Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 24
*H jónin Linda Mjöll Stefánsdóttir leikmyndahönnuður og Daníel Hjörtur Sigmundsson myndhöggvari hófu samstarf árið 2010, stuttu eftir að þau kynntust. Þau unnu saman að hönnun gisti- húss í Keflavík þar sem mestallur efniviður var endurnýttur. Þar hélt tilhugalífið áfram að vissu leyti og þau léku sér að því að flétta saman hugmyndir. ?Bæði útlit og kostnaður bar þess vitni að hér vorum við að uppgötva listræna og umhverfisvæna hugsun sem ætti sér sterkan grunn. Í kjölfar þess að gistiheimilið var opnað og að því streymdu ferða- menn sem voru uppveðraðir af þessari hugsun og þeirri stefnu sem við vorum að rækta, tókum við þá ákvörðun að taka þessa orku áfram.? Ósvikin og ótamin hönnun Með hugtakinu endurvinnslu sóttust Linda og Daníel eftir því að vekja áhuga á meðvituðum lifnaðarháttum, án þess þó að gagnrýna það sem var eða er, heldur að vekja nýja möguleika. ?Stefnunni okkar fylgir einnig sú hvatning að þú takir sjálfur þátt í því að skapa þitt umhverfi, það að vera virkur í þínum veruleika,? segir Linda Mjöll sem telur það einnig nauð- synlegt að við endurskoðum okkar neyslu á fjölbreyttan máta. Markmið Krukku er að endurheimta sannleika efniviðar eða opna nýtt flæði inn í rými eða landsvæði. Það markmið næst með því að ná að skila heilsteyptri hönnun sem er ósvikin og umfram allt ótamin. Linda og Daní- el segja það jafnframt mikilvægt að geta leitt saman sköpunarleiðir sínar sem hjón og fjölskylda. Vinnan fyrir Hjallastefnuna endalaust ævintýri Krukka hefur unnið að fjöldamörgum verkefnum og hlaut hönnunarteym- ið Nýsköpunarverðlaunin 2012 fyrir kollinn Hnall sem er unninn úr end- urunnu efni og er seldur í versluninni Aurum. Rýmishönnun er einnig stór hluti af verkefnum Krukku og hafa þau meðal annars hannað versl- unarrými, veitingastaði og leikskóla. ?Vinnan fyrir Hjallastefnuna er að sjálfsögðu endalaust ævintýri, við sjáum viðbrögð barnanna daglega og þá í líkamlegri tjáningu og gleði sem og orðum. Foreldrar og kennarar tala óspart fallegum orðum um hvaða áhrifum þau verða fyrir í okkar umhverfi. Viðburðir eins og til að mynda Bryggjusprell á sjómannadaginn, endurspegla strax hvort viðkomandi hópur er snertur af öflugri upplifun og sú helgi við höfnina var vissulega vel heppnuð.? Krukka vinnur nú að hönnun útisvæðis hjá Hjallaskóla Garðabæjar og Hafnarfjarðar. ?Við höfum verið að flytja heimili og vinnustofur yfir á Kjalarnesið og í því felst sú ósk að gerast meira sjálfbær, tengjast betur landinu og hlusta á Esjuna. Það mun ýmislegt vaxa út frá þessum flutn- ingum,? segir Linda að lokum og bætir við að ef unnið er út frá grunn- orku sem er heil, kraftmikil og tengd persónulegu markmiði af einlægni þá eru möguleikarnir óendanlegir. Hjónin segja fátt skemmtilegra en að skapa fyrir börn. Kofi á lóð Hjallastefnuleikskólans Laufásborgar. Fallegur bekkur úr endurunnum við á leikskóla. Verk Krukku til sýnis í Hörpu á Hönnunarmars 2012. ENDURHEIMTA SANNLEIKA EFNIVIÐAR Óendanlegir möguleikar KRUKKA ER ÍSLENSKT HÖNNUNARTEYMI SEM LEGGUR UPPÚR ENDURNÝTINGU EFNIVIÐAR. KRUKKA DÆMIR EFNI SEINT ÚR LEIK, HELDUR FINNUR ÞVÍ ANNAÐ HLUTVERK OG GILDI Í NÚINU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Linda Mjöll og Davíð segja það hvatningu að taka þátt í því að skapa eigið umhverfi. Linda og Daníel hlutu nýsköpunarverðlaunin 2012 fyrir kollinn Hnall. Theodóra Mjöll, höfundur Lokka, segir að heimilið eigi að gefa frá sér jákvæða og hlýlega orku »26 Heimili og hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.