Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Side 19
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Á menningarárinu miðju var opnað í hjarta Marseille nýtt safn, MuCEM, en það er fyrsta franska þjóðarsafnið utan Parísar. Hingað til hafa öll söfn utan höfuðborgarinnar verið héraðs- og staðasöfn. Og allir virðast sam- mála um að þetta nýja safn, sem helgað er menningunni umhverfis Miðjarðarhafið, og er fullt af haganlega völdum og vel fram sett- um listgripum og sögulegum minjum, sé ein- staklega vel lukkað. Fyrstu fjóra mánuðina sem það hefur verið opið hefur um ein millj- ón gesta skoðað safnið og hefur það dregið fólk til borgarinnar, meira en nokkuð annað sem bryddað hefur verið upp á á menning- arborgarárinu. MuCEM er þó ekki eina nýja menning- arstofnunin sem hefur átt þátt í að glæða miðborg Marseille nýju lífi. Því eins og al- þekkt er dregur lifandi menning að sér gesti og örvar alla aðra þjónustu á svæðinu. Við hlið MuCEM er önnur sláandi áhrifamikil bygging, Villa Méditerranrée, í laginu eins og stórt P sem hefur fallið fram fyrir sig og er reist fyrir tímabundnar sýningar og allra- handa menningaruppákomur. Nokkru vestar, handan við bryggjurnar þar sem ferjur leggja upp til Alsír og Korsíku, er J1, flennistór hafnarskemma, sambærileg við Hafnarhúsið í Reykjavík, sem hefur verið breytt í sýningarsali og vinnustofur lista- manna. Þar er líka vönduð bókaverslun og blómlegt kaffihús með góðu útsýni yfir mið- borgina og hafnarsvæðið. Þá hefur nýtt sam- tímalistasafn verið opnað í Marseille. Hinar nýju menningarstofnanir, MuCEM og Villa Méditerranée, standa gegnt Saint-Jean-virkinu. Rómað nýtt lista- og sögusafn Um hin ólíku hverfi Marseille hlykkjast þröngar götur og sund sem forvitnilegt er að kanna. Fljótlega eftir að gengið er frá hverfunum þar sem ferðamenn eru flestir, er komið út í íbúða- hverfi með götumörkuðum, kaffihúsum, litlum veitingastöðum og krám sem sjálfsagt er að setjast inn á og njóta. Þá er hægt að rölta upp á hæðirnar fyrir ofan höfnina, skoða virki og kirkjur, og njóta útsýnis yfir byggðina eða út á hafið. Sumir ferðalangar eru smeykir við að ganga um óþekkta borgarhluta en engin ástæða er að óttast neitt, svo framarlega sem fólk fer varlega og sýnir aðgát sem sjálfsögð þykir hvar sem er á byggðu bóli. Fyrir göngugarpa má geta þess að í tengslum við menningarborgarverkefni Marseille og Provence-héraðs, hefur verið merkt 365 km gönguleið, milli helstu byggðakjarna og merk- ustu ferðamannastaðanna. Ekki þarf að ganga langt frá hafnarsvæðinu í Marseille til að koma í áhugaverðar götur. Mislangar gönguleiðir um borgina Í gluggum MuCEM, hins nýja safns um menningu þjóðanna við Miðjarðarhaf, speglast seglskip við nálæga bryggju. Í gamla borgarhlutanum, fyrir neðan virki frá miðöldum, safnast fólk gjarnan saman og horfir vestur yfir höfnina sem er full af skemmtibátum og á upplýstar byggingarnar handan hennar. Götulistin er víða lífleg í gömlu borgarhlutunum í Marseille. Í tilefni menningarársins var gert átak í að útrýma subbukroti og fá þess í stað frumlega og athyglisverða tengingu við mannlífið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.