Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Side 21
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Blátt áfram • Fákafen 9, 108 Reykjavík • Sími 533 2929 • blattafram@blattafram.is • blattafram.is Fullorðnir bera ábyrgð á börnum sínum og hafa samtökin Blátt áfram lagt mest upp úr því að fræða þá. Fræðslan fer fram í leik- og grunnskólum landsins í formi fyrirlestra og námkskeiðs sem nefnist Verndarar barna. Samtökin hafa það að markmiði að fræða fullorðna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig megi fyrirbyggja það. 3920 Börn sem sáu brúðusýninguna Krakkarnir í hverfinu 6740 Hlutu fræðslu á vegum Blátt áfram árið 2012 1000 Unglingar fengu lífsleiknifræðslu 950 Fullorðnir gerðust Verndarar barna 870 Fullorðnir hlustuðu á fyrirlestra um forvarnir Verum upplýst -verndum börnin okkar! Oft eru bólur tengdar við eitt erf- iðasta tímabil í lífi hvers manns, unglingaskeiðið, en þá er horm- ónaflæðið svo mikið að bólurnar eiga það til að spretta í hrönnum. Ofnæmi fyrir hvers kyns mat er ekki eins þekktur bóluvaldur en það er algengt að fólk sem hefur ofnæmi fyrir einhverjum mat- artegundum fái miklar bólur. Eðli- leg og þekkt ofnæmisviðbrögð við mat eru þau að húðin roðni og bólgni en einnig geta þau verið al- varlegri. Fæðuóþol getur einnig valdið húðvandamálum á borð við bólur að sama skapi og ofnæmi. Algengustu orsakir ofnæmis með- al fæðutegunda eru til dæmis kúa- mjólk, jarðhnetur, fiskur og skel- fiskur og egg. Einnig geta ýmiss konar kornmatur, prótein úr frjó- kornum og sojabaunir valdið of- næmi. Til að athuga málið frekar er ráð að panta tíma hjá heim- ilislækni sem sker úr um hvort þörf sé á ofnæmisprófi eða hvort unglingabólurnar séu komnar til að vera. ÝMIS FÆÐA GETUR VALDIÐ OFNÆMI Matarofnæmi kallar gjarnan fram bólur Egg er á meðal þeirra fæðutegunda sem geta valdið ofnæmi. Morgunblaðið/Eggert Að mati sérfræðinga fellur lárperan, eða avókadó, í flokk með hollustu matvælum heims. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem borða ávöxtinn reglulega eru gjarnan heilsuhraustari en þeir sem ekki borða hann. Niðurstöður NHA- NES í Bandaríkjunum, samtaka sem rannsaka og innihaldsgreina matvæli og annað matarkyns, sýna fram á að dagleg neysla lárperunnar hefur góð áhrif á líkamann. Ávöxturinn er stútfullur af trefjum, próteinum og einómettuðum ómega 3-fitusýrum sem eru hollar fitusýrur. Þá inni- heldur hann B-vítamín, svo sem fól- ínsýru, og A-, C-, E- og K-vítamín. Einnig finnast í lárperunni kopar, járn, fosfór, magnesíum og kalíum. Þessi fituríki ávöxtur smyr líkam- ann að innan auk þess sem hann hjálpar til við liðagigt og park- insonssjúkdóm en einnig vinnur hann gegn hjartasjúkdómum og krabbameini. LÁRPERA ER HOLLUR KOSTUR Þessi græni ávöxtur er allra meina bót og ekki verra að borða einn slíkan á dag. AFP Góð uppspretta nauðsynlegra næringarefna Á vefsíðunni Youtube.com er að finna fjöldann allan af þjálfunar- myndböndum, sem auðveldar þér að stunda líkamsrækt heima við. Tracy Anderson, einkaþjálfari Hollywood-stjarnanna, er meðal þeirra einkaþjálfara sem eru dug- legir að setja myndbönd á vefsíð- una. Þar deilir Tracy aðferðum stórstjarna á borð við Jennifer An- iston og Gwyneth Paltrow við að halda sér í formi. Líkamsrækt á Youtube Tracy Anderson, einkaþjálfari stjarnanna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.