða inn í annað eins heilabú og ég bið fólk að virða það við mig að hafa ekki einu sinni brot af hans geníalíteti. En það dregur mig einmitt að honum, hann er svo ógurlega geníal en um leið fer hans geníalítet að einhverju leyti til spillis hér í fásinninu. Þetta er maður sem á að rölta um í sólskini í evrópsku skóglendi og hugsa og yrkja en í staðinn hrekst hann hér um á harðbalanum. Hann er á skjön við allt og alla,? segir Guðmundur Andri. ?Mjög margir þekkja Dægradvöl, þessa dásamlegu bók, sem mikið er lesin, en hér dreg ég fram ljóðskáldið og náttúrufræðinginn, full- trúa húmanískra gilda og þekkingar. Á okkar tímum finnst mér ástæða til að minna á þau gildi.? Af hverju finnst þér sérstök ástæða til að minna á þau á okkar tímum? ?Blasir það ekki við? Það er sótt að húmanískum gild- um. Það viðhorf að það sé eftirsóknarvert í sjálfu sér að leita þekkingar á ekki upp á pallborðið meðal valdafólks sem skilur ekki að menntun og menningarstarfsemi er okkur nauðsynlegt andlegt súrefni, ef við eigum ekki hreinlega að kafna hér. Gröndal er í mínum huga and- stæða þessarar andfjandsamlegu efnishyggju. Hann er óp- raktískur maður og leitandi sveimhugi. Hann þráir fegurð eins og raunar Björn M. Ólsen á sinn hátt líka. Báðir leita þekkingar og þrá fegurð, þeir spegla hvor annan á ótal öðrum sviðum, um leið og þeir eru andstæður líka. Í þessari bók fór ég inn í ljóðheim Gröndals og gleymdi mér þar í nokkrar blaðsíður, sveif bara um í hans orðaheimi áður en ég rankaði við mér og hélt áfram með söguna. Það var undursamlegt.? Ertu sammála því áliti að Gröndal sé einn af mestu stílistum íslenskrar bókmenntasögu? ?Já já. Hann var engum líkur og ótal margt í nútíma- legum stíl er komið frá honum. Þórbergur Þórðarson er til dæmis óhugsandi án Gröndals, þótt hann gæti nú ekki játað það sjálfur, og til Gröndals má rekja vissa tegund af grótesku og skopstælingum sem við höfum enn næmi af. Hann skipar líka setningum svo fallega í sínum prósa. Sem prósahöfundur er hann klár, skýr og brilljant en fólk sem reynir að lesa ljóð hans villist fljótlega í svona fimbul-jörmun-hugmyndarökkri sem virkar mjög úrelt.? Lítið íslenskt Dreyfusmál Hvar heyrðirðu söguna um skólapiltinn sem var sakaður um þjófnað og hvers vegna ákvaðstu að skrifa skáldsögu um það mál? ?Ég held ég hafi lesið þessa sögu á tveimur stöðum, í Dægradvöl þar sem Gröndal segir frá veru sinni sem kennari við Lærða skólann í Reykjavík og nánari lýsingu á þessum atvikum las ég í einni af þessum stóru brúnu bókum um 19. öldina eftir Þorstein Thorarensen sem kom út um 1970, frábærar bækur ? Móralskir meistarar hét þessi. Svo hef ég lesið Dægradvöl margoft síðan og alltaf staldrað við þetta mál. Það hefur alltaf slegið mig. Fyrir mér er þetta lítið íslenskt Dreyfus-mál. Skáld sem sýnir borgaralegt hugrekki, verður að gera það, getur ekki annað því að skáldið verður að taka afstöðu með hinu veikburða lífi.? Mér finnst vera rómantískur tónn í þessari sögu. Myndirðu samþykkja að þú væri rómantíker? ?