Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 16
*Franska borgin Marseille hefur borið sæmdarheitið menningarborg Evrópu þetta árið »18Ferðalög og flakk Fjallið Fuji er eitt helsta þjóðartákn Japans og jafnframt þeirra hæsta fjall (3.776 metrar). Fjallið er skráð á heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO og er talið hafa verið fyrst klifið af ónafngreindum munki árið 663. Ekki var leyfilegt fyrir konur að klífa fjallið fyrr en eftir 1883 enda feðraveldið allsráðandi í Japan þá líkt og í dag. Ég gerði fyrst tilraun til þess að klífa fjallið 1999 en komst einungis hálfa leið með rútu. Seinni tilraunin átti að vera sl. sumar þegar Ásta Sigga vinkona mín reyndi að draga mig þangað, en ég þóttist ekki eiga gönguskó. Ég hef þó, með japönskum vin- um mínum, farið að rótum Fuji á haustin í þeim tilgangi að upplifa Asagiri-tónlistarútihátíðina sem ku vera engri ann- arri tónlistarhátíð lík. Munurinn á tónlistarúthátíðum í Japan og á Vesturlöndum er að í Japan er meiri áhersla lögð á hvað er grillað, djúpsteikt eða soðið en sjálfa tónlistina. En eins og þeir sem til Japans hafa komið vita snýst hér allt um mat og drykk og þegar Japanir tala um að fara út að skemmta sér eiga þeir fyrst og fremst við að fara út að borða góðan mat. Ég man því aldrei hvaða hljómsveitir spiluðu, en ég gleymi ekki sóba-núðlunum, sjabú-sjabú-pottinum, tempúra- tígrisrækjunum, tófú-salatinu, nautatungunum og félagsskapnum, að ógleymdu útsýninu yfir Fuji konung. Já, lífið í Japan er einstakt. Bolli Thoroddsen Bolli við rætur Fuji, á Asagiri-tónlistarhátíðinni, með japönskum vinum sínum. Við rætur Fuji konungs Bolli Thoroddsen PÓSTKORT F RÁ JAPAN F innland var fínt, svona við fyrstu kynni. Upplifunin var að nokkru leyti sú að við værum komin heim, enda þegar þarna var komið sögu búin að vera í tæpar tvær vikur í fjarlægu landi. Norðurlönd eru um margt hvert öðru lík sem skýrir kannski að einhverju leyti þá tilfinningu sem við fengum í Hels- inki,“ segir Magnús S. Jóhannsson, starfs- maður Arion banka. Magnús og Sigþóra Sigurjónsdóttir kona hans voru í Helsinki á dögunum og höfðu þar viðdvöl í sólarhring. Enginn kynnist landi og þjóð á svo skömmum tíma, en al- mennt talað ráða fyrstu kynni þó miklu um alla framvindu. „Ég hef oft komið til Kaupmannahafnar en finnska höfuðborgin er allt öðruvísi. Þetta virkar á mig þannig að mannlífið sé nokkuð rólegt. Það var líka gaman að koma í miðborgina, þar sem sporvagnar settu svip sinn á umferðina. Þá var gaman að sjá Temppeliaukio-kirkjuna,“ segir Magnús. Kirkjan, sem var tekin í notkun árið 1969 er í miðborginni og er felld inn í klettastapa þar en glerþak hleypir birtu inn. Kirkjan er vinsæll viðkomustaður ferðafólks og eitt helsta kennileiti Helsinki. Í Finnlandi búa um 5,4 milljónir manna; þar af rúm ein milljón í Helsinki og ná- lægum byggðum. Í meginatriðum er grunn- gerð finnsks samfélags sú sama og annars staðar á Norðurlöndum, það er sterkt skóla- og velferðarkerfi fjármagnað með sköttum, sem eru kannski heldur í hærra laginu. En þá kemur á móti að Finnar kunna að bjarga sér, eru t.d. umsvifamiklir í tæknigreinum og frumvinnslu svo sem á timbri og landið er skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Heimkynni jólasveinsins eru í Lapplandshéruðum Finnlands. Sveinarnir fást líka sem minjagripir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi SÓLARHRINGUR Í FINNLANDI Heima í Helsinki FYRSTU KYNNI RÁÐA ALLTAF MIKLU UM FRAMHALDIÐ. FINNSKA HÖFUÐBORGIN ER SÉRSTÆÐ – OG SPORVAGNAR OG KLETTAKIRKJA FÖNGUÐU FLJÓTT AUGA FORVITINNA FERÐAMANNA. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Flogið yfir finnskan skóg. Icelandair fer allt að fjórum sinnum í viku til Helsinki. Tónlistarmenn frá Austur- Evrópu léku á götuhorni. Magnús og Sigþóra undir glerþaki kirkj- unnar frægu. Strætó og sporvagnar eru þarfaþing í Helsinki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.