Ég veit það ekki. Ertu að meina þannig að ég sitji snöktandi yfir Downton Abbey á sunnudagskvöldum? Nei, kannski ekki beinlínis. En maður náttúrlega smitast af Gröndal býst ég við og þessum fegurðarheimi sem hann lifir í þrátt fyrir allt. Þetta voru hins vegar ljótir tímar og ég held ég dragi ekki fjöður yfir það. Það geisaði til að mynda drepsótt á Íslandi þessi misseri, mislingar, sem yfirvöld voru ráðalaus gegn. En ætli ég sé ekki svolítill rómantíker. Ég kann vel við mig á 19. öldinni.? Hvað heillar þig við 19. öldina? ?Eitthvert umbúðaleysi, vissan um sanna reynslu, sú trú að tilfinningar hefðu skýlausa merkingu og að orðin væru fær um að tjá hana, hugboð um framtíðina sem einhvers konar ómæli þrotlausra möguleika. Algjör fjar- vera atómbombunnar þó að Hitler og Stalín lægju þarna vissulega einhvers staðar í kviði aldarinnar. Og kaldhæðni var bara fallega mótuð þverstæða hjá Oscari Wilde.? Í þessari bók eins og reyndar öðrum bókum eftir þig sést hversu mikinn áhuga þú hefur sem rithöfundur á mannlegum samskiptum sem stundum bregðast eða þá að þeim lýkur með því að einhver deyr. Þú skrifar oft um einhvers konar missi. Af hverju? ?Ég veit það ekki. Mér finnst að skáldsögur eigi að fjalla um mannleg tengsl í alls konar myndum. Ég hylli mannleg tengsl og samskipti og harma það þegar menn- irnir ná ekki að tengjast hver öðrum eins og þeir þrá að gera.? Tvær bækur á sínum stað Það er ekki hægt að taka viðtal við þig án þess að spyrja um hinn angurværa og músíkalska stíl sem þú skrifar. Er þessi stíll þér eðlislægur eða þurftirðu að leita að honum? ?Ég hef ekki búið mér til stíl meðvitað, heldur er þetta minn náttúrulegi máti að skrifa. Svona skrifa ég, svona er ég. Eitthvað syngur inni í manni og orðin skipa sér niður í setningar, setningar skipa sér niður í máls- greinar og málsgreinar í kafla í ákveðinni hrynjandi. Þannig held ég að þetta hafi verið frá fyrstu tíð. Ég veit að ég hljóma eins og mjög lélegir lagahöfundar gera stundum en setningarnar bara koma til mín einhvers staðar frá, áreynslulaust.? Þú tileinkar Margréti Indriðadóttur, móður þinni, bók- ina. Er sérstök ástæða fyrir því? ?Mig langaði bara til þess að heiðra móður mína. Hún hefur alla tíð verið minn helsti bakhjarl í lífinu. Ég á henni allt að þakka, og þar á meðal hvernig ég skrifa. Ég held að minn stíll liggi nær því hvernig hún hefði skrifað, ef hún hefði gefið sig meira að slíku, heldur en hvernig faðir minn skrifaði.? ?En ætli ég sé ekki svolítill rómantíker. Ég kann vel við mig á 19. öldinni,? segir Guð- mundur Andri Thorsson. Hylli mannleg tengsl og samskipti NÝJASTA SKÁLDSAGA GUÐMUNDAR ANDRA THORSSONAR NEFNIST SÆMD OG ÞAR ER BENEDIKT GRÖNDAL MEÐAL PERSÓNA, EN BÓKIN ER BYGGÐ Á RAUNVERULEGUM ATBURÐUM, SEM HÖFUNDURINN SEGIR VERA LÍTIÐ ÍS- LENSKT DREYFUS-MÁL. GUÐMUNDUR ANDRI SEGIST Í BÓK SINNI VERA AÐ HYLLA ÞEKKINGUNA OG FEGURÐINA. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM NÝJU BÓK- INA OG HINN EINSTAKA BENEDIKT GRÖNDAL. NÍTJÁNDU ÖLDINA OG RÓM- ANTÍK BER VITASKULD Á GÓMA OG SÖMULEIÐIS RITHÖFUNDARSTARFIÐ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Það er sótt að húmanískumgildum. Það viðhorf að það séeftirsóknarvert í sjálfu sér að leita þekkingar á ekki upp á pallborðið meðal valdafólks sem skilur ekki að menntun og menningarstarfsemi er okkur nauðsynlegt andlegt súrefni, ef við eigum ekki hreinlega að kafna hér. Gröndal er í mínum huga andstæða þessarar andfjandsamlegu efnishyggju. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.